Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 50
44
BÚNAÐARRIT
nokkurra veðurskemmda á görðum í Djúpárhreppi. Annað, sem
þar virtist einnig áberandi, voru eyður í röðum. Slíkt skaðar eðli-
lega afraksturinn. Hvort þetta muni algengt hjá framleiðendum er
mér ekki kunnugt um sakir ónógra samskipta við þá. En ef svo er, er
til mikils að vinna, með því að reyna að koma í veg fyrir þennan
ágalla.
Á kartöfluræktarsvæðum á Norðurlandi ríkti mikil árgæzka,
enda reyndist spretta þar með ágætum. Vonandi er, að uppskera sé
nú svo heilbrigð, að vel takist að varðveita það, sem geyma þarf.
Kartöflugróður var ekki með öllu laus við kvilla. Hér og þar
virtist nokkuð um veirusýkt grös, að líkindum fyrst og fremst
hrukkutíglaveiki, og víðast hvar vottaði fyrir stöngulsýki. Þurfa
bændur að hyggja vel að kvillum á sumrin, og vil ég hvetja þá til að
hafa fyrir reglu að fara vandlega yfir garðlönd sin, þegar grös eru
komin vel á legg, og fjarlægja þá allt, sem ber vott um sjúkdóma.
Þyrfti að gera slíka athugun a. m. k. tvisvar á sumri.
Getgátur eru um, að uppskera gulrófna hafi numið 800—900
smál., án þess að nokkur vissa sé fyrir því. Alla vega verður að gera
ráð fyrir, að rófur hafi sprottið vel hjá þeim, sem hafa vandað sig
með framkvæmdir, enda var með eindæmum góð tíð langt fram á
haust. En það gildir ekkert síður um gulrófur en aðrar matjurtir, að
þótt þær séu heldur kröfuminni og þolnari en flest annað, næst ekki
góður afrakstur nema lögð sé alúð við ræktunina. Hér skal sérstak-
lega bent á það atriði, sem ýmsir ræktendur virðast leiða hjá sér, að
sé raðrými í þrengra lagi, er nokkur grisjun oftast nauðsynleg.
Gildir þetta jafnvel, þótt sáning hafi tekizt vel.
Vaxtarþrengsli leiða til of mikils smælkis, og þar með ó-
söluhæfrar vöru. Sömuleiðis geta þrengsli stuðlað að útbreiðslu
kvilla.
Spretta á öðru útigrænmeti farnaðist þokkalega. Flestar tegundir
voru samt nokkuð seinar til þroskunar. Fór því eins og oft vill verða,
þegar uppskerutíminn þrengist, að fullmikið framboð varð um
tíma, t. d. bæði á blómkáli og hvítkáli.
Sölufélagi garðyrkjumanna (SFG) barst fyrsta sumarhvítkálið í
hendur 26. júlí, en fyrstu gulrófurnar ekki fyrr en 1. ágúst. Aftur á
móti fór blómkál að berast um viku af júlí, en aðeins fyrirmálshöfuð
af smæstu gerð. Lágt hitastig, sem ríkti lengi framan af vaxtar-
skeiðinu, átti þátt í hægri sprettu og fyrirmálsblómkáli, en fljótlega