Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 405
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
399
B. Lukka 72—092 á Möðruvöllum var sýnd með afkvæmum
1976, sjá 90. árg., bls. 530. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, ærnar
jafnvaxnar, holdgóðar, frjósamar og góðar afurðaær,
gimbrin mjög gott ærefni. Bolur holdþunnur yfir herðar og
bak, en með góð lærahold. Lukka er frábær afurðaær, hefur
tvisvar verið þrílembd, tvisvar tvílembd og hefur 7,1 í afurð-
astig.
Lukka 72—092 hlaut öðru sinni II. verðlaun fyrir af-
kvæmi.
C. Díla 71—086 Félagsbúsins á Möðruvöllum er heimaalin,
f. Nixon 68—127, sem hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi
1972, sjá 86. árg., bls. 486, m. Kurteis. Díla er hvít, hyrnd,
svartdröfnótt í andliti, jafnvaxin og sæmilega holdfyllt. Af-
kvæmin eru hvít, hyrnd, fölgul eða hvít á haus og fótum,
ærnar líkjast móður að gerð, hafa verið frjósamar og skilað
góðum lömbum, önnur gimbrin tæpast ærefni, Kubbur mjög
slök kind, en Jarl jaðraði við I. verðlaun. Díla hefur alltaf
verið tvílembd og vænleiki lamba í meðallagi, hefur 5,1 í
afurðastig.
Díla 71—086 hlaut III. verðlaun fyrir afkvœmi.
D. Katla 74—151 á Möðruvöllum er heimaalin, f. Feldur
72—128, m. Hrauna 72—096. Katla er hvít, hyrnd, gul á
haus og fótum og á dindli, fríð, með góð bakhold, en slök
lærahold. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, Bulla og Sproti gul á
haus og fótum, en veturgamla ærin alhvít, þau eru í meðal-
lagi holdfyllt á baki, en vantar meiri lærahold, hrútlambið
ekki hrútsefni. Katla hefur 9,0 í afurðastig.
Katla 74—151 hlaut 11. verðlaun fyrir afkvœmi.
E. Langa 74—102 Þorsteins Jónssonar, Samkomugerði, er
heimaalin, f. Dixon 71—154, m. 69—015. Langa er hvít,
hyrnd, guldröfnótt á haus og fótum, sterkbyggð og holdgóð á
baki, mölum og í lærum. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, gul-