Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 406
400
BÚN AÐARRIT
dröfnótt á haus og fótum og sviplík. Prins er mjög góður II.
verðlauna hrútur, gimbrarnar fögur ærefni. Langa var geld
gemlingsárið, en hefur síðan verið tvílembd og hefur 7,4 í
afurðastig.
Langa 74—102 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
F. Næpa 72—181 Hreins Kristjánssonar, Hríshóli, er
heimaalin, f. Krókur 66—060, sem hlaut II. verðlaun fyrir
afkvæmi 1972, sjá 86. árg., bls. 485, m. Spíra 65—061.
Næpa er hvít, hyrnd, virkjamikil, jafnvaxin, en ekki holdfyllt
upp í klofið, grannfætt, en með góða fótstöðu. Afkvæmin eru
hvít, hyrnd, lágfætt, en nokkuð misjöfn að gerð, sum opin
upp í klofið, Spíri vel gerður, en holdrýr, gimbrin ágætlega
gerð, en veik í afturkjúkum. Næpa hefur alltaf verið tvíl-
embd þar til nú, þá sædd, og hefur 6,6 í afurðastig.
Næpa 72—181 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
G. Stillt 73—206 Hreins á Hríshóli er heimaalin, f. Prúður
71—078, f. f. Nixon 68—127, sem áður er getið, m. Gríður
70—138. Stiilt er grá, hyrnd, sterkleg og jafngerð, með
allgóð lærahold. Ærnar eru traustlega byggðar, Rist í grófara
lagi, hrútlambið hæpið hrútsefni, en gimbrin allgott ærefni,
hópurinn samstæður, en fullháfættur. Stillt hefur alltaf verið
tvílembd, líka gemlingsárið og hefur 7,3 í afurðastig.
Stillt 73—206 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
H. Mugga 72—184 á Hríshóli er heimaalin, f. Lokkur
63—817 sæðisgjafi að Lundi, m. Píla 68—101. Mugga er
hvít, kollótt, svartdröfnótt í andliti, sterk, virkjamikil og
grófgerð. Afkvæmin eru eitt svart, hin hvít, þrjú hymd,
svarta ærin, Sveskja, mjög grófbyggð, hrútlömbin ekki
hrútsefni, Totti smár, en ekki illa gerður, Klaki grófgerður,
31 kg dóttir, sem gekk undir annarri á, snotur að gerð.
Mugga hefur tvisvai verið þrílembd, annars tvílembd og
hefur 8,2 í afurðastig.
Mugga 72—184 hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.