Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1988, Page 68

Búnaðarrit - 01.01.1988, Page 68
janúar verður lokið endanlegri gerð fullkomins tölvuforrits til nota við skráningu á og úrvinnslu nýrra gagna og verður því dreift út til búnaðarsambandanna. Yfirferð gagnabankans reyndist tímafrek og tækni- legir örðugleikar við útreikninga kynbótaeinkunna og meðhöndlun dóm- gagna hafa reynst verulegir og tafið verkið um einar tvær til þrjár vikur. Ekkert tóm hefur unnist til að sinna einum þætti skýrsluhaldsins, sem er númeragjöf og tölvuskráning skýrslufærðra folalda. Nú eru þau folöld, sem eru frostmerkt, númeruð með fæðingarnúmeri og tölvufærð. Annað starf á þessum vettvangi er á tilraunastigi. Á komandi ári verður hugað frekar að þessum þætti. Undirritaður hefur hug á gagngerri uppstokkun vinnubragða við folaldaskýrsluhaldið. Slík uppstokkun er brýn, en hefur í för með sér aukna vinnu ekki hvað síst við tölvuskráningar og til þess þarf mannskap. Einnig þurfa þeir ráðunautar búnaðarsambandanna, sem sinna hrossaræktinni, að leggja sig meira fram en yfirleitt hefur verið. Svo sem gat um í síðustu starfsskýrlu minni, þá hef ég afskipti af beitar- málum svo sem þau mál koma upp á borð til okkar hrossaræktarráðu- nauta. Stefna mín er skýr, en ég tel að beitarmálin sem önnur mál tengd nýtingu landbúnaðarins á sameiginlegri eign landsmanna, landinu sjálfu, þurfi að yfirvega vel án alls ofstækis. Hitt er jafn auðsætt að hrossabændur eiga að sitja við sama borð og aðrir bændur hvað varðar nýtingu sameigin- legra beitilanda, allt eftir því hver ítök þeirra í beitilönd eru. Enda benda hvorki rannsóknaniðurstöður eða reynsla kynslóðanna til að hross fari í nokkru verr með land en sauðfé eða nautgripir. Nokkuð hefur það verið í tísku undanfarið að tala um „ræktunarbú- skap“. Hvað er ræktunarbúskapur í hrossarækt? Sumir leggja auðheyri- lega þann skilning í hugtakið að enginn stundi ræktunarbúskap nema sá sem hefur hross sín í afgirtum hólfum allt árið og gefur þeim hey í a.m.k. sex mánuði á ári. Þessi skilningur er mikil firra. Ræktunarbúskapur í hrossarækt er það að eiga fallegar og hæfileikaríkar undaneldishryssur, fara vel með þær, halda þeim á góðum beitarjörðum, en úrslitum afkomu getur ráðið hversu lengi þarf að hafa stóðið á gjöf árlega. Einnig er reiðhrossinu nauðsynleg sú stæling þreks og þols, sem uppeldi á víðlendu, mishæðóttu og fjölbreyttu landslagi gefur. Á árinu hef ég reynt að hnika fram málinu varðandi beitartilraun með reiðhross, en það hefur lítið gengið. Einkum hef ég leitast við að kynna málið innan veggja Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Hef ég átt góð samskipti við þá sérfræðinga stofnunarinnar, sem ég hef leitað til, en þeir pappírar, sem ég hef sent formlega til RALA, hafa þó viljað liggja óhreyfðir á borði forstjórans svo mánuðum skiptir. Fundir. Aðalfundur Félags Búfræðikandidata var haldinn 9. febrúar. Ég var þar með framsöguerindi, sem fjallaði um nýjar aðferðir við mat á kynbótagildi 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.