Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1988, Page 129

Búnaðarrit - 01.01.1988, Page 129
og ekki síður heit í almannaumræðu- og er það raunar nú þegar. Það er hið mikla mál, sem nefnist verndun gróðurs og endurheimt landgæða. Þær miklu umræður, sem fara frani um þetta vandamál og blossa upp með endurnýjuðum krafti, einkum hvert sumar, hljóta í heild að flokkast undir góðsvitana í nútímasamfélagi okkar — þrátt fyrir allar öfgar. Það er eins og ævagömul misgjörð þjóðarinnar við landið vitji nú samvizku hennar og kveiki löngun til að gera yfirbót. Ævagömul er misgjörðin, ef nota má það orð, því að hún var þegar orðin söguleg staðreynd á dögum Ara fróða laust eftir 1100 og dró hina frægu og athyglisverðu setningu úr fjöðurstaf hans: Land allt var þá viði vaxið milli fjalls og fjöru. Það var svo við landnámið, en það var það ekki lengur, þegar orðin voru skrifuð aðeins svo sem 200 árum síðar. Ekki þarf að efa, að þarna skýrir Ari frá staðreyndum bæði með því, sem hann segir, og því, sem hann segir ekki berum orðum. Og það þarf heldur ekkert að efast um, að það var sjálft landnámið, búsetan, í samspili — eða við undirleik — íslenzkrar náttúru, sem gerði gæfumuninn. Hvað sem því líður, hlýtur það að vera fagnaðarefni, að almenningur vill nú og telur sig geta bætt tjónið og er reiðubúinn til að kosta því til, sem til þarf. Við getum þó ekki sætt okkur við þær öfgafuilu kenningar, þar sem menn sjá fyrir sér endurgróið ísland, þar sem í raun og veru er ekkert pláss fyrir kvikfjárrækt, allra sízt sauðfjárrækt. Bændur landsins hljóta að viðurkenna, að gróðureyðing er nátengd búskap, sem var og er fyrst og fremst kvikfjárrækt samkvæmt eðli landsins. Þeir skilja líka mætavel, að endurheimt gróðurgæða er tómt mál nema góð samvinna þeirra komi til. En þeir viðurkenna ekki, að landið þurfi endilega að verða aftur viði vaxið milli fjalls og fjöru líkt og í upphafi sögunnar. Vissulega viljum við í öllum stéttum sjá betur búið ísland með vænum skógum, sem við höfum í seinni tíð lært að græða og trúa á, að hægt sé að rækta til venjulegra skógarnytja. En samborgarar okkar, meðeigendur landsins, hljóta að skilja, að joetta mikla og vandasama verkefni, sem komandi kynslóðir íslendinga fá vonandi að glíma við í friði og farsæld, snertir bændur meir og á annan hátt heldur en alla aðra, og grípur inn í líf þeirra og starf á allt annan hátt en annarra. Það þarf ekki að orðlengja það. Hér er um að ræða nánast óendanlegt framtíðarverkefni, það verður að vinnast í sátt milli bænda og búleysingja og það verður að ætla sér nægan tíma — enda er framtíðin Iöng. Reyndar er rétt að minnast þess, að bæði Búnaðarþing á hátíðar- fundi og aðalfundur Stéttarsambands bænda á afmælisári, 1987, ályktuðu mjög afdráttarlaust í þessa veru. Hugsjónin um umhverfisvernd í víðri merkingu er raunar eitt það gæfulegasta, sem nútíminn hefur tileinkað sér. Landbúnaður og byggð í sveit er samofinn því máli á margvíslegan hátt. Til er félagsskapur, sem nefnist Evrópusamband bænda. Það hélt aðalfund sinn í Róm síðast liðið haust og var þar m.a. fulltrúi íslands. í setningarræðu sinni kom forseti sambandsins mjög inn á hlutverk sveita- 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.