Heilbrigðismál - 01.12.1991, Síða 6
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ / Ljósmyndarii
Ólafur var í fyrstu stjórn Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur, fyrsta
krabbameinsfélagsins. Hvað segir
hann um helstu verkefnin í upp-
hafi?
„Félagið safnaði fé til kaupa á
lækningatækjum en segja má þó
að fræðsla um sjúkdóminn hafi
verið efst á blaði.
Síðar hóf Krabbameinsfélag
Reykjavíkur skipulega leit að
krabbameini en Krabbameinsfélag
íslands tók fljótlega við þeirri starf-
Stjórn Krabbameinsfélags íslands
1978-79 en Ólafur var þá formaður
félagsins. Standandi eru, talið frá
vinstri: Matthías Johannessen rit-
stjóri, dr. Gunnlaugur Snædal
prófessor, Vigdís Magnúsdóttir
hjúkrunarforstjóri, dr. Friðrik
Einarsson fyrrv. yfirlæknir, Er-
lendur Einarsson fyrrv. forstjóri
og Ólafur Örn Arnarson yfirlækn-
ir. Sitjandi eru: Jónas Hallgríms-
son prófessor, dr. Ólafur Bjarna-
son prófessor, Halldóra Thorodd-
sen, sem þá var framkvæmdastjóri
félagsins, og Hjörtur Hjartarson
fyrrv. forstjóri.
Krabbameinsfélag íslands
semi og hefur rekið hana af mikl-
um myndarskap."
Ólafur fór vestur um haf til að
kynna sér frumurannsóknir sem
voru grundvöllur fyrir leitinni.
Hann var beðinn að segja frá því.
„Ég fór til Bandaríkjanna vorið
1956 og dvaldi þar um tíma. Meðal
annars var ég í New York hjá Dr.
Papanicolau, sem rannsóknarað-
ferðin „Pap test" eða „Pap smear"
er kennd við. Eftir heimkomuna
skrifaði ég grein í Læknablaðið og
vakti athygli á þessari rannsóknar-
aðferð, sem síðar var svo tekin hér
upp."
En hvað segir Ólafur um upphaf
krabbameinsskráningar hér á landi?
„Danir munu hafa verið hinir
fyrstu í heiminum, árið 1942, til að
taka upp formlega krabbameins-
skráningu sem náði til heillar þjóð-
ar, undir forystu Johannesar Clem-
mesen. Hinar Norðurlandaþjóðirn-
ar bættust svo við á sjötta áratugn-
um. Vefjagreining illkynja æxla var
í mínum verkahring á Rannsókna-
stofu Háskólans. Það varð því að
samkomulagi að ég tæki að mér
skráningu allra krabbameina hér á
landi á vegum Krabbameinsfélags
íslands. Frá og með byrjun árs 1954
safnaði ég saman öllum greindum
tilfellum á landinu en ekki var talið
rétt að byggja á eldri upplýsingum
en frá 1955.
6 HEILBRIGÐISMÁL 4/1991