Heilbrigðismál - 01.12.1991, Side 19

Heilbrigðismál - 01.12.1991, Side 19
þessu ástandi er fólk meðvitað um að það er að dreyma. Af þessu ástandi er dregin sú málvenja að segjast þurfa að klípa sig í hand- legging til að vita hvort mann sé að dreyma. Sjúkdómar draumalífsins Þótt ein merking orðsins draum- ur í íslensku sé sæluvíma eru ekki allir draumar eintóm sæla. Mar- tröð er það kallað þegar draumur kallar fram angist og spennu. Orð- ið er dregið af nafnorðinu mara og sögninni að troöa, en mara var kvenleg ófreskja sem fyrr á öldum var sögð leggjast yfir menn í svefni og liggja svo þungt á þeim að þeir gátu sig hvergi hreyft. Hugsanlegt er að upphafleg merking orðsins martröð sé því það fyrirbæri sem nú er nefnt svefnlömun og svefn- rofaskynjanir. Þessi fyrirbæri ger- ast venjulega í svefnrofunum og þá oftar þegar fólk er að sofna en stundum einnig þegar það er að vakna. Fólki finnst það algerlega lamað og getur í mesta lagi hreyft einn fingur með mikilli einbeit- ingu, finnst það þó vera vakandi og skynja umhverfi sitt. Stundum fylgja þessu ofheyrnir, þannig að fólki finnst það sjá hluti eða heyra einhver ógnandi hljóð sem bland- ast síðan draumnum. Þessi svefn- rofafyrirbæri eru sérstaklega al- geng hjá þeim sem haldnir eru drómasýki (narkolepsi) en koma þó fyrir mikinn fjölda fólks ein- hvern tímann á ævinni. Drómasýki er líklega bilun á stjórnun draumsvefns þannig að hann getur ruðst inn í vitundina á öllum tímum án mikils fyrirvara. Þetta gerir það að verkum að fólk getur sofnað nánast hvar og hve- nær sem er og byrjar þá venjulega strax að dreyma. Annað sem fylgir þessum sjúkdómi er skyndilömun við geðshræringu og er það að lík- indum tengt þeirri lömun sem verður í draumsvefni hjá sofandi manneskjum. I þunglyndissjúkdómi verður sú röskun á draumsvefni að fyrsta draumaskeiðið kemur fyrr en hjá heilbrigðum og draumsvefnsskeið lengjast ekki er á líður nóttina. Algengt er að börn vakni með andfælum. Þetta eru tilfinningar, oft angist, sem koma í djúpsvefni en ekki í draumsvefni og eru því ekki eiginlegir draumar. Tilfinn- ingin er svo sterk að hún vekur barnið upp en oft er það sem í leiðslu og ekki hægt að tala við það. Þegar fólk gengur í svefni gerist það venjulega ekki á draum- skeiðum svefnsins og svefnganga er því óskyld draumum. Merking drauma Önnur merking orðsins „draum- ur" í íslensku er framtíðaráform eða framtíðarsýn, þ.e. að láta sig dreyma um eitthvað. Um aldir hef- ur fólk talið að draumar fælu í sér einhverja forspá um framtíðina. Nægir þar að minna á draum fara- ós í Gamla testamentinu og drauma Guðrúnar Ósvífursdóttur í Laxdælu. Ymsir hafa viljað sjá drauma sem táknmál. Sigmund Freud og Carl Jung héldu báðir að hægt væri að finna ákveðin grunntákn í draumum, sem bæru sömu merk- ingu í táknmáli allra manna. Hug- myndin um að draumar væru Svefn og draumar Svefn er nauðsynlegur mönnum og dýrum til eðli- legs vaxtar og þroska. Svefn skiptist í draumlaus tímabil og draumtímabil. Draumlausi svefninn er flokkaður í fjögur stig eftir því hve djúpur hann er. Hægt er að mæla dýpt svefnsins með aðstoð svefn- heilarits. Við slíkar rann- sóknir hefur komið í Ijós að flesta dreymir nokkrum sinnum á hverri nóttu og oft rumskar fólk eða vaknar í kjölfar drauma. Síðustu draumskeiðin, undir morg- un, eru lengst. H.K. HEILBRIGÐISMÁL 4/1991 19

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.