Heilbrigðismál - 01.12.1991, Qupperneq 21

Heilbrigðismál - 01.12.1991, Qupperneq 21
Erlent Hætta af hjólabrettum Ár hvert slasast tugir þúsunda bandarískra ungmenna á hjólabrett- um og nokkrir tugir láta lífið. Meðal yngstu barn- anna eru höfuðhögg al- gengust. Þó að eldri börn geta borið hend- urnar fyrir sig er höfuðið samt í hættu og brot á tönnum algeng. í sumum löndum hef- ur notkun hjólabretta verið bönnuð, fil dæmis í Noregi frá 1989. í Bandaríkjunum hefur verið lagt til að börnum verði bannað að vera á hjólabrettum en ungl- ingum heimiluð notkun þeirra, þó ekki á umferð- argötum. Þá er lagt til að skylda verði að nota hjálma með andlitshlíf, líkt og gert hefur verið í amerískum fótbolta síðan 1959, en í þeirri íþrótt hefur dregið úr slysum á andliti og tönnum um 98%. Medical and Health Annual, 1991. Skipt um hlutverk Oft hafa verið gerðar kvikmyndir þar sem læknar koma við sögu. Enn ein hefur bæst við en nú er læknir orðinn sjúklingur. Hún nefnist einfaldlega Læknirinn (The Doctor) og byggir á reynslu bandaríska lækn- isins Edward E. Rosen- baum sem greindist með krabbamein árið 1985. f myndinni, sem frumsýnd var í sumar, er William Hurt í hlutverki hjartaskurðlæknis sem kemst að því að hann er með illkynja æxli í hálsi. í stuttu máli fjallar myndin um muninn á því að vera að lækna sjúklinga og vera sjúkl- ingur sjálfur. Hún hefur hlotið góðar viðtökur í Bandaríkjunum. American Medical News, dgúst 1991. Öskubakki orðinn aukahlutur Þýska bílaverksmiðjan BMW ætlar að hætta að hafa öskubakka í öllum nýjum bílum. Vegna þess að reykingamenn eru orðnir í minnihluta verða þeir að greiða sér- staklega fyrir það að fá öskubakka í bflinn sinn. Smoking or Health Update, vorið 1991. Grænt te lofar góðu Dýratilraunir vestan- hafs gefa vissa vísbend- ingu um að í grænu tei séu efni sem veita vörn gegn sumum tegundum krabbameins. Vísinda- menn vara þó við að heimfæra þessar niður- stöður á mannfólkið, til þess þurfi mun ítarlegri rannsóknir. Grænt te fæst ef blöð terunnans eru þurrkuð fersk en svart te ef þau eru látin gerjast fyrir þurrkun. Græna teið er mikið drukkið í Austurlöndum, m.a. í Japan. American Medical News, september 1991. „í tóbaksreyk er arsenik ..." Sænsk heilbrigðis- yfirvöld hafa ákveðið að breyta viðvörunum á tóbaksvörum. Á sígarettupökkum verða sextán mismunandi merkingar og verða mið- arnir stærri en áður eða 5x6 sentimetrar. Pá verð- ur farið að dæmi íslend- inga og notaðar teikning- ar ásamt texta. Meðal textanna eru: „f tóbaks- reyk er arsenik, blý, kad- míum og mörg önnur hættuleg efni." „Nær eingöngu reykingamenn fá hjartaáfall fyrir fimm- tugt." Smoking or Health Update, vorið 1991. © DOCTOR Morgunverður er mikilvægur vegna hjartans Rannsóknir sýna að þeim sem borða ekki morgunmat reglulega er hættara en öðrum við að fá hjartaáfall. Komið hef- ur í ljós að samloðun blóðflagna er þrefalt meiri þegar morgunverð- inum er sleppt. Börn og unglingar sem fá sjaldan eða aldrei morgunverð hafa meira kólesteról í blóði en þau sem borða morgunverð. Til að minnka áhætt- una á hjartaáfalli er því ráðlegt að borða trefja- ríkan og fitulífinn morg- unverð. Prevention, september 1991. Saltið hefur sitt að segja Breskir vísindamenn hafa farið yfir rannsóknir sem gerðar hafa verið á sambandi saltneyslu og háþrýstings og komist að því að ástæða sé til að ætla að saltið sé skað- legra en talið hefur ver- ið. Þeir fullyrða að með því að draga úr salt- neyslu um 3 grömm megi lækka efri mörk blóðþrýstings (systolic) um 5-7 mm. Þetta má gera með því að forðast saltaðan mat og taka saltstaukinn af eldhús- borðinu. Hægt er að ná enn meiri árangri með því að athuga betur hvort salt er f fæðuteg- undum sem bera þess ekki greinileg merki og forðast þær. Bretarnir telja að unnt sé að fækka dauðsföllum af völdum heilablæðingar og hjarta- sjúkdóma þar í landi um tugi þúsunda á ári og bjarga fleiri mannslífum en með notkun bílbelta! Prevention, október 1991. HEILBRIGÐISMÁL 4/1991 21

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.