Heilbrigðismál - 01.12.1991, Side 30

Heilbrigðismál - 01.12.1991, Side 30
Andleg áföll af völdum alvarlegra slysa Mikilvægt er að bregðast við þeim í tíma Grein eftir Sigmund Sigfússon Lækningastarf eftir slys beinist að sjálfsögðu fyrst og fremst að því að bjarga mannslífum, lina þján- ingar og koma í veg fyrir frekara heilsutjon og aðrar slæmar afleið- ingar slyssins. A síðustu árum hafa menn þó sí- fellt áttað sig betur á mikilvægi þess að þekkja og greina alvarleg streitueinkenni eftir slys og bregð- ast við þeim í tíma. Meðferð bein- ist ekki eingöngu að streituvið- brögðum hinna slösuðu sjálfra heldur einnig að viðbrögðum þeirra sem bjargast naumlega úr slysum, aðstandenda fórnarlamba og þeirra sem starfa við björgun og slysahjálp. Reynt er að lina andleg- ar þjáningar og koma í veg fyrir að erfið tilfinningaviðbrögð við óbæri- legu álagi vindi upp á sig og þróist í geðtruflun. Eðlileg viðbrögð Viðbrögð fólks við óvæntu álagi eftir slys mótast af hlutskipti þess í slysinu, fyrri reynslu, skapgerð og tilfinningajafnvægi á þeim tíma er slysið verður. Rannsóknir hafa sýnt að meira en helmingur full- orðinna bregst í fyrstu við slysaógn með sljóleika og athafnaleysi. Um það bil fimmtungur manna virðist halda ró sinni, hugsa skýrt og vinna strax skipulega að því að bjarga sér og öðrum. í þessum hópi eru margir þeir sem hlotið hafa þjálfun í björgun og slysa- hjálp. Um fimmtungur manna missir stjórn á sér við bráða slysa- ógn vegna sterkra tilfinningavið- bragða og þarfnast skjótrar læknis- | hjálpar vegna þeirra. I Bráð streitueinkenni Flestir sem lifa af slys fá bráð 5 streitueinkenni sem vara mismun- andi lengi eða frá fáeinum mínút- um og allt upp í nokkrar klukku- stundir eða jafnvel nokkra daga. Hjá flestum byrja viðbrögð við áfalli samdægurs, en stundum koma þau fyrst í ljós að einum eða tveim dögum liðnum. Viðbrögðin vara oftast í þrjá til fjóra daga og sjaldan lengur en í eina viku. Síðan breyta einkennin um eðli. Hætta á „taugaáfalli" er metin út frá því hvort fórnarlambið lætur yf- irbugast af kvíðanum, missir sjálf- stjórn og þarfnast hjálpar. Upplif- un einstaklings á slysaógninni skiptir meira máli en hver hættan raunverulega var. Streituviðbrögð verða einna mest hjá þeim sem verða vitni að skelfilegum atvikum eða aðkomu á slysstað, geta ekki flúið á brott, einangrast, missa ná- kominn í slysinu, upplifa langvar- andi eða endurtekið hættuástand eða finnst þeir vera ábyrgir fyrir því sem gerðist. Hættuástand skerpir gjarnan at- hygli manns. En þegar hörmungar eru yfirþyrmandi geta viðbrögð orðið gagnstæð, athygli sljóvgast, hugsun verður stjórnlítil, tilfinn- ingar dofna og hegðun verður í miklum mæli ósjálfráð. Nokkur dæmi um bráð streitu- einkenni: Líkamleg: Klígja, uppköst, skjálfti, óstjórn hreyfinga, svita- bað, kuldahrollur, niðurgangur, svimi, brjóstverkur, hraður hjart- sláttur, hröð öndun. Hugsun: Hugsanatregða, erf- iðleikar við að leysa úr verkefn- um, óákveðni, rugl, missir á átt- um, einbeitingarerfiðleikar, minn- istruflun, erfitt að nefna algenga hluti. Tilfinningar: Ótti, kvíði, sekt, sorg, depurð, tilfinning að vera yf- irgefinn, áhyggjur af öðrum, vilja fela sig, reiði, pirringur, dofa- kennd, stjarfi. 30 heilbrigðismál 4/1991

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.