Heilbrigðismál - 01.06.1995, Side 18

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Side 18
Tómas J< Lífsgleði njóttu Hugmyndir um hamingjuna Grein eftir Vilhjálm Arnason Ég man ekki til þess að hafa séð eða heyrt nokkurn halda því fram að hamingj- an væri ekki þýðingarmikil. Um hitt hefur verið deilt í hverju hamingjan sé fólgin og hvað hafi áhrif á hana. Enginn hefur þó borið á móti á því, svo ég viti til, að ham- ingjusamur maður uni glaður við sitt. Deil- umar snúast um það hvaða skilyrðum þurfi að fullnægja til þess að um hamingju sé að ræða. Hér verður sagt frá nokkrum áhrifamiklum hugmyndum um þetta efni. Þetta eru fornar hugmyndir því heimspek- ingar fornaldar hugleiddu þetta efni mun meira en heimspekingar á síðari öldum. Samt sem áður virðist mér ljóst að þessar hugmyndir eigi fullt erindi við samtímann. Hamingjan er meginviðfangsefni forn- grískrar siðfræði, en sú fræðigrein átti einkum að leita svara við þeirri spurningu hvers konar lífi væri best að lifa. Hugtakið sem þeir notuðu yfir hið góða líf er evdaí- mónía sem hefur verið þýtt á íslensku sem farsæld eða velfarnaður fremur en ham- ingja. Meginástæðan fyrir'því að evdaímón- ía hefur ekki verið þýtt sem „hamingja" er að íslenska hugtakið er verulega frábrugð- ið því gríska. í sem stystu máli mætti segja að hamingja sé að einhverju leyti huglæg eða einstaklingsbundin en evdaímónía sé ástand sem hægt sé að lýsa á hlutlægan hátt. Ég held að við lítum svo á að einstak- lingurinn eigi í flestum tilfellum síðasta orðið um það hvort hann sé hamingjusam- ur eða ekki. Þetta er vegna þess að ham- ingja er hugarástand og alla jafna er enginn í betri aðstöðu til þess að meta sitt eigið hugarástand en einstaklingurinn sjálfur. Þetta á hins vegar alls ekki við um hið góða líf Grikkjanna, því fyrir þeim er far- sældin nær því að vera sálarástand sem lýt- ur ákveðnum lögmálum. Þríþætt sál Kenning Platons um farsældina er skýr- asta dæmið um þetta. Platon skipti sálinni í þrjá megin hluta: Skynsemi, skap og ástríður. Við höfum öll reynslu af togstreitu milli þess sem okkur langar til að gera og þess sem við vitum að við eigum að gera. Til dæmis getur mann langað ósköpin öll til að reykja, þótt hann hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé rangt vegna þess að Ræktun mann- legra eiginleika er lykillinn að lífshamingj- unni, því hún felst í því að manneskjan nær öllu því besta út úr sjálfri sér og hún blómstrar. Sá sem lifir vel er ánægður með sjálfan sig og það er sú ánægja sem ræður úrslitum um hamingjuna. það sé slæmt bæði fyrir hann og aðra. En þessi skynsamlega niðurstaða nægir hon- um ekki til þess að láta það ógert að reykja ef skapfestuna eða siðferðisþrekið vantar. Með þessu hversdagslega dæmi höfum við komið inn á alla þrjá þættina sem sálin er ofin úr að áliti Platons, þ.e. skynsemina, skapið og ástríðurnar eða langanirnar. Það er kenning Platons að hver þáttur sálarinn- ar hafi ákveðnu hlutverki að gegna. Lang- anir, eins og hungur, þorsti og kynhvöt, sjá til þess að menn fullnægi frumþörfum sín- um og þar skiptir hófsemi mestu. Skapið veitir mönnum þrek til þess að standast freistingar og verjast yfirgangi annarra og þarf því einkum að temja sér hugrekki. Skynsemin á síðan af visku sinni að stjórna gerðum manns í einu og öllu. Líkt og heil- brigði í líkamanum er komin undir því að hvert og eitt lfffæri gegni hlutverki sínu og vinni saman að heill heildarinnar, þannig er og sálin heilbrigð þegar þessir þrír þætt- ir hennar gegna hver sínu hlutverki og fara ekki út fyrir verksvið sitt. Platon telur alla lesti manna eiga rætur að rekja til þess að þeir láti stjórnast af löngunum sínum og þá 18 heilbrigðismál 2/1995

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.