Samtíðin - 01.11.1934, Síða 4

Samtíðin - 01.11.1934, Síða 4
SAMTÍÐIN ' " 1 ..... Perú og Bolivíu, og það hefir hvorugt getað. Það er hryggilegt að þurfa að segja það, en það er satt, að Pjóðabandalagið hefir engum orðið að gagni enn, nema gaman- og keskniblöðum heimlsins. Það er því ekki nema von, að manni bregði þægilega við það, í öllu þessu samvinnuleysi innan um alt samvinnuhjalið, þegar loksins glittir í blett á hnettinum, þar sem hjalið verður að alvöru og hættir að vera, ef svo mætti segja, fræðilegt skvaldur. Því þægilegra er það, þegar maður finnur sig og sína þjóð vera þar. Því verður nefnilega ekki neitað, að Norðurlönd eru nú eini staður- inn, þar sem tekið er á þessum mál- um af fullri alvöru og skilningi á samvinnu milli þjóða og ríkja, og þar sem hún er framkvæmd á þann eina hugsanlega hátt. Það mætti að vísu segja, að það þyrfti engan að furða, að Norður- lönd gætu haft þessa samvinnu með sér, svo fast sem saga þeirra og menning er saman tvinnuð. Þetta er þó ekki rétt, því að sag- an hefir einmitt sýnt, að þessum ríkjum veitir það í sjálfu sér ekki Iéttara en öðrum að hafa með sér sátt og samvinnu, og sagan sýnir líka, að það er ekki sama með hvaða sniði samvinnan milli þess- ara ríkja er, af hún á að takast. Það er einmitt réttur skilningur á því hvaða samvinnusnið hent- ar, sem veldur því, að hún hefir tekist á Norðurlöndiun. 2 Nú skal sem snöggvast renna augunum lauslega yfir þau atriði í sögu Norðurlanda, sem sýna hvað hentar í þessu efni og hvað ekki. Um það leyti, sem Island bygð- ist, bygði ein þjóð öll Norðurlönd. Hún hafði sömu menningu um öll Norðurlönd, og það var talað sama mál um þau alstaðar. Ríkin voru samt fjögur, Island, Danmörk, Svíþjóð og Noregur. Eftir þeim skilningi, sem nú ríkir alment á því, hver grundvöllur ríkis sé, — "~það er sameiginleg túnga og sam- eiginlegt þjóðemi, — mætti halda, að öll skilyrðr hefðu verið fyrir héndi til þess, að ríkið væri ekki nema eitt. Það var þó mjög fjarri því, að þess væri nokkur kostur.' Rikin stóru þrjú voru í sífeldum ófriði sín á milli og réðu hvert á annað og reyndu að bæla það und- ir sig, enda Jjótt það mistækist að sinni, og ísland varðist um mörg hundruð ár ágangi og ásælni Norð-. manna með góðum árangri. Þetta sýnir, að hugmyndin um að sam- eina öll Nórðurlönd í eitt ríki hef- ir að vísu verið til í þá daga, en að skilyrðin, þrátt fyrir frændsemi og tungu, voru þá engin. Islenska ríkið leið fyrst undir lok og lenti uridir valdi Norðmanna, en hvað eðlilegt það var, sést best á því, að frá 1262, er þetta slys vildi til, hafa íslensk stjómmál að kalla einvörðungu snúist um það fram til 1918, að kippá þessu í hið foma far.............’. ...

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.