Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN í heimsókn RÉTT þrjú ár eru liðin síðan Raftækjaverksmiðjan II/F i Hafnarfirði tók til starfa. Hún er eina raftækjaverksmiðja, sem enn hefur verið stofnuð á íslandi, og vinna þar að staðaldri 30 manns. Verksmiðjan er löngu orðin lands- kunn undir nafninu Raflia, sem er skammstöfun á heiti hennar og heimilisfangi (Hafnarfirði), og má segja, að vörur hennar iiafi farið sig- urför til allflestra þeirra staða hér á landi, þar sem raforka er fyrir hendi. Samtíðin skoðaði nýlega verk- smiðju Rafha og átti við það tæki- færi eftirfarandi viðtal við Axel Kristjánsson forstjóra hennar. — Hvernig hefur framleiðslu verksmiðjunnar verið liáttað? — Fram til ársloka 1938 voru að- allega framleiddar eldavélar til heim- ilisnotkunar. Þó liöfðu þá verið smíð- uð nokkur stærri tæki, svo sem. bök- unarofnar handa brauðgerðarhúsum og ein stór rafsuðuvél handa nát. 100 manna heimili. En í ársbyrjUn 1939 var hafin smíði á rafmágnsofnum. Framleiðir verksmiðjan nú 3 teg- undir af lausum rafmagnsofnum og auk þess eina tegund af svoköltuðum þilofnum (panel-ofnum), sem festir eru á vegg og lítið fer fyrir. Eru þeir ætlaðir til stöðugrar uppliitunar. Enn fremur hafa verið smiðaðir ])votta- pottar með rafmagnshitun. Þessir pottar eru eingöngu ætlaðir til heinir ilisnotkunar, og eru þeir sjálfvirkir. Eftir að óhreint tau hefir verið lagt í bleyti á venjulegan hátt, er það lát- h j á R a f h a Viðtal við Axel Kristjánsson forstjóra Axel Kristjánsson ið í þvoltapottinn, sem skilar þvi full- þvegnu eftir 10 klst. Norðmenn segja um ])essa rafmagnsþvottapotta, að þeir starfi, meðan fjölskvldan sefur, og er ])að sannmæli. — Af fram- leiðslu verksmiðjunnar má enn frem- ur nefna alls konar stórar eldavélar, steikarapönnur, hökunarofna, hita- horð, kaffikönnur og önnur raf- magnstæki handa sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. Þá höfum við tek- ið að okkur að hreyta alls konar tækjum, sem áður voru ætluð fyrir gas-, gufu- eða kolahitun, í raftæki, svo sem þvottavélum, tauþurkurum, taupressum o. s. frv. Síðan styrjöldin hófst og kolaverð- ið hækkaði, hefur að sjálfsögðu

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.