Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 10
6 SAMTIÐIN melri á breidd. Húsið er að mestu leyli einlyft, en nokkur hluli þess er þó tvær hæðir, og eru skrifstofur á efri hæðinni. Verksmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. í öðr- um enda hússins er vélasalur, en í hinum enda þess er salur, þar sem raftækin eru sett saman og prófuð. Auk þess er þar herhergi, þar sem slípun og nikkelhuðun fer fram. Glerhúðun raftækjanna fer hins veg- ar fram í Reykjavik. Þetla myndarlega fyrirtæki var stofnað árið 1936 fyrir forgöngu þeirra Sveinhjarnar Jónssonár fram- kvæmdarstjóra, Emils Jónssonar vitamálastjóra og Nikulásar Frið- rikssonar umsjónarmanns. Stjórn ]jess skipa núna þeir Emil Jónsson (form.), Sveinbj. Jónsson, Bjarni Snæhjörnsson, Guðm. Kr. Guð- mundsson og Finnhogi Theódórs. Raftækjaverksmiðjan í Hafnar- firði er myndarlegur vottur þess, hvers islenskt framtak má sin orð- ið í iðnaðarmálum vorum, ef rétl er á lialdið. Tilvera þessarar verk- smiðju hefði vafalaust þótt furðuleg spásögn fyrir nlokkrum árum. Nú telja menn framkvæmdir liennar að- cins gleðilegar og sjálfsagðar stað- revndir á iðnaðaröhl vorri, sem leyst liefur úr læðingi margs konar at- hygliverða framtakssemi hér á landi á síðustu árum. Stofnun verksmiðj- anna var hein afleiðing af stórauk- inni rafvirkjun á Islandi. Er þess að vænta, að hennar híði á komandi ár- um mörg viðfangsefni undir öruggvi leiðsögn forstjóra síns og stjórnar. Samlíðin óskar verksmiðjunni lil liamingju með traust það og velvild, sem liún liefur þegar öðlast, og væri þá vel, ef dæmi Rafha yrði til þess, að ýla undir aðrar mikilvægar fram- kvæmdir á sviði islensks iðnaðar. Gleðiefn i má það teljast, að hverri þjóð skuli vera hollast að nevta þeirrar fæðu, sem land hennar framleiðir. Þjóð- hollustu íslendingar 18. aldarinnar, þeir síra Björn Ilalldórsson i Sauð- lauksdal og Eggert Ólafsson, skildu þetta. Það er hlátt áfram hressandi nú á dögum að lesa eggjunarorð ])ess- ara manna, sem eru á þá leið, að ís- lendingum heri að nota alt innlent fyrsl og fremst. Ef við hlýddum lög- eggjan þessara mætu 18. aldar manna og neyttum hollrar, innlendr- ar fæðu í réttum hlutföllum, mundi hér húa hraustari þjóð en raun er á. Vafalaust mætti fæða hér margfalt fleira fólk en nú hýr í landinu ein- göngu á íslenskri fæðu. Hóteleigandi (við skrifstofuþjón sinn): — Þú hefur víst ekki gleijmt neinu, þegar þú skrifaðir reikning- inn á gestinn, sem var að fara? Skrifarinn: — Nei, áreiðanlega ekki. Af hverju heldur húshóndinn það? Hóteleigandi: — Gesturinn var nefnilega svo ánægður á svipinn, þegar hann fór. — Er það jómfrú, sem ég er að dansa við, eða er það eiithvað ann- að?

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.