Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN lausaleiksbarn, barn náttúrunnar. Hún er úr sjávarþorpi vestur á fjörð- um, en liún er fyrir löngu búin að laga sig eftir umhverfi sínu hér. Hún hefur veriS hjá skipasmíSahjónun- um, síSan hún kom í bæinn. Kona skipasmiSsins er einnig aS vestan. Dóra var 13 ára, þegar Hún kom, suS- ur, nú er hún 17. Ég hef fylgst meS henni í þessi fjögur ár. Ég hef heyrt fótatak hennar breytast úr trítli lít- illar telpu, í fótatak ungrar stúlku, sem veit, bvaS hún vill. Ég mah svo greinilega, þegar hún varS ástfang- in í fyrsta sinn. Þá varS ég var viS ofurlítiS víxlspor i fótatakinu henn- ar. ÞaS var ungi, laglegi stúdentinn, sem heillaSi hana. Stúdentinn, sem bjó einn vetur hér uppi á lofti og drakk sig fullan á hverju laugar- dagskvöldi. Nú er bann farinn til Ameríku, og Dóra er búin aS vera skotin í mörgum, síSan hann fór. Æskan er svo bvildynd, og á svo liægt meS aS gleyma. Nú er Dóra hætt aS vera vandlát og er hrifin af hverjum, sem er. Aumingja Dóra litla. Þá er þaS Gunna Geirs, kjafta- kerlingin. Fótataki hennar er ávalt svo mikiS niSri.fyrir. ÞaS er oft örS- ugt aS lesa þaS, því aS þar ægir öllu saman, sönnu og lognu. Stundum er fótatak hennar þunglamalegt, þaS er, jiegar b'tiS skeSur í bænum, en stund- um er þaS létt og fjörugt, þaS er, þegar slúSursögu-uppskeran er góS. Áhugamál mannanna eru margvís- leg. ESa bann Einar Gíslason Ijós- myndari, laglegnr og hæruskotinn. Þessi prúSi maSur, sem í engu má vamm sitt vita. MaSurinn, sem nýt- ur álits almennings. Skyldi nokkur trúa því, aS hann béldi viS vinkonu konunnar sinnar? Nei, áreiSanlega ekki. En svona er þaS samt. Fóta- tak lýgur aldrei. Svo verS ég aS geta lians Jóhannesar Torfasonar, manns- ins, sem fariS hefur í hundana. Hann slær sér fyrir mat og drykk, sérstak- lega drykk, því aS maturinn er ekki eins nauSsynlegur. Hann fer hér frambjá á eftirmiSdögunum, á leiS sinni niSur í bæinn. Þá er fótatak hans vanalega timbraS. Svo fer hann bér aftur um seint á kvöldin eSa fyrri part nætur. Þá er fótatak bans reik- ult, en fult af lifsgleSi og fjöri, því aS þá á .Tóhannes Torfason allan Iieiminn. En þaS er eitt fótatak, sem eilif- lega mun bergmála í eyrum mínum, bergmála i sálu minni; þaS er fóta- tak litlu stúlkunnar, sem kom í bæ- inn aS vorlagi, þegar sólin hækkaSi á lofti. ViS komu hennar hækkaSi hamingjusól lifs míns einnig á lofti. Þessi litla stúlka kom til bæjarins til þess aS leita sér lækninga. Hún var bölt. EölIuS eins og ég. í fyrsta sinn, er ég heyrSi biS ókunna fóta- tak hennar, leit ég upp frá vinnu minni. ÞaS var eitthvaS í þessu haltr- andi fótataki, sem snart viSkvæm- ustu strengi sálar minnar, einhver sjaldgæf ást og blíSa. ÞaS var svo afar ólíkt öllu fótataki, sem ég hafSi beyrt um ævina. Svo gekk liún hér framhjá á hverium degi, og fyr en mig varSi, var ástin vöknuS i brjósti mínu. Ástin, meS öllum sinum marg- víslegu tilfinningum: Eftirvæntingu, von, kvíSa, gleSi, vonbrigSum og af- brýSissemi. Ég þekli ekki nafn þess- arar litlu, höltu stúlku, og mér fanst

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.