Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 MERKIR SAMTÍÐARMENN Jakob Kristinsson Síra Jakob Kristinsson fræðsluniálastjóri er fæddur að Syðra- Dalsgerði í Eyjafirði 13. inaí 1882. Foreldrar: Ivristinn Ketilsson, bóndi þar, og Hólmfríður Pálsdóttir, kona hans. Jakob lauk stúd- entsprófi vorið 1911 og guðfræðiprófi við Háskóla íslands 1914. Vigðist hann sama ár til prests í Vatnabygðum i Saskatchewan í Kanada. Þar var hann prestur í 5 ár, en kom heim 1919 og gerðist árið eftir forseti Guðspekifélags íslands. Gegndi hann for- setastarfinu til 1928. Þá varð hann skólastjóri við Alþýðuskól- ann á Eiðum i Suður-Múlasýslu og gegndi því starfi á árunum 1928—1939, en gerðist þá fræðslumálastjóri. Hann kvæntist árið 1925 Helgu Jónsdóttur, bónda í Myrkárdal í Eyja- fjarðarsýslu, Þorfinnssonar, en frú Helga and- aðist 26. maí s.l. Síra Jakob Kristinsson er há- mcntaður og viðsýnn maður og allra manna vinsælastur. Hann er einn hinn glæsilegasti ræðumaður hér á landi og prýðilegur rithöf- undur. Er gott til þess að vita, að svo ágætur maður skuli hafa verið valinn til jiess að veita umsjá fræðslumálum þjóðar vorrar. Bette Davis Carol 2., fyr- verandi Rúm- enakonungur, er fæddur árið 1893. Hann er elsti sonur Fer- dínands I. Með- an Carol var ríkiserfingi, skildi hann við konu sína, Hel- enu prinsessu af Grikklandi, og neyddi rúmenska ríkisstjórnin hann því í janúar 1926 lil að afsala sér konungdómi í hend- ur Michael, syni sinum, er gerð- ist konungur í Rúmeníu 1927, við dauða Ferdinands I, afa síns. Var Carol þá erlendis. En 1930, með vaklatöku rúmenska bændaflokksins, var Carol ein- róma kjörinn konungur Rúm- ena, og hefur hanii siðan setið að völdum, þar til hann varð völd 6. sept. s.I., er Rúmenar höfðu mist meira en helming Transylvaniu. Carol fór þá úr landi, en við konungstign tók Alichael, sonur hans. Anthony Eden, hermálaráðherra Breta, er fædd- ur 12. júní 1897. Lauk prófi i Austurlandamálum við Oxfordháskóla með ágætiseinkurin árið 1922. Hann varð þingm. 1923, einkaritari i innanrík- isráðuneytinu 1924—25 og í utanríkiSráðuneyt- inu 1926—27, innsiglisvörður 1934, utanríkisráð- herra 1935—38. í striðsbyrjun (3. sept. 1939) gerðist liann ráðherra bresku samveldislandanna, og hélt hann því embætti, þar til hann gerðist hermálaráðherra í striðsráðu- neyti Winslon Churchills. Er hann mikill framkvæmdamaður, og talinn einn hinn virðulegasti stjórnmálamaður vorra tima. Duff Cooper, upplýsingamálaráðherra Breta, er fæddur 1890 Mentaðist í Eton og Oxford. Komst á þing 1924 sem fulltrm íhaldsmanna. Blaðamaður, rithöfundur, hermálaráðherra 1934- 37, flotamálaráðherra 1937—38. Var hann mótfallinn Múnchen- pólitík Chamberlains og hefur gagnrýnt mjög stjórnmálastefnu Hitlers og samherja hans. Núverandi embætti í rikisstjórninni fékk hann, þegar Churchill gerðist forsætisráðherra Breta. Carol 2. að leggja niður Bette Davis, hin heimsfræga, ameríska kvikmyndastjarna, er fædd 5. apríl 1908 í Lowell í Mass. í Bandaríkjunum. Gekk i Cushing Academi í Ashburn- ham. Tók hún að leika i kvik- myndum 1930 og hefur síðan leikið aðalhlutverk i fjölmörg- um stórmyndum við mikinn orðstir. Áður en B. D. gerðist kvikmyndastjarna, hafði lrún um skeið leikið á leiksviði. Hún er ljóshærð og bláeyg. Ekki er hún i röð feg- urstu leik- kvenna,en hún er í fremstu röð aðsópsmik- illa skapgerð- arleikara, enda mjög tilkomu- mikil á léreft- Eden Duxf Cooper

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.