Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 33

Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 33
SAMTÍÐIN 29 rT''ÍU ÁRA gamall drengur segir X um foreldra sína: — Þeir eru óskaplega vel að sér, þeir vita alt. Sextán ára gamall drengur segir: — Foreldrar mínir vita ekki eins mikið og ég liélt. 1 raun og veru er mjög margt, sem þeir liafa enga hugmynd um. Nítján ára drengur segir: — For- eldrar mínir þvkjast allaf liafa á réttu að standa, en í raun og veru er það ég, sem allaf hef á réttu að standa. Tuttugu og tveggja ára piltur seg- ir: — Foreldrar mínir skilja ekki ungu kynslóðina. Þau hotna ekkert i áhugamálum æskulýðsins. Þrítugur maður segir: — Ég fer annars að halda, að foreldrar minir hafi stundum á réttu að standa. Fimtugur maður segir: —- For- eldrar minir vissu alt. Það veit ham- ingjan, að þeir voru stórvitrir. (Þýtt úr frákknesku). EINU SINNI fyr á tímum, ]ieg- ar Engleudiugar og Frakkar áttu í ófriði og illdeilum, voru nokkr- ir enskir aðalsmenn saman komnir og ræddu um það, hvaða dýr væru líkust manninum. Mörg dýr voru nefnd, m. a. ljón, tígrisdýr, hirnir, úlfar og alls konar villidýr. Einn Englendingurinn hafði setið þegj- andi hjá og ekkert lagt til málanna. Þegar liann var spurður álits, mælti liann ofboð rólega: — Þið hafið al- veg gleymt Frökkum. — Er nokkuð nýtt í blaðinu? — Jú, dagsetningin á því. Prentsmiðjan EDDA hf. Reykjavík Prentsmiðja - Bókbandsstofa - Pappírssala. Lindargötu 1D. — Símar 3720 og 3948. E/Zíhugíd / HROS9HÁRSLEPPAR ULLARHÁLEISTAR GÚMMÍSKÓR. Seljum bætigúmmí gegn póst- kröfu um alt land. GÚMMÍSKÚGERÐIN Laugav. 68. — Sími: 5113.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.