Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 ist mér þetta örðugt, eu margra ára þjálfun liefur komið því til leiðar, að nú veitist mér það auðvelt. Ég les fótatak manna eins reiprennandi og bókelskur maður les bækurnar sín- ar. A morgnana eru það hinir ár- vökru verkamenn, sem leggja leið sína framhjá glugganum mínum. Fótatak þeirra er vekjarakluklvan mín. Það er þungt og markvíst, og maður gæti trúað, að það vekti liinn nýfædda dag til starfs. Það fvlgir því svo mikill kraftur og von. Von um vinnu og daglegt brauð, sér og sínum til handa. Á kvöldin heyri ég ])að aftur, en þá er ])að orðið breytt. Þá er það ekki eins samstilt og á morgn- ana. Sumt fótatak er fult af gleði. annað er fult af sorg. Það er svo mikið til af hvoru Iveggja í heimin- um. Þegar á morguninn líður hevri ég annars konar fótatak. Það rísa ekki allir jafn snemma úr rekkju. Þetta fótatak er ólíkt fótataki verka- mannanna. Það vantar i það kraft- inn, en það er auðugra af vissu og sjálfstrausti. Það er fótatak þeirra, sem stunda fasta atvinnu. Þetta fóta- tak greini ég í sundur, og ég þekki eigendurna, þó að ég liafi aldrei séð nema fætur þeirra. Sögur þessara manna eru inér kunnar, því að fcita- tak getur ekki þagað yfir Ieyndar- málum. Hér er til dæmis ríki, feiti stórkaupmaðurinn, sem býr hér ofar í götunni. Það eru víst flestir, sem halda, að liann sé hamingjusamur, en svo er eigi. Fótafak hans hefur trúað mér fyrir því. Hann er óham- ingiusamur í hjónabandi sinu. Hann elskar Ijóshærða stúlku, sem vinnur á skrifstofunni hjá honum. Það hef- ur komið fvrir, að þau bafa gengið framhjá glugganum mínum, og ég hef hevrt fótalak Jieirra láta vel hvort að öðru. Svona getur fótatak verið óvarkárt. Svo er það gamla kenslúkonan, sem býr í húsinu hans Signnmdar bakara. Hún heitir Her- dís Frimanns. Ég þekki nafn henn- ar, því ég hef heiðurinn af að gera við skóna hennar. Hún strunsar hér framhjá og lítur hvorki til hægri né vinstri. Hún gerir sér far um að láta svip sinn bera því vott, að hún fyrir- líti alt, hvort sem það er dautt eða lifandi. Hún er ein af þessum per- sónum, sem líta niður á samborgara sina, en sjá sjálfa sig i stækkunar- gleri. Aumkunarverðar smásálir. Það er hin upprennandi kvnslóð, sem að- allega verður fyrir barðinu á lienni, og hún fordæmir ástarævintýri unga fólksins. En sjálf gengur hún með dulda ástarþrá í sínu innfallna brjósti. Ástarþrá, sem aldrei mun rætast. Svona liörð geta örlög gam- alla kenslukvenna verið. Svo er það eitl fótatak, sem ég fyrirlít af allri minni sál. Það er fótatak rukkarans, lians Tómasar. Ég hef aldrei heyrt fótatak, sem lýsir jafn ógeðslegu hugarfari, enda veit ég, að þetta er ilhnenni. Hann er kröfuharður og miskunnarlaus við þá fátæklinga, sem bann rukkar, en skríður eins og lúbarinn hundur fyrir þeim, sem meira mega sín. Hann er duglegri við að rukka aðra en að greiða sínar eig- in skuldir. Upp á síðkastið hef ég neitað að gera við skóna hans. Svo er það hún Dóra, litla stúlkan, sem er í vist hjá skipasmiðnum, sem á heyrnarlausu tvíburana. Dóra er

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.