Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 21
/ SAMTÍÐIN 17 Kvenlögregla í TÆPLECiA mun auðið að benda á nokkurt það starf, er konur í Bandaríkjunum telja jafnævintýra- legt og lögregluþjónsstarfið. — Hvað gerir kvenlögreglan ? Er- uð þið girtar sverði eða vopnaðar löngum kylfum? Hve marga takið þið fasta á dag? Er ekki ægilega spennandi að vera lögregluþjónn? Þannig eru kvenlögregluþjónarn- ir spurði dags daglega. í stað þess að svara þessum spurningum beiíilínis, skal hér reynt að lýsa nokkuð starfi kvenlögreglunnar í Bandaríkjunum. Stúllca í ameríska kvenlögreglu- liðinu nú á dögum er mentaður sér- fræðingur á sínu sviði, oft með há- skólamentun að baki sér. Hún hefir nokkurra ára reynslu sein starfs- maður í þágu þjóðfélagsins og á sér auk þess i ríkum mæli það, sem Am- erikumenn nefna „common sense“ (þ. e. lieilbrigða skvnsemi). Hún ek- ur i einkalögreglubíl sinum, iðkar daglega leikfimi og keppir við karl- lögregluþjónana í þvi, að skjóta af skammbyssu. Hún er ekki einvörð- ungu vel að sér i glæpamálabók- mentum, lieldur kann hún mjög sæmilega skil á bókmentum Noi’ður- landa, þeim, er þýddar bafa verið á ameríska tungu. Húu er siðmentuð kona, sem ann starfi sínu eins og raunar flest sannmentað fólk. Og hún fylgist allra manna best með hinum gífurlega liraða, sem einkenn- ir daglega lífið í stórborgum Banda- ríkjanna. Það er eiginlega ekki fyr en eftir Bandaríkjunum Iieimsstyrjöldina, að kvenlögreglu- þjónum fer verulega að fjölga vest- ur í Bandaríkjum. Stríðið markaði í þessum efnum sem víðar merkileg tímamót. Nú fjölgar þeim konum liins vegar jafnt og þétt, sem starfa í þágu lögreglumálanna vestra. Og í öllum borgum, sem eru að íbúa- fjölda á borð við Reykjavík eða það- an af fjölmennari, finnast konur í lögregluliðinu. Það er fyrst og fremst bin mikla aukning á afbrotum meðal æsku- lýðsins vestra, sem gert hefir það að verkum, að konur hafa í stórum stíl verið kvaddar þar til lögreglustarfs. Glæpahneigð æskunnar í Bandaríkj- unum er fyrir löngu orðin ráðandi mönnum landsins ærið áhyggjuefni. í baráttunni gegn þessu þjóðarböli er fólgið veigamesta viðfangsefni kvenlögreglunnar þar i landi. Ment- un hennar er einmitt miðuð við þörf unglinganna á margs konar vernd og hjálp á hinni hálu braut freistinga og afbrolahneigðar. Fáar borgir í Ameríku eiga sér betra kvenlögreglulið en Detroit, bær Henry Fords. Þar eru fjórir lögreglu- stjórar. Einn af þeim er kona, Eleo- nor Hutzel að nafni. Hjá henni starfa 54 kvenlögregluþjónar. Varðstarfið er mikilvægasta starf- semi amerísku kvenlögreglunnar i baráttu hennar fyrir siðgæðisvernd æskulýðsins. Þetta starf vinnur liún i félagi við karllögregluna, enda þótt hver lögregluþjónn sé að jafn- aði einsamall. Og starfið er vitan-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.