Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN Fótatak þeirra, sem framhjá ganga Smásaga eftir Hans Klaufa EG ER AÐEINS fatlaður skó- smiður, en ég vinn fyrir mér á heiðarlegan hátt og þykist hafa sama tilverurétt og riki maðurinn, sem býr hér beint á móti. Þann fyrsta hvers mánaðar greiði ég húsa- leigu mina, fæði og fatnað, og ég greiði einnig skilvíslega skatta og opinher gjöld. Skilvísi er mér í blóð borin. Fötlun mín fyllir mig oft og tíðum öfund og gremju í garð þeirra, sem heilbrigðir eru. Ég veit, að þetta er rangt af mér, en ég fæ ekki við það ráðið. Stundum er það líka með- bræðrum mínum að kenna, að þess- ar tilfinningar vakna í hrjósti mínu. Mér finnast þeir fáu menn, sem ég hef afskipti af, líta niður á mig og sýua mér lítilsvirðingu vegna bækl- unar minnar. Þetta eru hinir svo- kölluðu viðskiptavinir mínir. Menn, sem koma til min með sína gatslitnu og hælaskökku skó til viðgerðar. Þeir lcoma inn í vinnustofu mína, fleygja skónum sínum á borðið, fara um það fáeinum orðum, að viðgerð- in verði að vera fljótl og vel af hendi leyst, og hverfa síðan á I)rott. Nokkr- um dögum seinua koma þeir aftur og sækja hina viðgerðu skó. Ég rétti þeim skóna, vafða innan i gamalt Morgunhlað eða Vísi, um leið og ég segi: — Sex krónur og fimmtíu aura, takk. —■ Þá fleygja þeir í mig snjáð- um tíu króna seðli. Ég leysi spotl- ann utan af buddunni minni og gef þeim þrjár krónur og fimmtíu til baka. Síðan kasta þeir þurlega á mig kveðju og fara leiðar sinnar. Þetta eru öll þau viðskipti, sem ég hef af meðbræðrum mínum. Engum þess- ara manna dettur í hug að mæla til mín lilýlegt orð eða brosa vingjarn- lega við mér. Engum þeirra kemur til hugar, að ég sé einstæðingur, sem taki fegins hendi við örlitlu vináttu- merki. Einstæðingur, sem þrátt fyr- ir vanskapaðan líkama á þó í fórum sínum ódauðlega sál, er býr vfir fögr- um draumum og þráir samlíf og samúð annarra marina. Ég er mað- ur en ekki dýr, skapaður i guðs mynd, þó áð ofurlítið hafi þar út af brugðið. Kuldalegt viðmót sæi'ir sál mína og gerir tilveru mína enn skuggalegri. Skósmíðavinnustofa mín er í kjall- ara á gömlu timburhúsi, sem stend- ur við alfaraveg. Ltill gluggi er á stofunni, hálfur í jörð. Það er þessi litli gluggi, sem mótar sjóndeildar- hring minn. Inn um hann gægjast sólargeislarnir, sem lýsa upp tilveru mína. Gegnum þennan litla glugga nýt ég lífsins. Inn um hann laumast liinn annríki dagur og þögula nótt. Gegnum hann hefur hamingjan sótt mig heim og sorgin lagst þyngst að mér. Sorgin er fylgifiskur hamingj- unnar. En þrátt fyrir alt gæti ég ekki lifað, ef þessi gluggi væri byrgður. Til þess að stytta mér stundir, hef ég lamið mér að lesa fótatak þeirra, sem framhjá ganga. í fyrstu reynd-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.