Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN
15
ekkert nafn vera til, sem væri nógu
fallegt fyrir liana. í huga mínum
kallaði ég hana Blið, aðeins til þess
að greina hana frá öðrum. Með
hverjum deginum, sem leið, óx ást
mín til hennar. Svo var það dag einn,
að óvænt hamingja harði að dyrum
vinnustofu minnar. Lítill drengur
kom með skó til viðgerðar. Skórnir
voru vafnir innan í hrcf, og hann
lagði þá á horðið hjá mér. Hann
nefndi nafn eigandans, hversdags-
legt kvenmannsnafn, kvaddi og fór,
rétt eins og allir aðrir, sem sama
erindi áttu. Ég var önnum kafinn,
og ég lét skóna eiga sig í fáeina daga.
Svo kom röðin að þeim. Um leið og
ég tók hréfið utan af skónum, hætti
hjarta mitt rétt sem snöggvast að
síá. Skórnir voru af Blíð, höltu stúlk-
unni minni. Ég þekti þá. Ég hefði
þekt þá innan um þúsundir af skóm.
Fyrst var eins og ég þvrði ekki að
snerta þá, eins og ég væri hræddur
um, að liendur minar myndu saurga
þá.
Eftir að ég hafði horft á skóna um
stund, fór ég um þá höndum, hægt
og gætilega. Mér fanst ég vera að
strjúka hljóðfæri, sem leikið hafði
verið á angurblítt lag, er gagntekið
hafði einmana sál mína. Svo gerði
ég við skóna. Ég vandaði mig eftir
föngum. Engir skór hafa nokkurn
tíma verið sólaðir með annari eins
nærgætni. Ég þorði varla að láta
höggin ríða á þeim, og viðgerðin tók
mig langan tíma. Þegar litli dreng-
urinn kom að sækja þá, laug ég að
honum. Ég laug því, að skórnir væru
ekki húnir. Ég átti svo hágt með
að sjá af þeim. Það er ef til vill
heimskulegt, að leggja ást á dauða
hluti, en ég gat ekki að þessu gert.
Þetta voru þó skórnir hennar. Svo
fékk ég samviskuhit af þvi, að ég
skyldi halda þeim svona lengi. Ef
til vill voru þetta einmitt þeir skór,
sem henni þóttu þægilegastir. Næst
þegar drengurinn kom., afhenti ég
honum þó. Ég reiddist, er ég sá, hve
kæruleysislega hann handlék skóna.
Hann vissi auðsjáanléga ekki, hví-
líka dýrgripi hann var með. Eftir að
hann var farinn með þá, fanst mér
dimma í vinnustofuhni minni.
Næst þegar Blið gekk framlijá,
gladdi það mig að sjá, að hún var á
skónum, sem ég hafði gert við. Ég
þóttist viss um, að hún fyndi, hve
mikið ég hafði vandað mig við við-
gerðina, og að hún hlyti að vei’a mér
þakklát. Eg heið þess með óþreyju,
að fótatak hennar skilaði þakklæti
til mni. En sú von hrást mér. Fóta-
tak getur svo oft verið þrákelknis-
legt. Þegar leið á sumarið, fór ung-
ur maður að ganga með Blíð fram-
hjá glugganum mínum. Ég hataði
fótatak lians, og sál mín varð gagn-
tekin af afbrýðissemi. Ég óskaði þess
heitt og innilega, að þessi ókunni
maður sendi mér skóna sína til við-
gerðar. Ég skyldi ná mér niðri á
þeim. En mér varð ekki að ósk
minni. Ég hafði reyndar enga ástæðu
lil að vera afhrýðissamur. Fótatak
])eirra lét aldrei vel hvort að öðru,
en það fylgdi því svo ónotaleg þögn.
Og ég vissi, að þögnin er einn þátt-
u r ástarinnar. Mér tókst ekki að kæfa
afhrýðissemi mína. Afhrýðissemin
er svo lífseig, hversu ástæðulaus.
sem liún annars kann að vera. Þeg-