Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 7
SAMTiÐIN Október 1940 Nr. 66 7. árg. 8. hefti IFRÉTTUM, sem hingað berast af styrj- öldum utan úr heimi, koma sjaldan fram þær hugsanir, sem bærast í sálum hermannanna á vígstöðvunum. Fréttirnar skapast hjá þeim, sem tefla fólkinu fram í dauðann, eins og peðum á taflborði, enda bera þær oftast nær á sér greinilegt ó- sannindamerki. Þær eru a. m. k. alloft nær því, sem herstjórnin vildi vera láta en því, sem raunverulega hefur gerst. Stríðspólitíkin er nú einu sinni þannig, að reynt er í lengstu lög að halda á lofti því litla, sem áunnist hefur, en gert er sem allra minst úr því tjóni, sem fréttaaðilinn hefur orðið fyrir. — I eftirfarandi bréf- kafla fá menn hins vegar að heyra, hvern- ig göfugur hermaður, sem væntir dauða síns á hverri stundu, hugsar. líréfið er frá enska herforingjanum, Arthur G. Heath, sem féll á vesturvígstöðvunum 8. okt. 1915. Það er til móður hans, dags. í Flandern 11. júní 1915: „Elskulega móðir mín. Það er sunnudagur, og mig langar til að segja þér dálítið, sem ég hef lengi búið yfir. Þegar ég kvaddi þig, sagði ég þér, að ekkert fengi mér jafnmikillar áhyggju og tilhugsunin um það, að þér félli þungt, að ég yfirgæfi þig eða félli. Nú þegar dauðinn er á næstu grösum, hef ég einn- ig áhyggjur af þessu. Ég óttast ekki dauð- ann. Hins vegar þykist ég skilja, að ef ég fell, muni slíkt verða þér og öðrum ást- vinum mínum hrygðarefni. Þess vegna skrifa ég þér þetta bréf, til þess að reyna að gera þér skiljanlegt, að ástæðulaust sé fyrir ykkur að vera sorgbitin, þó að ég deyi. Við, hermennirnir, gerum Iítinn mun á lífi og dauða, cnda erum við oft milli heims og heljar. Lífið er í raun og veru niiklu síður undir því komið, hve langt það er, heldur en hinu, hvernig því er lifað. Sumar stundir lífsins eru svo dá- samlegar, að það er gersamlega tilgangs- laust að ætla sér að mæla þær í mínútum eða klukkustundum. Máttur þeirra er svo mikill, að þær geta sett mót sitt á alt hið ófarna æviskeið okkar og verið okkur ó- þrotleg uppspretta nýrrar orku og gleði. í fyrsta skipti, sem ég hlustaði á R e- q u i e m eftir Brahms, fanst mér ég fyrst finna sjálfan mig til hlítar. Ef unt væri að varðveita slíkar stundir og framlengja þær, yrði ekki á neitt betra kosið. Og eins og þessar stundir fylla líf okkar gleði, svo geta og aðrar stundir orkað á líf ann- arra þeim til blessunar. Það, sem veitir mér mesta gleði, er tónlist. Nú vildi ég óska þess, að þið, ástvinir mínir, mættuð, ef ég dey, læra að elska þessa dásamlegu list, ekki einungis til minningar um það Iiðna, lieldur vegna þess, hve tónlistin sjálf er dásamleg. Við elskum öll æsku- stöðvar mínar. En það mundi hryggja mig, að þið hugsuðuð einungis til þeirra með angurblandinni tilhugsun, ef ég dey. Ver- ið þess heldur minnug, hve oft ég átti mér glaðar stundir heima í átthögunum og gleðjist jafnan framvegis, er þið hafið tækifæri til að heimsækja þessar dásam- legu, fornu stöðvar. Veitið mér þá bæn, cf ég dey, að láta ekki það, sem mér þótti vænt um, verða ykkur hrygðarefni, held- ur til fagnaðar, af því að það hefur veitt mér fögnuð. Með því móti getur gleði mín lifað. Ég má ekki til þess hugsa, að ég verði ykkur einungis til hrygðar, ef ég dey.“ Þannig fórust hinum unga, breska her- manni orð. Skyldu ekki ýmsir hermenn hugsa á svipaða lund í núverandi styrj- öld, enda þótt nú sé barist með alt öðr- um hætti en áður hefur tíðkast og við- horf hermannanna séu því nokkuð öðru- vísi en þau voru í skotgröfunum á meg- inlandi Evrópu á árunum 1914—-18?

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.