Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN vaknað mikill áluigi fyrir hitun liúsa með rafniagni, einkum i Hafnarfirði, á Akureyri og í úthverfum Revkja- víkur, þar sem ekki er áætlað, að væntanleg liitaveita nái til. Til þess- ara staða höfum við selt þilofna eða hitunartæki til þess að setja í sam- hand við miðstöðvarkerfi húsanna. Meðal annars höfum við smíðað þess háttar hitunartæki í hústaði yfir- Iæknis og starfsfólksins á Vifilsstöð- um, og enn fremur höfum við sniíð- að hitunartæki handa harnaskólan- um á Akureyri, sem gerð eru fvrir næturhitun. Hita þau vatn í stórum geymum að næturlagi, þegar raf- magn er ódýrt, og er þetta vatn síð- an notað til upphitunar skólans að deginum til. Sams konar tæki höfum við nýlega lokið við að setja upp i Vifilsstaðahæli. Loks höfum við smíðað ýms raftæki fvrir iðju og iðn- að eða breytt eldri tækjum, segir Ax- el Kristjánsson. — Hve mikið hefur Rafha fræn- leitt á þessum þrem starfsárum sín- um ? — Verksmiðjan hefur smíðað samtals 3200 eldavélar, nál. 2800 lausa ofna, um 300 þiiofna og 12 stórar eldavélar handa sjúkrahúsum, gistihúsum og öðrum stofnunum. Þá höfum við smíðað 3 bökunarofna lianda hrauðgerðarhúsum, og er þetta það helsta, sem við höfum smíðað auk hilunartækja þeirra, sem áður eru talin. — Eru ekki erfiðleikar á þvi, að fá efnivörur vegna striðsins? — Jú, talsverðir. Fyrir stríð keypt- um við aðallega efnivörur frá Þýska- landi og Norðurlöndum. En siðan 5 þessi lönd lokuðust, höfum við úl- vegað okkur nauðsynlegt efni frá Englandi og Ameríku. — Ertu ekki nýkominn heim frá Ameriku ? Hvert var erindi þitt þang- að? - Ég fór víðsvegar um Bandarík- in í því skyni að útvega Rafha efni- vörur og til þess að kynna mér nýj- ungar og fi’amleiðsluhætti í ame- rískum raftækjaverksmiðjum. Þar er vitanlega margt að sjá og mikið hægt að læra, en eins og stendur eru örð- ugleikar á því að notfæra sér þær nýjungar svo sem æskilegt væri. Mér tókst að útvega vestan hafs nægilegt efni til reksturs verksmiðjunnar, svo að nú starfar hún aftur með fullum krafti, en frá þvi í júni sl. og fram i ágúst dróst starfsemi hennar veru- lega saman vegna efnisskorts. — Hver eru helstu framtíðarverk- efni verksmiðjunnar? — Þau er ekki hægt að telja á fingrum sér, segir Axel Kristjánsson. —- Rafvirkjun er enn á bvrjunarstigi hér á landi. Hins vegar eru skilyrðin fyrir notkun rafmagns óþrjótandi. Það, sem næst virðist liggja fyrir er hitun húsa í úthverfum Reykjavík- ur og annars staðar þar, sem mikil ónotuð raforka er fyrir hendi mestan lduta sólarhringsins. Ýmsar nýjar lagnir eru áætlaðar í sambandi við Sogsvirkjunina og virkjun Laxár, og hlýtur slikt að skapa Rafha mikil verkefni í framtíðinni. Raftækjaverksmiðjan H/F starfar í stóru húsi, sem er 57 metrar á lengd og 10 metra breitt, nema miðhluti hússins, sem er ÍS1/^

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.