Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN Stríðsgróði EIN AF meginástæðunum fyrii' hinum vitfirringslegu styrjöld- um, sem stöðugl geisa í heimi hér, er gróðafíkn hinna kaldrifjuðu her- gagnasala. Sir Basil Zaharoff, fræg- asti hergagnasali vorrar aldar, var Grikki. Fvrsta afrek hans i hinni miður þokkalegu starfsgrein var það, er hann seldi grísku stjórninni kaf- hát. En af því að sir Basil var livgg- inn kaupsýslumaður, sagði liann Tyrkjum, óvinum þjóðar sinnar, frá þessu, með þeim árangri, að þeir keyptu af hohum, l v o k á f h á t a. í núverandi lieimsstyrjöld hörðust hæði Þjóðverjar og Pólverjar með fallbyssum, sprengjum og skriðdrek- um frá Skoda-vopnasniiðjunum i Pilsen í núverandi Þýskalandi, en þær verksmiðjur áttu að vera undir eftirliti frakkneska vopnasölufyrir- tækisins Sehneider-Creusot! í Búa- stríðinu notuðu hæði Búar og Bretar enska riffla, og sama máli gegndi um Rússa og Japana í styrjöld þeirri, er Jjeir háðú árið 1904. Þegar hreski flotinn sigldi inn í Dardanellasund í síðustu heimsstyrjöld, var honum sökt með hreskum tundurduflum, sem Tyrkjum höfðu verið seld. Þeg- ar þýskir hermenn komu inn í Belg- íu árið 1914, var skotið á þá úr þýsk- um hyssum. Og þegar Frökkum lenti saman við Búlgara í stríðinu 1914— 18, skutu þeir síðarnefndu á þá af frakkneskum vélbyssum. Á einni af þeim fallbýssum, sem Bretar tóku af Þjóðverjum í síðustu heimsstýrjöld og síðan var höfð til sýnis í ensku Sir Basil Zaharoff þorpi, stóð nafn ensku Viekers- vopnasmiðjanna, sem húið liöfðu vopn þelta til. í stjórn Skoda-hergagnaverk- smiðjanna sátu Þjóðverjar og Frakkar ásamt forseta Tckkoslovak- íu! Svo er talið, að þetta fvrirtæki hafi eflt Hiller og þýska nazista- flokkinn vel og dyggilega til valda. Þegar nazistar höfðu hrundið af stað hervæðingu Þjóðverja, gátu Frakk- arnir í stjórn Skoda-verksmiðjanna hent frakknesku ríkisstjórninni á, að nú væri vissara að láta Frakka einn- ig hirgja sig vel upp með vopn frá Skoda. í Spánarstyrjöldinni var skotið af amerískum loftvarnabyssum á ani- erískar flugvélar, og i núverandi styrjöld hafa þýskir, fralckneskir og hreskir flugmenn notað amerískar hernaðarflugvélar. Slíkt er ef til vill ekki sérlegt tiltökumál. Hitt mætti þykja öllu furðulegra, að rétt áður en stríðið skall á liaustið 1939, keyptu Þjóðverjar miklar nikkel- birgðir af Englendingum til her- gagnasmíða. í ágúst 1939 keyptu

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.