Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN ÞEIR VITRU - ..... SÖGÐU: Að verða gamall táknar það að öðlast háan sjónarhól í Iífinu. — Það er sagt, að menn eigi aldrei að sjá aftur þær stúlkur og bækur, sem menn elskuðu, þegar þeir voru um tvítugt. — Sú eina gleði er einhvers virði, sem gerir mennina að skáld- urn. — Skáld verða menn, ef þeir öðlast þá fullkomnun, að geta þakk- að lífinu jafnvel fyrir það örðugasta og beiskasta, sem það ber á borð fyrir þá. — Eins og skáldið tekur af hverri öld það, sem það þarfnast, svo tekur og hver öld sitt af verkum skáldsins. — Sá maður, sem fæst við skuggana, þangað til þeir eru orðnir honum að lifandi verum, fer von bráðar að líta á lifandi fólk sem skugga, og hann verður enn þá meira einmana en nokkur betlari. — Kon- ur elska með eyrunum; karlmenn með augunum. — Úr hjartans stillir sig sjálfkrafa eftir klukku tímans. — Stúdentar! Gefið yður tíma til þess að lifa og vera menn. Lítið ekki á bækurnar eins og óvini yðar, sem þér eigið að sigrast á sem allra fyrst. Leyfið bókunum að verða vinir yð- ar; þá munu þær gera yður að nýj- um og betri mönnum. Þá mun veg- ur háskólans verða mikill. — Það er hverjum einstaklingi höfuðgæfa, ef hann má lifa eins og honum er eðli- legt. — Það eru ekki altaf stórvið- burðirnir, sem við munum best eft- ir, heldur það, sem skeður á réttri stund. — Nautnir stytta mönnum stundir, en opinbera þeim ekki nein- ar nýjungar. — Allir höfum við ort kvæði, er við vorum ungir. Þeir, sem halda slíku áfram, eftir að þeir kom- ast til vits og ára, nefnast skáld. — Sú list er stórfenglegust, sem minst ber á. — Staður getur aldrei náð fullkomnum tökum á okkur, nema eitthvað hafi gerst þar. Hvað væri skerjagarður Stokkhólms í meðvit- und margra án Strindbergs, Tiveden án Heidenstams, Dalirnir án Karl- feldts. Og hvað væri Vermaland án hetja sinna. — Bc Bergman. Heiðarlegt stjórnarfar og heilbrigð- ir verslunarhættir er það besta, sem nokkurri þjóð getur hlotnast. — John Heygate. Breyttu . sjálfur samkvæmt þeim reglum, sem þú kennir öðrum. — Plautus. Sérhver smjaðrari lifir á kostnað þess manns, sem hann smjaðrar fyrir. — La Fontaine. Hvert það þjóðfélag, hvert það skipulag, hver sá flokkur, sem kaupir viðgang sinn fyrir hrörnandi mann- gildi þegna sinna eða fylgismanna, hlýtur að hrynja. — Sigurður Nordal. Sönn kurteisi í umgengni við aðra menn lýsir sér sem hér segir: Kurt- eis maður er stiltur og prúður, þeg- ar við á. Hann er það notalegur í framkomu við aðra, að þeir sýna honum vinsemd. Hann umgengst sér minni menn sem jafningja sína. Hæ- verskur maður getur leikið sér að eldi, án þess að hann brenni sig. — G. H. Lorimer. Bækur eru þessir góðu, gömlu vin- ir, sem aldrei breyta um svip. Þær eru eins í auðlegð og fátækt, frægð og fábreytni. — Macauley.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.