Samtíðin - 01.02.1943, Page 20

Samtíðin - 01.02.1943, Page 20
16 SAMTÍÐIN Helgi frá Þórustöðum: Gömul minning Klökkradda svanir í sárum sungu á skógartjörn. Við sátum þar úti saman, tvö, saklaus og fátæk börn. Hljótt var orðið, og heiður himinn í stjörnum skein. Ég vissi, að þú unnir mér einum, og ást þín var falslaus og hrein. Við áttum eftir að nema óskanna fjarlægu lönd. Þó byggðum við fagrar borgir á bernskuvonanna strönd. T T VERNIG er sá rélti andi iþrótta- ^ T starfseminnar? 1. Að íþrótta- niaður sé ekki montinn. 2. Að hann gefist ekki upp. 3. Að hann heiðist ekki afsökunar, þegar honum mis- tekst. 4. Að hann sé glaður, þó að hann tapi. 5. Að liann berist ekki á, þó að hann vinni. 6. Að hann leiki drengilega. 7. Að liann leiki eins vel og honum er unnt. 8. Að hann hafi gamán af að tefla á tvær hættur. 9. Að hann meti leikinn meira en úrslit lians. (Úr The Efficiency Magazine, Lon- don). Háttvirtu áskrifendur Margir hafa spurt: „Er hægt að gefa út jafn stórt og vandað tímarit og Samtíð- ina fyrir 10 króna áskriftargjald, miðað við hinn gífurlega útgáfukostn- að?“ Slíkt væri alls ekki hægt, ef ritið nyti ekki jafn frábærrar skilvísi kaup- enda sinna og raun er á. Það, sem einn- ig léttir útgáfuna, er, að kaupendum fjölg- ar alltaf jafnt og þétt. Munið, að hver nýr, skilvís áskrifandi, sem þér sendið oss, eykur lifsmöguleika þessa vinsæla timarits að miklum mun. Með því að safna áskrif- endum útvegið þér mönnum frábærlega ódýrt og vinsælt timarit og Iéttið oss út- gáfustarfið að miklum mun. Hjálpið oss til að koma Samtíðinni til sem flestra bóklesandi íslendinga. Með því eruð þér að vinna þarft verk. Áskrifendum i Reykjavík til hægðar- auka er nú hægt að greiða árgjöldin á þrem stöðum í bænum. I austurbæ í BÓKABÚÐ AUSTURBÆJAR, Laugaveg 34. í miðbæ í BÓKAVERZLUN FINNS EIN- ARSSONAR, Austurstræti 1, og í vestur- bæ hjá JAFET á Bræðraborgarstíg 29. Heppilegast er, að menn greiði ritið sjálf- ir, en ef til innheimtu kemur, verður að bæta við árgjaldið 2 króna óhjákvæmi- legum innheimtukostnaði. Sparið yður og oss slíkan aukakostnað og fyrirhöfn. Áskriftarsími Samlíðarinnar er 2526. — Ég elskaði hana, þec/ai’ ég leit hana augnm í fyrsta sinni. — Af Iwerju giftistu henni þá ekki, maður? ..— Ég sá hana tvisvar seinna. — Getur unnusta þín þagað yfir leyndarmáli? — Jái, það er ég viss um. Hún var búin að vera trúlofuð mér í 3 vikur, áður en ég hafði hugmynd um, að nokkuð væri um að vera. ,

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.