Samtíðin - 01.02.1943, Síða 31

Samtíðin - 01.02.1943, Síða 31
SAMTÍÐIN 27 Skopsögur Úr syrpu Hans klaufa. Tveir særðir flugmenn, annar brezkur, en hinn þýzkur, lágu á sömu stofu í sjúkrahúsi. Dag einn spurði sá þýzki þann brezka, hvað hann ætlaði að taka sér fyrir liend- ur, er stríðinu lyki. Sá aðspurði svaraði: —- Iðka íþróttir, golf, knatt- spyrnu, tennis. En þú — hvað ætl- ar þú að gera? — Iðka íþróttir, svaraði sá þýzki. — Ég ætla að fara á reiðhjóli kring- um Stór-Þýzkaland. — Einmitt, sagði sá enski, en hvað ætlarðu þá að gera síðdegis? Ónafngreindur bóndi, sem þekkt- ur er fyrir öfgafullar frásagnir, sagði eitt sinn frá þvi, að hann hefði vaðið Langá að vorlagi, og hefði jakaburður verið svo mikill í ánni, að liann hefði hvað eftir annað orð- ið að beygja sig undir jakana. Einn áheyrandi hans spurði, hvort hon- um hefði ekki verið óskaplega kalt. — Nei, hlessaður vertu, svaraði hóndi, — ég var kófsveittur allan tímann. Sami hóndi sagði eftirfarandi sögu: — Eitt sinn, er ég lá á greni, rann í brjóstið á mér, og dreymdi mig þá, að sex endur flygju yfir mig. Ég þreif bj'ssu mína og skaut. Þegar ég vaknaði, lágu þrjár steiu- dauðar stokkendur rétt hjá mér. Sköminu eftir að hinn nafnkunni nazisti, Rudolf Hess, flaug til Eng- Bækur Pappír Ritföng BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR eru beztu fisKibaiavé.arnar. — Traustar. Endingargóðar. Snún- ingshraði 325—400 á mínútu. Fyrstu vélarnar eru að koma til landsins. Allar upplýsingar gef- ur Bjarni Pálsson, vélstjóri. — r Arnason, Pálsson & Co h.f Lækjargötu 10 B, Reykjavík. Sími 5535.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.