Samtíðin - 01.06.1943, Page 17
SAMTlÐIN
13
liennar var Rósa, kona Guðmundar
Höllusonar í Búrfelli. Svo er nier
sagt, að minnsta kosti.
Ég brosti og þagði við þessu.
— Svo að Víglundur var í kosn-
ingasnatti. Mikil rassaköst eru i
þeim manni!
— Hann er umsvifamikill, skulum
við segja!
— Mældir þú þar miklar flatneskj-
ur og vel af liendi leystar?
— Ekki eru þær til fyrirmyndar,
verð ég að segja. En þær nema all-
mörgum dagsverkum á skýrslu!
Birgir blés við.
— Hann býr nú á aimarri jörð
líka, þó að Stóru-Brávellir séu langir
og breiðir.
— Svo, það vissi ég ekki. Ilvaða
jörð?
— Hann býr einnig á benni Kreppu.
Ég leit spurnaraugum á Birgi.
Hann situr líka að gæðum Kreppu-
lánasjóðs, býr í þeirri vilpu!
— Svo að skilja. Þar er Viglundur
ekki einn um hituna.
-— Ekki enn að visu, og þó lield ég
liann liafi leikið á jiví sviði einstakt
bragð.
Eg spurði enn með augunum.
— Jú, hann kom til granna síns,
áður en bann fékk fimmtíu þúsund
króna eftirgjöf lögum samkvæmt,
og bað hann nágrannann að lána sér
þúsund krónur, um stundar sakir.
Svo notaði liann sér að láta þessa
uppbæð falla að mestu með öðruip
skuldum. Þessa brellu lék hann af
yfirlögðu ráði. Það veit ég með vissu!
Ég þagði við þessu. Hvað gat ég
sagt? En allt í einu losnaði um mál-
bein mitt:
— Hvað hefir orðið af öllu þessu
fé?
— Hvað hefir orðið af því?
Það er von, að þú spyrjir. En get-
um má leiða um þá eyðslu. Ef
til vill befur Víglundur keypt sér at-
kvæði báttvirtra kjósenda. Hann
kann að liafa styrkt flokkinn með fé.
Það er hugsanlegt, að á bann bafi
fallið ábyrgðir þar í liöfuðstaðnum.
Og svo er heimilissukkið. Rósamunda
er evðslukló, og búskapur gengur á-
valll á tréfótum, þar sem liúsbónd-
inn er aldrei heima. Börnin hafa
gengið í skóla og verið svo að segja
iðjulaus beima. Skilurðu nú?
Birgir tók viðbragð og mælti í
annarri og mýkri tóntegund:
— Nú er meira en mál að bjóða
þér betri mat en þenna. Þú getur nú
melt þessa bita, meðan ég tala við
kyenþjóðina, kyngt munnvatninu og
kveikt í tóbakspípu, ef þú reykir.
EGAR ÉG var búinn að matast,
mælti Birgir og lét brýrnar
siga:
—■ Ég var ekki alveg búinn að leysa
ofan af skjóðunni áðan. Það er mér
alveg óskiljanlegt, hvernig íslenzkir
bændur geta falið Viglundi á Völlun-
um og bans líkum að Iiúa fyrir land-
ið og þjóðina. Það gengur yfir mig.
En sleppum nú því. Úr því að ég liefi
engar jarðabætur að sýna þér, get ég
lofað þér að þefa úr þvi heyhári, sem
ég ællaði að fleygja í hestinn þinn,
ef þér sýncbst að liýsa hann. Hefirðu
gaman af að líta inn í fjóslilöðima
mína?
Ég játaði því, og við gengum út að
fjósldöðu. Bóndi lauk Iienni upji mcð