Samtíðin - 01.06.1943, Side 24
20
SAMTÍÐIN
Börn flatheskjunnar mega þessi
nýju skáld vel Iieita, og þau geta verið
góð á sína vísu, og auðvitað er þeim
velkomið að vera þar, sem þau vilja,
og vinna eins og þau vilja. Þau verða
bara aldrei jafn mikils virði eins og
börn klungursins fyrir sína þjóð og
sína tungu. Hitt er svo auðvitað rétt,
að allir, sem yrkja rímuð ljóð, eru
ekki miklir menn á því sviði. Sannast
þar, að misjafn er sauður í mörgu fé,
en við þvi er ekki hægt að gera sem
betur fer. Mennirnir verða aldrei allir
jafnir, listamennirnir ekki heldur.
Skyldi annars nokkur maður læra
órímuðu Ijóðin? Það er mikill kostur
við hin, að þau eru jafnan lærð mik-
ið. Það styttir mönnum stundirnar að
hafa þau yfir, ekki sízt alþýðumann-
inum við sín daglegu störf, og við það
tileinka menn sér einnig þá hugsun
eða kenningu, sem í þeim felst. Með
þeim hætti greipist hæði efnið og
formið inn i meðvitund þjóðarinnar
og býr þar jafnvel öldum saman.
Vel má líkja þessum tveim tegund-
um Ijóðskálda við mann, sem ríður
með björgum fram, björgum þjóð-
lífsins. Annar hefur litskúf í liendi og
málar mynd, hugsun á hamraveginn.
Hinn liefur meitil og hamar i hendi.
Hann meitlar sína mynd, sína hugs-
un í bergið. Myndirnar, hugsanirnar,
eru báðar jafn góðar. Hvor mun end-
ast lengur, og því hafa meira gildi
fyrir alda og óborna?
Lengi lifi „börn ldungursins“.
Gísli Helgason.
t
Gefið vinum yðar eins eða fleiri
ára áskrift að Samtíðinni.
Lýsissamlag
íslenzkra
botnvörpunga
Símar: 3616, 3428
Simn.: Lýsissamlag
Reykjavík.
•
Stærsta og fullkomnasta
kaldhreinsunarstöð á íslandi.
•
Lýsissamlagið selur lyfsölum,
kaupmönnum og kaupfélögum
fyrsta flokks kaldhreinsað með-
alalýsi, sem er framleitt við hin
allra heztu skilyrði.
Þjóðfræg
vörumerki
Tip Top-þvottaduft
Mána-stangasápa
Paloma —
óviðjafnanleg handsápa.