Samtíðin - 01.11.1943, Page 23

Samtíðin - 01.11.1943, Page 23
SAMTlÐIN 21 hvítri skykkju með liáa, óvenjulega kórónu, er huldi andlit hans hak við slæðu úr hangandi perlum, var eins og vera frá annarlegu tímabili. Þegar hátíðin hófst, fylltist torgið af sterkum litum og villimannlegum, en undurfögrum, háttbundnum hreyfingum, er höfðu svo löfrandi og sefjandi áhrif á okkur Evrópu- mennina, að við gleymdum stað og stund. Grannvaxnar hirðdansmeyjar, sem voru að mestu naktar og eir- litar á hörund, liðu framhjá i löng- um röðum með þeirri djörfung, reisn og stílfestu, sem sönnum snillingum er eðlileg. — Batwa-dvergar, örstutt- ir og gildvaxnir, sungu og dönsuðu með afkáralegu látbragði og kækj- um, er minnti á óhugnan frumskóg- anna við miðbaug jarðar. — Stæltir og tröllslegir Watussi-hermenn stukku yfir torgið undir dunandi tón- um hljómsveitarinnar og voru i aug- um okkar eins og fullkomlega nýir menn, villtar, eldlegar hetjur, ger- ólíkar öllu þvi mannkyni, sem við áður þekktum. í tröllslegri nekt sinni og hrikaleik tókst þeim til lilítar að varðveita liina fullkomnu austur- lenzku ró i svip og fasi. Skyndileg þögn — og fram geyst- ust 50 smávaxnir skjaldsveinar, er tónuðu þessi orð: — Fyrir konung minn er ég reiðubúinn til að dej^ja! Og að lokum, eftir nokkurra klukku- stunda látlausar hátíðasýningar viku hermenn, dvergar og dansmeyjar af torginu fyrir hetjum dagsins, trumhuslögurunum. Það var undir það, að slætti þeirra var lokið, sem Rudahigwa konungur hirti mér full- kominn vott hollustu sinnar og vin- Önnumst húsa- og skiparaflagnir, setjum upp vindrafstöðvar fyrir sveitabæi og útvegum allt efni til þeirra. Sjáum um teikningar af stærri og smærri rafveitum.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.