Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN Nóbelsskáldkonan Gabriela Mistral ANN 15. nóvember s. 1. ár voi'u fjórir afburðamenn sæmdir NóbelsverðLaunum. Eðlisfræðiverð- launin féllu í lilut austurriks liá- skólakennara, Wolfang Pauli að nafni. Eðlisfræðiverðlaunin lilutu finnskur háskólakennari, Artturi Virtanen, og þýzki prófessorinn Otto Hahn. En bókmenntaverðlaunin fóru ekki til íslands, eins og menn Iiafa þó fyrir löngti vænzt, heldur alla leið suður til Chile, eða réttara sagt til Br.asiliu, og viðtakandinn var skáldkona nokkur, Gabriela Mistral að gervinafni. Öhætt mun að fullyrða, að næsla fáir íslendingar hafa áður heyrt þessa konu nefnda, en vitanlega getur hún verið prýðilegt skáld fyrir þvi, eink- um þegar á það er litið, að sérgréin hennar er ljóðagerð, en á því sviði erum við næsta ófróðir utan Islands. Hins vegar var Gunnar Gunnarsson og fleiri íslenzkir höfundar vel kunn- ir meðal læsra manna allar götur austur til Kóreu fyrir stríð, livað þá meðal Norðurlandaþjóða, og verður fróðlegt að vita, hvenær Sænska aka- demían minnist Islendings í sam- handi við Nóbelsverðlaunin. Menn skyldu ætla, að það ágæta fólk, sem veitt hefur framliðnum manni (E. A. Karlfeldt) bókmenntavefðlaun Nóbels, mundi hafa sæmilegt yfirlit um raðir mestu andans og tækninnar manna í tölu lifandi skálda og rit- höfunda. hm þetta var nú aðeins út- Gabriela Mistral úrdúr, scm langaði til að komast á prent. AÐ, SEM liér fer á eftir, er að mestu þýtt úr grein um Nóbels- skáldkonuna Gahrielu Mistral eftir Kirsten Schottlánder, er hirtist í danska blaðinu Politiken 16. nóv. 1945. Gahriela Mistral heitir réttu nafni Lucila Gody y Alcayaga. Hún er fædd i Vicuna, smáhæ í Norður-CIiile, árið 1889. Faðir liennar var skóla- kennari, einkasystir hennar kennslu- kona, og sjálf hóf hún barnakennslu í þorpsskóla einum 15 vetra gömul. Um svipað leyti tók hún að skrifa greinar, og birtust þær í blöðunum þar um slóðir undir réttu nafni. Tæp- lega tvitug kynntist hún ungum járn-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.