Samtíðin - 01.05.1948, Page 17

Samtíðin - 01.05.1948, Page 17
SAMTÍÐIN 13 henni til að bægja hugsunum henn- ar frá vinunum í líkhúsinu. Klukkan var fimm daginn eftir, þegar hún loksins komst hcim til frú Bowen. Fyrst hafði hún orðið fyrir ýmsum óþægindum. Hún varð að tala við blaðamenn, og það voru teknar af lienni myndir. Eftir ])að var hennar fyrsta verk að fara til skrifstofu Griscomes málafærslu- manns og fastsetja fé til framfærslu frú Bowen og Birdie, dóttur liennar. „Það gæti eittlivað komið fyrir mig“, sagði hún, þegar lögfræðingur henn- ar hafði orð á því við liana, að ó- þarfl væri að flýta sér svona; hún ætti að hvíla sig fyrst. „Ég gæti orðið fyrir bílslysi eins og þabbi og mannna. Ég get ekki lagzt rólég til svefns, fyrr en ég hef gengið frá þessu. Fjármálin eru aðeins veiga- lítill liluti af því, sem ég þarf að ganga frá. Aðeins hyrjunin að hreyttu viðhorfi mínu til lífsins, en geta þó haft ómetanlega mikla þýð- ingu fyrir aðra. Hún fór með frú Bowen og Birdie lil að tala við þá, sem áttu að sjá um jarðarförina. Hún beið í biðstof- unni, meðan þær fóru inn í skrif- stofuna. Það er undarlegl, hve hvers- dagslegar hugsanir geta læðzt inn í huga manns, jafnvel á alvarlegustu augnablikum lífsins. Hún var að hugsa um það, að Griscomes og Cle- ment höfðu haft meira annríki henn- ar vegna þennan eina dag en öll sjö árin samanlögð, síðan hún varð einkaerfingi Perry-auðæfanna. Frú Bowen og Birdie voru alveg útgrátriar, þegar þær komu aftur fram, „Þetta hlýtur að vera draum- ur“, sagði vesalings móðirin og þurrkaði af sér tárin. „Billie getur ekki verið dáin. En ef svo er og hún veit, hvað gerist liérna megin, þá er ég viss um, að hún er glöð og þakklát yður fyrir allt það, sem þér hafið gert“. „Hún veit það, kæra frú Bowen“, sagði Maxine og brosti angurvært. Frú Bowen undraðist svaVið. Hún bjóst ekki við, að ungfrú Pcrry væri lrúuð“. Maður skyldi ætla, að það hefði verið mannmargt í skrauthýsi Perry-fjölskyldunnar fyrsta kvöldið eftir heimkomu Maxine, en svo var ekki. Hún hafð'i gefið skipun um að sinna hvorki síma né dyrabjöllu. En um níu-leytið, þegar hún var ný- búin að borða miðdegisverð, kom gamli þjónninn hennar með skilahoð frá hr. Marsliall. „Hann skrifaði mér“, sagði hann, og augu hans ljómuðu, „og bað um að fá að sjá yður aðeins rétt sem snöggvast". Maxine lineigði liöfuðið til sam- þykkis. Hún gat ekkert sagt. Hún kom heldur engu orði upp, þegar Hilary kom inn til hennar. En hvað gerði það til; liann var líka orðlaus. Hann laut niður að lienni og kyssti hendur hennar. Þegar hann leit upp, voru augu hans tárvot. „Þú hefur verið í víti“, stundi hánn loks upp. „Nei, nei, aðeins í hreinsunareldinum“, leiðrétti Max- ine hann. Svo talaði hann um, hve vinir hennar, þar á meðal hann sjáífur, hefðu verið hræddir um liana. Hann talaði nú eins og hver annar kunn- ingi mundi hafa gert.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.