Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 8
8 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Forseti Íslands synjar staðfestingu Icesave-laga NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Helstu námsgreinar: » Sölukerfi - 18 stundir » Launakerfi - 24 stundir » Fyrningar - 12 stundir » Lán - 18 stundir » Skattskil - 24 stundir » Afstemmingar og lokafærslur - 18 stundir » Gerð ársreikninga - 30 stundir » Lokaverkefni - 24 stundir BÓKARANÁM FRAMHALD 68 stundir - Verð: 198.000.- Kvöldnámskeið 8. feb. - 17. maí. Morgunnámskeið 8. feb. - 17. maí. Frábært námskeið fyrir alla sem hafa almenna þekkingu á bókhaldi. Að loknu námskeiðinu eiga nemendur að vera færir að sjá um viðskiptamannakerfi, launakerfi og vera færir um að framkvæma einföld uppgjör á bókhaldi ásamt öllum þeim afstemmingum og lokafærslum sem þarf fyrir skil til endurskoðanda. Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is LÖGIN FRÁ Í SEPTEMBER Verði eftirstöðvar af láninu 2024 verði að semja upp á nýtt. Ríkisábyrgðin tekur ekki gildi fyrr en Bretar og Hollending- ar hafa samþykkt fyrirvara. Skuldbindingar Tryggingarsjóðs séu háðar sömu fyrirvör- um og ríkisábyrgð. 1) Lánasamningar túlkaðir í samræmi við Brussel-viðmið (um erfiðar og fordæmalausar aðstæður Íslands.) 2) Komið verði í veg fyrir aðför að eignum Íslands. 3) Yfirráð yfir náttúruauðlindum tryggð. Sett hámark á afborganir sem ekki verði farið yfir. 1) Mat Eurostat á vergri landsframleiðslu. 2) Miðað við meðallag miðgengis Seðlabankans árlega. Látið reyna á hvort kröfur Tryggingarsjóðs í þrotabú Landsbankans séu forgangskröfur. LÖG UM BREYTINGAR Verði eftirstöðvar af láninu 2024 framlengist samningur til 2030 og þá um fimm ár til ef með þarf. Fellt úr gildi. Bretar og Hollendingar höfnuðu sumum fyrirvörum. Fellt úr gildi. 1) Brussel-viðmið aðeins til hliðsjónar, ekki beitt við túlkun. Ensk lög gilda um samningana. 2) Sagt tryggt. 3) Sagt tryggt. Sett hámark á afborganir, en þó tryggt að vextir verði ávallt greiddir sem gætu farið yfir hámark, en talið ólík- legt. Gólf á greiðslum þar sem vaxtagreiðslur eru tryggðar. 1) Mat AGS á vergri landsframleiðslu. 2) Miðað við meðal- lag miðgengis Seðlabankans ársfjórðungslega. Svipað ákvæði í viðaukasamningum. Þó veikamikill munur: 1) Ekki útilokað að viðsemjendur eigi frekari kröfur en sjóðurinn. 2) Niðurstaða íslenskra dómstóla má ekki vera í andstöðu við ráðgjafandi álit EFTA-dómstóls. 3) Niðurstöður íslenskra dómstóla breyta ekki sjálfkrafa samningi. Greiðslutími Fyrirvarar samþykktir Tryggingarsjóður Forsendur ríkisábyrgðar Greiðsluhámark Hagtölur Forgangskröfur Innan tíðar verða lög um breyt- ingar á ríkisábyrgð vegna Icesa- ve borin undir þjóðina til synjun- ar eða samþykktar. Þar fær hún tækifæri til að taka afstöðu til þess hvort þær breytingar sem Alþingi gerði á fyrri lögum um málið, sem samþykkt voru í september, verði grundvöllur samninga við Breta og Hollendinga. Atkvæðagreiðslan gengur þannig ekki út á hvort eigi að greiða skuldbindingar vegna Icesa- ve, heldur hvernig þeim greiðslum verður háttað og hvaða fyrirvarar gilda um þær. Lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson skrifaði greinargerð sem fylgdi breytingartillögunum. Þar fór hann yfir mismun á ákvæð- um viðaukasamninga breytingar- tillagnanna og ákvæðum laganna frá því í september. Þar sem kjós- endur taka afstöðu til breyting- anna í þjóðaratkvæðagreiðslunni tók Fréttablaðið saman það helsta úr greinargerð Helga Áss. Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar HR, segir í raun eitt atriði standa upp úr fyrirvör- um fyrri laganna, þegar kemur að greiðsluákvæði; greiðslutíminn. Hann telur litlar líkur að komi til þess að taka þurfi afstöðu til með- ferðar eftirstöðva eftir árið 2024. Mikið þurfi að gerast til að lánið verði ekki að fullu greitt þá. Hann segir það að mörgu leyti vafamál hvað í raun sé verið að setja í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Björg Thorarensen, deildarfor- seti lagadeildar HÍ, segir lagalega fyrirvara fyrri laganna vera víð- tæka, þeir hafi verið mjög afdrátt- arlaus skilyrði ríkisábyrgðar. Samningunum hafi verið breytt, en hluti fyrirvaranna hafi komið fram í viðaukasamningum og hluti í lögunum sem forsetinn neitaði að undirrita. kolbeinn@frettabladid.is Þjóðin kýs um hvort lögum verður breytt Þjóðin mun taka afstöðu til breytinga á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave. Hafni þjóðin þeim þurfa viðsemjendur að samþykkja fyrirvara í eldri lögum sem þeir hafa áður hafnað. Þá verður Icesave-skuld greidd eftir eldri lögunum. BJÖRG THORARENSEN FRIÐRIK MÁR BALDURSSON Þ a ð m u n d i standast stjórn- arskrána að Alþingi felldi Icesave-lögin úr gildi í stað þess að vísa þeim til þjóðaratkvæða- greiðslu. Það er þó pólitískt ólík- legt að núver- andi ríkisstjórn- arflokkar afgreiði málið með þeim hætti. Þetta er mat Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Í sama streng tekur Eiríkur Tómas- son, lagaprófessor við HÍ. „Hins vegar er spurning hvort það sé pólitískt mögulegt fyrir núverandi stjórnarflokka að aftur- kalla lögin,“ segir Gunnar Helgi. Hann vísar til þess að sumir leið- togar ríkisstjórnarflokkanna hafi gagnrýnt það harðlega árið 2004 að ríkis- stjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks felldi fjölmiðlalög úr gildi eftir synj- un forseta án þess að vísa þeim til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Margir stjórnarandstæðingar þess tíma hafi þá talið það brjóta gegn stjórnarskránni að vísa mál- inu ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir synjun forsetans. Eiríkur segir að það myndi hins vegar ekki standast stjórnarskrána að leggja fyrir Alþingi frumvarp með minni háttar breytingum á Icesave-lögunum á Alþingi. Gunnar Helgi segist sammála Eiríki um það. - pg Prófessorar um synjuna á breytingum Icesave-laga: Ógilding lögleg en pólitískt ólíkleg GUNNAR HELGI KRISTINSSON EIRÍKUR TÓMASSON Allir helstu fjölmiðlar heims skýrðu frá því á vefsíðum sínum í gær að forseti Íslands hefði ákveð- ið að vísa Icesave-lögunum til þjóðaratkvæðis. „Ísland neitar að borga bankaskuld“, segir í fyrir- sögn danska dagblaðsins Politik- en og þýska tímaritið Spiegel talar um bakslag í málinu. Víða er vitnað í danska sér- fræðinginn Lars Christensen hjá Danske Bank, sem sendi frá sér yfirlýsingu í gær: „Þetta mun stefna í alvarlega hættu samningi Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn og getur því dýpkað enn frekar hina alvarlegu efnahags- og fjár- málakreppu á Íslandi,“ segir hann. Á vefsíðum þýska tímaritsins Spiegel er Hans van Baalen, þing- maður á Evrópuþinginu, sem segir ótækt að hleypa Íslandi inn í Evr- ópusambandið ef íslenska þjóðin hafnar Icesave-lögunum. Í hollenskum fjölmiðlum er einn- ig rætt við þingmanninn Frans Weekers, sem segist hafa fengið nóg af Íslendingum: „Þetta land er ekki traustsins vert. Við erum nógu góð fyrir þau þegar þau þurfa peninga en ekki þegar kemur að endurgreiðslu.“ - gb Grannt fylgst með utanlands: Neitunin vekur víða furðu STRÍÐ VIÐ ÍSLAND Bloggarinn Iain Mart- in á Wall Street Journal veltir því fyrir sér hvort Gordon Brown ætli að gera innrás. Fyrir Alþingi liggja tvö frumvörp um fyrirkomulag þjóðaratkvæða- greiðslu, eitt stjórnarfrumvarp og annað þingmannafrumvarp. Allsendis er þó óvíst að við ann- aðhvort þeirra verði stuðst við fyrirkomulag þessarar atkvæða- greiðslu. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að hægt væri að fara aðrar leiðir en að byggja á stjórn- arfrumvarpinu. „Það væri hægt að smíða einfaldara frumvarp sem gengi hraðar í gegnum þingið og svo er líka möguleiki á að byggja atkvæðagreiðsluna á reglugerð. Við skoðum hvernig þetta verður fljótast og best gert.“ Málið var rætt á þingflokki Vinstri grænna í gær, en engin ákvörðun tekin. Alþingi hefur ekki enn verið kallað saman, að sögn Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur þingfor- seta. Hún segir það hins vegar taka skamman tíma þegar til kemur. - kóp, bþs Ekki endilega stuðst við stjórnarfrumvarpið: Óvíst hvaða reglum verður kosið eftir Á ALÞINGI Tvö frumvörp liggja fyrir þinginu um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu. Að mati forsætisráðherra kemur til greina að smíða einfaldara frumvarp sem færi hratt í gegnum þingið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.