Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 15
Gulleggið Hugmyndakeppni frumkvöðlanna Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 6. janúar 2010 – 1. tölublað – 6. Forkólfar viðskiptalífsins Krefjandi ár og jákvæð merki MP Banki var með hæstu mark- aðshlutdeild allra markaðsaðila í viðskiptum með skuldabréf í Kauphöll Íslands (NasdaqOMX) á síðasta ári, samkvæmt frétta- tilkynningu frá bankanum. Hlut- deild MP Banka var 31,7 prósent og óx jafnt og þétt allt árið. Við- skipti með skuldabréf námu 98 prósentum af heildarviðskiptum í Kauphöll á árinu. Í upphafi árs 2008 markaði MP Banki þá stefnu að leggja aukna áherslu á viðskipti með skulda- bréf. Líklegt er að skuldabréfa- markaðurinn verði líflegur á árinu 2010, enda leita fjárfestar í auknum mæli að fjárfestingum þar sem áhætta er takmörkuð en ávöxtun viðunandi. Með hæstu hlutdeild skuldabréfa Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Krónan hefur ekki jafn mikil áhrif á vöruskipti við útlönd og af er látið. Þetta er mat Jóns Bjarka Bentssonar, sérfræðings hjá Greiningu Íslandsbanka. Matið er á skjön við yfirlýsingar ráðamanna að lágt gengi krónunnar geti bætt viðskiptajöfnuð okkar við útlönd og keyrt landið hraðar upp úr kreppunni en ef annar gjaldmiðill væri notaður hér. Jón hefur skoðað samanburð á milliríkjaviðskipt- um hér og í öðrum löndum sem kreppan hefur leikið grátt. Vöruinnflutningur hér dróst saman um rúm 34 prósent á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs miðað við árið á undan. Þetta er í grófum dráttum sambærilegt við þróun mála á Írlandi og í Lettlandi á sama tíma. Írar hafa notað evrur frá 2002 en Lettar verið með fasttengdan gjaldmiðil frá 2005. Milliríkjaviðskipti landanna eru að verulegu leyti við önnur lönd sem ýmist hafa tekið upp evrur sem gjaldmiðil. „Bæði löndin hafa líkt og hér horft upp á á hrað- an samdrátt í innflutning. Kreppan í alþjóðlegu hag- kerfi á stóran þátt í þróun mála,“ segir Jón og bend- ir á að íbúar landanna þriggja flytji inn mikið af neysluvörum sem næmar eru fyrir sveiflum. Þegar bæði fjármálageirinn fari á hliðina og þegar heim- ilin haldi fastar en áður um budduna skili það sér í samdrætti. „Þegar menn hætta að fjárfesta þá dregst innflutningur hratt saman. Þótt við værum með aðra mynt eða fastgengi hefðum við samt fengið veruleg- an bata á vöruskiptajöfnuð,“ segir Jón um niðurstöðu sína á samburði hagkerfanna. Hins vegar séu ótví- ræð jákvæð áhrif af lágu gengi krónu á þjónustu- jöfnuð, enda Ísland ódýr áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og að sama skapi dýrt fyrir Íslandinga að ferðast utan landsteinanna. Hagstofan birtir í dag bráðabirgðatölur sínar um vöruskipti við útlönd fyrir nóvember og heildartölur fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins. Gangi væntingar eftir um nóvember mun af- gangurinn nema sex milljörðum króna. Þetta er tölu- vert meira en ári fyrr. Greining Íslandsbanka bend- ir á að vöruskipti á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs geti numið 65,7 milljörðum króna en þau voru neikvæð um 30,7 milljarða á sama tíma í hittifyrra. Þessi viðsnúningur í milliríkjaverslun landsins skýr- ist öðru fremur af samdrætti í innflutningi. Jón segir viðsnúninginn merkilegan. Afgangur hafi ekki sést síðan á fyrstu árum aldarinnar þegar krón- an féll í kjölfar fleytingar. Á sama tíma hafi áhættu- fælni ríkt á mörkuðum. Krónan hefur lítil áhrif á vöruskipti Sérfræðingur hjá Íslandsbanka segir alþjóðlegu kreppuna vega þyngra í samdrætti á innflutningi en lágt gengi krónu. 25 20 15 10 5 0 -5 -10 -15 -20 -25 A F G A N G U R A F V Ö R U S K I P T U M V I Ð Ú T L Ö N D 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Milljarðar króna ...við prentum! Verðbólga í lágmarki Verðbólga á evrusvæðinu var 0,9 prósent í desember en var 0,5 pró- sent í nóvember. Verðbólga á svæð- inu hefur ekki mælst meiri síðan í febrúar í fyrra, þegar hún fór í 1,2 prósent en er þó vel innan við tveggja prósenta verðbólgumark- mið evrópska Seðlabankans. Airbus hótar Airbus vill meira fé úr ríkissjóð- um Evrópulanda til framleiðslu her- flutningavélarinnar A400M. Ann- ars gæti svo farið að hætt verði við framleiðsluna. Framleiðslan er þremur árum á eftir tímaáætlun og komin langt yfir fjárhagsáætlun. Olíuverð á uppleið Olíuverð er nú nærri helmingi hærra en í byrjun síðasta árs, eða rúmlega 80 dalir tunnan. Reiknað er með að verðið hækki áfram yfir hörðustu vetrarmánuðina, en lágt gengi dollars á sinn þátt í því hve verðið er hátt. Hagfræðingur á flótta Stjórnvöld í Maryland í Bandaríkj- unum hafa gefið út handtökuskip- an á hendur fyrrverandi hagfræð- ingi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um, Mohau Mathibe. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa reynt að myrða fyrrverandi yfirmann sinn hjá sjóðnum, Ashoka Mody, sem vildi ekki endurnýja ráðning- arsamning hans. Mathibe er talinn hafa flúið til Kína. Meðalviðskipti með hlutabréf í Nasdaq OMX Nordic kauphallar- innar voru 393,4 milljarðar króna í fyrra samanborið við 446,7 millj- arða árið áður. Fjöldi viðskipta á dag í fyrra voru 213.573 saman- borið við 218.919 árið 2008. Þá voru rúmlega 502 þúsund af- leiðusamningar gerðir á hverj- um degi í fywrra samanborið við 660.639 samninga árið á undan. Tólf ný fyrirtæki komu inn á mark- aðinn 2009, sjö inn á aðalmarkað- inn en fimm á First North-markað- inn. Í allt voru 26 fyrirtæki skráð á First North á liðnu ári. Meðaldagur 393 milljarðar Víxlar og stutt skuldabréf með ábyrgð íslenska ríkisins. Sjóðnum er heimilt að fjárfesta allt að 10% í innlánum. Litlar sveiflur í ávöxtun og enginn binditími. Hentar þeim sem vilja fjárfesta í þrjá mánuði eða lengur. Lágmarkskaup 5.000 kr. Enginn munur á kaup- og sölugengi. » » » » » Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir. Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta tryggir innlán að lágmarki fjárhæð sem samsvarar EUR 20.887 skv. lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrirfjárfesta. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 3. febrúar 2009 eru „innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu“.Með yfirlýsingu frá 9. desember 2009 lýsti ríkisstjórnin því yfir að yfirlýsingin frá 3. febrúar 2009 væri enn í fullu gildi og að yfirlýsingin yrði ekki afnumin fyrr en hið nýja íslenska fjármálakerfi, með breyttri umgjörð, hefði sannað sig og þá yrði gefinn aðlögunartími. Tryggingarsjóðurinn tryggir ekki tjón sem verður vegna taps á undirliggjandi fjárfestingum sjóða s.s. skuldabréfum eða víxlum. Sjá nánar lög nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, og heimasíðu sjóðsins, www.tryggingarsjodur.is. innlán ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf90% 10% RÍKISVÍXLASJÓÐUR Traustur kostur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Kynntu þér Ríkisvíxlasjóð hjá starfsfólki verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000, í næsta útibúi eða á arionbanki.is/sjodir STEFNIR.COM 2 Bestu fjárfestingarkostirnir Ár skuldabréfsins í þröngu vali 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.