Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 10
10 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Forseti Íslands synjar staðfestingu Icesave-laga Skólavörðustígur 2 101 Reykjavík S. 445 2020 www.birna.net OPIÐ: MIЖFÖS 11–18 LAU 11–17 SUN 13–17 ÚTSALAN ER HAFIN! ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR Reglubundinn ríkisstjórnar- fundur var í stjórnarráðinu í gær þegar blaðamannafundur forset- ans hófst á Bessastöðum. Hlé var gert og hlýtt á forsetann en sex mínútur yfir ellefu bárust ráð- herrum bréf frá forsetanum um að hann ætlaði að synja frum- varpinu staðfestingar. Í kjölfar- ið ræddu ráðherrar það af mikilli alvöru hvort rétt væri að stjórn- in færi frá. Ákveðið var að sitja áfram. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu í gær. Á fundi Samfylk- ingarinnar var ákveðið að halda samstarfinu til streitu og und- irbúa þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnarslit voru þó rædd, án þess að slík tillaga væri borin upp. Talið var að slík afstaða væri ekki ábyrg. Þingmenn lýstu yfir sárum vonbrigðum, undrun og reiði yfir ákvörðun forsetans, með henni væri efnahagsáætlun stjórnarinnar hleypt í uppnám. Þingmenn Vinstri grænna luku ekki umræðum um málið á sínum þingflokksfundi en fram kom vilji til áframhaldandi stjórnarsam- starfs. Rætt var um fyrirkomu- lag þjóðaratkvæðagreiðslunnar og viðbrögð að utan. Þá var stefnt á að funda aftur í dag. Óljóst er hvort og hvernig rík- isstjórnin mun beita sér í aðdrag- anda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hvort hún mun reka harða kosn- ingabaráttu eða láta lítið fyrir sér fara. Innan VG eru bæði sjónar- mið uppi og töldu þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við þetta geta orðið erfitt fyrir flokkinn sem þegar er lemstraður eftir Icesa- ve-málið. Sem kunnugt er sagði Ögmund- ur Jónasson af sér ráðherraemb- ætti vegna þess og hann auk Lilju Mósesdóttur greiddu atkvæði gegn því. Efasemdir Ásmundar Einars Daðasonar og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur eru kunnar. Sú afstaða hefur farið misvel í samflokksmenn þeirra, ekki síst atkvæðagreiðsla um frumvarp- ið. Þar greiddu Ögmundur og Lilja atkvæði gegn breytingartillögu Péturs Blöndal um þjóðaratkvæði og frumvarpinu í heild sinni, en með breytingartillögu Höskuldar Þórhallssonar. Ásmundur og Guð- fríður kusu þveröfugt, með þjóð- aratkvæði og frumvarpi, en gegn Icesave. Að teknu tilliti til þess að flokksformaðurinn Steingrímur J. Sigfússon er flutningsmaður Icesave-málsins er ljóst að flokk- urinn mun illa ganga sameinaður til aðgerða. kolbeinn@frettabladid.is bjorn@frettabladid.is Ríkisstjórnin ræddi afsögn eftir synjun Ráðherrar ræddu hreinskilnislega um að stjórnin færi frá í kjölfar synjunar for- setans. Úr varð að starfa áfram. Fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu er óljóst. Ólíkar áherslur þingmanna VG gætu orðið vandamál í aðdraganda hennar. KOMIÐ AF FUNDI Ráðherrar voru misíbyggnir þegar þeir komu af fundi í gær. Sam- staða var á þingflokksfundum um að halda stjórnarsamstarfinu áfram og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mismunandi skoðanir Vinstri grænna gætu orðið stjórninni erfiður ljár í þúfu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Lykillinn að endurreisninni er að Ísland hafi aðgang að fjármála- mörkuðum. Með þessu er óvissa um aðgang ríkisins að lánsfé sem og opinberra fyrirtækja sem hafa verið að leita eftir fyrirgreiðslu. Svo snertir þetta bankana sem þurfa erlent lánsfé til að endurlána inn í atvinnulífið,“ segir Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri SA. „Þessi ákvörðun tefur fyrir og skapar óþarfa óvissu.“ Vilhjálmur setur spurningarmerki við að hagvöxtur náist á þessu ári, í ljósi ákvörðunar forsetans. „Eftir því sem óvissan varir lengur þá minnka líkurnar á því að við komumst upp úr kreppunni á þessu ári.“ - shá LÍKUR MINNKA Á HAGVEXTI Í ÁR VILHJÁLMUR EGILSSON Með ákvörðun sinni um að vísa nýjum Icesave-lögum í dóm þjóð- arinnar hefur forseti Íslands greitt götu lýðræðisumbóta á Íslandi og sett fordæmi um hvernig þjóðin sjálf geti kallað eftir atkvæða- greiðslu um tiltekin mál, að mati þingmanna Hreyfingarinnar. Í yfirlýsingu frá Hreyfingunni segir að mikilvægt sé að Alþingi samþykki sem fyrst frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur. Gerlegt væri að sameina tvö frumvörp sem nú liggi fyrir Alþingi, og afgreiða hratt, en annað þeirra var lagt fram af þingmönnum Hreyf- ingarinnar. - bj FAGNA ÁKVÖRÐ- UN FORSETANS „Ég er nátt- úrlega mjög sáttur við þessa ákvörð- un,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, um ákvörðun forsetans í gær og kvað fram komið tækifæri til að láta málið sameina þjóðina. Hann kveðst hins vegar hafa orðið fyrir vonbrigðum með blaðamannafund ríkisstjórnar- innar í hádeginu í gær. „Mér fannst þau bara vera í töluverðri fýlu og gagnrýna forsetann ansi hart.“ Um leið leggur hann áherslu á að kynna erlendis að alltaf hafi staðið til að standa við allar lagalegar skuldbindingar þjóðarinnar. - óká MJÖG SÁTTUR VIÐ ÁKVÖRÐUNINA SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON „Það er fyrst og fremst óvissa sem af þessu hlýst. Bæði á það við um vettvang stjórnmálanna en ekki síður fer áætlunin um endurreisn efnahagslífsins í biðstöðu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi telur að óháð niður- stöðu forsetans eigi baráttan við atvinnuleysið og greiðsluvandi heimilanna að vera aðalviðfangs- efni stjórnvalda. Hann segir það sérstakt áhyggjuefni að aðgangur þjóðarinnar að lánamörkuðum þyngist. „Fari lánshæfi ríkissjóðs í ruslflokk mun það kosta gríðarlegar upphæðir sem verða ekki sóttar nema með enn meiri niðurskurði. Ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda.“ - shá ÞURFTUM EKKI MEIRI ÓVISSU GYLFI ARNBJÖRNSSON „Forsetinn þarf ekki að rökstyðja ákvörðun sína þótt hann vilji gera það til að réttlæta niðurstöðuna,“ segir Björg Thorarensen, prófess- or og forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Hún segir rökstuðninginn hafa litla þýðingu. Aðalatriðið segir Björg vera málskotsheimild forseta í stjórnar- skrá og segir merkilegt að stjórn- málamenn skuli ekki, eftir ákvörð- un forseta árið 2004, þegar hann synjaði fjölmiðlalögum staðfest- ingar, hafa tekið málið upp og búið til farveg fyrir þjóðaratkvæða- greiðslur. Þá hafi berlega komið í ljós hversu margir óvissuþætt- ir væru tengdir málskotsákvæði stjórnarskrárinnar. „Á meðan við búum ekki betur um hnútana sjálf þá er það ávís- un á ágreining,“ segir Björg og bendir á að nágrannaþjóðir okkar hafi flestar búið til skýra umgjörð um þjóðaratkvæði. „Þar eru til að mynda skýrar reglur um hvaða mál fara ekki í þjóðaratkvæði og sum fara alltaf í þjóðaratkvæði, svo sem breytingar á stjórnarskrá. Ég þekki ekkert dæmi þess að mál á borð við þetta, lög um ríkis- ábyrgð á láni sem er partur af fjár- stjórnarvaldi þingsins, færi í þjóð- aratkvæðagreiðslu.“ Hér segir Björg málskotsrétt- inn svo illa útfærðan, að eins væri hægt að vísa fjárlögum ríkisins til þjóðarinnar. „Menn kjósa fremur algjöra óvissu og tóm 26. greinar stjórnarskrárinnar. Ég tel óheppi- legt að fela forseta lýðveldisins óhefta ákvörðun um að þjóðarat- kvæðagreiðsla fari fram um lög.“ - óká Forseti lagadeildar HÍ: Óvissa og tóm í stjórnarskránni BJÖRG THORARENSEN Segir málskots- réttinn illa útfærðan í stjórnarskránni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.