Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 HUGARFAR hefur mikil áhrif á líðan námsmanna og árangur. Mikilvægt er að tileinka sér jákvætt hugarfar gagnvart námsgreinum, kennurum, skólanum og sjálfum sér. Námsgreinar geta verið fólki miserfiðar. Þá er gott að taka strax á vandanum og leita leiða til bætts árangurs en forðast hugsanir um að efnið sé óskiljanlegt. „Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og ég sé ekki eftir að hafa tekið mér hana á hendur. Það getur verið mjög skemmtilegt að stinga niður fæti þar sem ferðamannaiðnaðurinn er lítið áberandi og ég mæli sérstak- lega með því,“ segir Lúðvík Kalmar Víðisson sem starfar sem teiknari, eða senior concept artist upp á eng- ilsaxnesku, hjá tölvuleikjafyrirtæk- inu CCP. Lúðvík ferðaðist um stór- an hluta Ítalíu ásamt þremur vinum sínum sumarið 2007, og tók ferða- lagið alls um fjórar vikur. Hópurinn ferðaðist um á bíla- leigubíl allan tímann, og segir Lúð- vík þá ákvörðun hafa gefið ferð- inni meiri ævintýrablæ en ella. „Við hófum ferðina rétt norðan við Napólí og enduðum í Toskaníu-hér- aði, þannig að við fórum ansi langt á þessum mánuði. Við fórum eftir nokkuð grófri áætlun, sem gerði ráð fyrir að við værum komin á ákveðna staði fyrir ákveðinn tíma og svo framvegis, en að öðru leyti var þetta nokkuð laust í reipunum. Ef við kunnum vel við okkur á ein- hverjum stað þá áttum við til að ílengjast þar.“ Í Toskaníu tók hópurinn hús á leigu hjá hjónum sem ráku býflugna- bú, og segir Lúðvík þá viku sem eytt var þar hafa verið einn af hápunkt- um ferðalagsins. „Við leituðum ein- faldlega að upplýsingum á netinu og fundum þar þetta frábæra hús með myndum af hjónunum og umhverf- inu. Þau töluðu reyndar litla sem enga ensku, eins og víðar þar sem við komum í ferðinni, en samskipt- in björguðust þó með barnalegum handabendingum og slíku. Þetta var alveg frábær vika og fegurðin í kringum okkur mikil. Þar sem við slökuðum á í sundlauginni horfðum við yfir að því er virtist óendanlega græna dali,“ segir Lúðvík. Hann segist hafa mætt mikl- um almennilegheitum í samskipt- um sínum við íbúa þeirra mörgu litlu þorpa sem heimsótt voru. „Ég man til dæmis eftir lítilli kjörbúð sem við fórum nokkrum sinnum í, en þar var okkur varla hleypt inn fyrr en starfsfólkið hafði gengið úr skugga um að við hefðum feng- ið glas af heimabrugguðu rauðvíni til að dreypa á meðan við versluð- um. Svo var stöðugt fyllt á glasið, og auðvitað endaði það með því að við keyptum af þeim smá brugg,“ segir Lúðvík og hlær. Lúðvík mælir eindregið með því að fólk leiti sér upplýsinga á netinu áður en haldið er í slíkt ferðalag. „Þar er endalaust af upplýsingum og hægur leikur að uppgötva frá- bæra staði sem maður hefði líklega aldrei kynnst annars,“ segir Lúðvík Kalmar. kjartan@frettabladid.is Óendanlegir grænir dalir Lúðvík Kalmar Víðisson, teiknari hjá CCP, fór í mánaðarlangt ferðalag um Ítalíu fyrir tveimur árum ásamt vinum sínum. Þeir eyddu meðal annars viku í Toskaníu í góðu yfirlæti hjá býflugnabóndahjónum. Lúðvík Kalmar segist hafa mætt miklum almennilegheitum á Ítalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.