Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 34
22 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Handbolta- maðurinn Ólafur Stefánsson endur- skrifaði í gær sögu kjörs Samtaka íþróttamanna á Íþróttamanni árs- ins þegar hann var kosinn Íþrótta- maður ársins með fullu húsi annað árið í röð. Ólafur fékk 380 stig af 380 mögulegum og 193 stigum meira en knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen. Í fyrra fékk Ólafur 480 af 480 mögulegum stigum og hlaut þá einnig 193 stig- um meira en næsti maður sem var þá Snorri Steinn Guðjónsson. Knattspyrnufólkið Eiður Smári Guðjohnsen og Þóra Björg Helga- dóttir komu í næstu sætum á eftir Ólafi. Þóra var ein af þremur konum meðal efstu fimm í kjör- inu en á eftir henni komu körfu- boltakonan Helena Sverrisdóttir og frjálsíþróttakonan Helga Mar- grét Þorsteinsdóttir. Þetta er í fjórða sinn sem Ólaf- ur hlýtur sæmdarheitið Íþrótta- maður ársins en hann fékk einn- ig þessa viðurkenningu fyrir árin 2002, 2003 og svo aftur 2008. Það hefur aðeins einn maður verið kosinn oftar en Ólafur og það er frjálsíþróttamaðurinn Vilhjálm- ur Einarsson sem var kosinn fimm sinnum á sex fyrstu árum kjörs- ins. Ólafur er hins vegar sá fyrsti til að vinna þessi verðlaun fjórum sinnum á sama áratugnum en Vil- hjálmur vann þrisvar á sjötta ára- tugnum og tvisvar í upphafi þess sjöunda. Hápunktur ársins hjá Ólafi Stef- ánssyni var án nokkurs vafa seinni úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Quijote Arena í Ciudad Real 31. maí. Ólafur skoraði 8 mörk í leikn- um og sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu að Ciu- dad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum í Þýskalandi. Ólafur var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciu- dad Real á árinu með því að vinna sinn fimmtánda og sextánda titil með félaginu frá því að hann kom til Spánar sumarið 2002. Auk þess að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn á fjórum árum þá varð liðið einnig spænskur meistari þriðja árið í röð. Það er athyglisvert að Ólafur var einnig kosinn Íþróttamaður ársins tvö ár í röð þegar hann skipti síð- ast um félag en hann fór frá Mag- deburg til Ciudad Real árið 2002 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins 2002 og 2003. Ólafur fór til þýska liðsins Rhein Neckar Löwen fyrir núverandi tímabil og hefur verið í aðalhlutverki hjá liðinu í sterkustu deild í heimi. ooj@frettabladid.is Þetta var áratugurinn hans Ólafs Ólafur Stefánsson er Íþróttamaður ársins 2009 og var alveg eins og í fyrra settur í efsta sætið hjá öllum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna. Ólafur var kosinn í fjórða skiptið á frábærum ferli sínum. ÞUNGUR ER HANN Ólafur Stefánsson varð í gær fyrstur til að lyfta nýja bikarnum tvisvar þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins annað árið í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íþróttamaður ársins 2009 1. Ólafur Stefánsson (handb.) 380 stig 2. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) 187 3. Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) 164 4. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 104 5. Helga Margrét Þorsteinsd. (frjálsar) 98 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 86 7. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 78 8. Jakob Jóhann Sveinsson (sund) 63 9. Björgvin Páll Gústavsson (handbolti) 55 10. Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna) 50 11. Hermann Hreiðarsson (knattspyrna) 34 12. Róbert Gunnarsson (handbolti) 14 13. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar íþróttir) 12 14. Katrín Jónsdóttir (knattspyrna) 12 15. Eyþór Þrastarson (íþróttir fatlaðra) 6 16. Auðunn Jónsson (lyftingar) 5 17. Snorri Steinn Guðjónsson (handbolti) 5 18.-19. Ólafur Björn Loftsson (golf) 4 18.-19. Kristján Örn Sigurðsson (knattsp.) 4 20. Jakob Örn Sigurðarson (körfubolti) 4 21. Berglind Íris Hansdóttir (handbolti) 4 22.-23. Viktor Kristmannsson (fimleikar) 3 22.-23. Guðmundur Stephensen (borðt.) 3 24. Þormóður Jónsson (júdó) 3 25.-27. Sölvi Geir Ottesen (knattspyrna) 2 25.-27. Björgvin Björgvinsson (skíði) 2 25.-27. Tinna Helgadóttir (badminton) 2 28.-30. Ragnheiður Ragnarsdóttir (sund) 1 28.-30. Sigurður Sigurðarson (hestar) 1 28.-30. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 1 Eiður Smári Guðjohnsen komst í gærkvöldi í hóp með föður sínum Arnóri Guðjohnsen í 2. til 4. sætið yfir þá sem hafa oftast hafnað í 2. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins. Eiður Smári var einnig í 2. sæti 2003 og 2006 en Arnór varð annar í kjörinu 1982, 1986 og 1994. Júdó- maðurinn Bjarni Friðiksson hefur oftast allra endað í öðru sæti eða fjórum sinnum. ÚRSLITIN Í KJÖRINU Ólafur Stefánsson tók við titlinum Íþróttamaður ársins í gær í fjórða sinn og gladdi gesti og sjónvarpsáhorfendur með hógværð sinni og hugsjón. Hann viðurkenndi að hafa ekki verið mikið að pæla í því að hann gæti orðið Íþróttamaður ársins annað árið í röð. „Ég hélt að mér yrði kannski refsað fyrir að hafa ekkert gert á árinu fyrir Ísland þannig að ég var ekkert að hugsa um þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson. „Þetta var gott ár en kannski má segja að þetta hafi verið hálft gott ár þó svo að það sé búið að vera gaman hjá Löven líka,“ sagði Ólafur Stefánsson af hógværð og sinni vel þekktu gagnrýnu hugsun. Hann segir að sigurinn í Meistaradeildinni í maí standi upp úr. „Stundin í maí var afrakstur átta til níu mánaða, svita, tára og allt það. Hún var mjög gleðileg og góð en jafnframt óvænt og erfið. Ég sé ekki eftir því að hafa skipt um lið og mér finnst frábært að vera kominn til Þýskalands að reyna eitthvað nýtt og kynnast nýjum hlutum,“ sagði Ólafur sem segir þýsku deildina reyna á sig. „Það er meira um morgunæfingar sem er ekki skemmtilegt fyrir 36 ára skrokk. Maður venst því bara sem sýnir það að þú getur aðlagast öllu. Manskepnan er aðlögunarhæfasta veran á jörðinni og ég reyni að nýta mér það,“ segir heimspekingurinn. „Auðvitað gæti maður hugsað; af hverju ekki að vinna fleiri titla á Spáni? en lífið var bara orðið þannig að það hefði bara verið endur- tekning. Það hefði ekki verið þess virði að taka við þessum bikar á ári ef maður er að endurtaka sig,“ sagði Ólafur og hann segir að Löven- liðið hafi ekki spilað nógu vel í vetur. Ólafur snýr aftur í íslenska landsliðið á EM í Austurríki eftir meira en ársfrí. „Ég hef gert rétt með því að taka mér frí frá landsliðinu fyrst ég fékk þennan bikar og liðið komst á mótið. Það er því kannski enn þá meiri pressa á mér á mótinu fyrst ég gerði ekkert til þess að koma okkur þangað. Ég verð að reyna þá að hjálpa þar til,“ segir Ólafur en breidd liðsins sýndi sig í keppninni. „Það komu margir góðir þættir út úr því að ég var ekki með í undankeppni EM og fyrst að við komumst þá er ég ekki með neitt samviskubit,“ sagði Ólafur að lokum. HANDBOLTAMAÐURINN ÓLAFUR STEFÁNSSON: KOSINN ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Í FJÓRÐA SINN Í GÆRKVÖLDI Hélt að mér yrði refsað fyrir að gera ekkert fyrir Ísland > Jakob og Helgi Már í stuði Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon áttu báðir frábæra leiki í góðum sigrum sinna liða í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Jakob Örn var með 28 stig og 5 stoðsendingar í glæsilegum 91-79 útisigri Sunds- vall á toppliði Norrköping og náði að minnka forskot liðsins á toppnum í fjögur stig. Þetta var fjórði sigur Sundsvall í röð og Jakob hefur verið mjög góður í þeim öllum. Helgi Már var með 23 stig og 10 fráköst fyrir Solna á aðeins 22 mínútum í 98-82 heimasigri á 08 Stockholm. Helgi Már var settur í byrjunarliðið eftir fjóra tapleiki Solna í röð og sýndi að þar á hann heima.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.