Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 6. JANÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR4 V I Ð Á R A M Ó T Á rið 2009 verður lengi í minnum haft á Ís- landi. Rekstrarum- hverfi fyrirtækja tók stakkaskiptum og stjórnendur og starfsfólk þurftu að takast á við nýjar áskoranir. Fyrir okkur hjá Símanum var þetta að mörgu leyti árangursríkt ár. Okkar áætlanir, líkt og flestra ann- arra, gerðu ráð fyrir því að gengið myndi styrkjast þegar liði á árið. Eins og allir vita varð sú ekki raunin. Við nutum góðs af því að hafa unnið að umfangsmiklum hagræð- ingaraðgerðum allt frá ársbyrjun 2008. Staðan á árinu 2009 kallaði á enn frek- ari hagræðingu. Með samheldni starfs- fólks, tókst að laga reksturinn að breyttu umhverfi og við erum mjög stolt af því að rekstrarniðurstaða ársins er í takt við áætl- anir okkar, þó svo að mikilvægar forsend- ur hafi gerbreyst. ÓJAFNVÆGI Viðskiptaumhverfið á Íslandi er enn þá í miklu ójafnvægi. Fyrirtæki sem höfðu sum hver sýnt mikla óskynsemi í rekstri, urðu eign bankanna og umtalsverðar skuldir voru felldar niður. Þessi fyrirtæki halda áfram að keppa á markaði við fyrirtæki sem hafa verið rekin af skynsemi, standa skil á lánum og hafa gripið til erfiðra að- haldsaðgerða til að mæta minnkandi eft- irspurn og erfiðu árferði. Það er ákaflega varasamt, og í raun hættulegt fyrir samfé- lagið til lengri tíma litið, að kollvarpa mark- aðnum með þeim hætti að þeim sé í raun umbunað sem ekki hafa staðið sig. BANKAR REKA EKKI FYRIRTÆKI Þrátt fyrir þessa stöðu er niðurstaðan sú að sterk fyrirtæki virðast standa storminn af sér. Hins vegar er nauðsynlegt að bankarnir vinni hratt og örugglega að því að selja þessi fyrirgreiðslufyrirtæki. Bankar eiga ekki að standa í rekstri fyrirtækja þar sem þjón- ustan snýst um eitthvað allt annað en fjármálastarfsemi. Kreppan mun ekki hverfa af sjálfu sér, það er sameiginlegt verkefni okkar allra að vinna bug á henni. Þar hafa allir sitt hlutverk, fyrirtækin verða að búa við eðlilegt rekstrarum- hverfi, einungis þannig tekst að halda atvinnu í landinu. SÉRHÆFING Á árinu hef ég hvatt starfs- menn til þess að leggja krafta sína í að gera það sem við sérhæfum okkur í. Ég trúi því að þannig munum við sigla í gegnum þetta öldurót. Eitt af stóru verk- efnum Símans á árinu var að kynna til sög- unnar Ring, nýtt vörumerki Símans á mark- aði. Með Ring viljum við gera enn betur í þjónustu við ungt fólk og koma til móts við þarfir fjölskyldna sem sjá hag sinn í að unglingarnir og foreldrarnir séu innan sama kerfis, enda er viðskiptavinafjöldi Símans í farsíma yfir 160 þúsund manns. Það er skemmst frá því að segja að fjöldi nýrra viðskipavina í Ring hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. TIL SÓLAR SÉST Á NÆSTA ÁRI Það er afar mikilvægt að ríkisvaldið haldi vel á spöðunum og leggi áherslu á að standa vörð um rekstrargrundvöll fyrirtækja. Reynslan sýnir að auknar álögur á fyrir- tæki koma oft fram hjá einstaklingum og heimilum. Hættan er sú að afleiðingarnar verði meðal annars frekari uppsagnir því fyrirtækin eru í mörgum tilfellum búin að skera af alla fitu, ef svo má að orði kom- ast. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og frá bæjar- dyrum Símans, tel ég að árið 2010 gæti orðið betra en yfirstandandi ár, gangi sóknaráætl- un okkar eftir. Almennt séð er hins vegar ekki raunhæft að ætla að það verði fyrr en á árinu 2011 sem við förum að sjá til sólar í íslensku efnahags- og atvinnulífi. Þ ótt árið 2009 hafi verið viðburða- ríkt og vonandi mörgum tekist að jafna sig eftir hrunið í október 2008, verður þó að segjast að það hefur valdið nokkrum vonbrigð- um og tími farið til spillis. Þegar litið er til baka má segja að flest þau mál sem kröfð- ust brýnna úrlausna séu enn óafgreidd og því miður er fátt sem bendir til þess að þau muni leysast í bráð. Ýmislegt hefur samt áunnist og ef til vill má segja að full mikill- ar bjartsýni hafi gætt í upphafi ársins. HÆGFARA ENDURREISN Það sem upp úr stendur hlýtur að teljast nýtt eignarhald bankanna og afdrif þeirra fyr- irtækja sem löskuðust við fall þeirra. End- urskipulagning fjármálageirans hefur tekið lengri tíma en vænst hafði verið og enn er margt óljóst um framtíðarskipan hans. Lítið fer fyrir hagræðingu sem er nauðsynleg vegna samdráttar í umfangi og kostnaður vegna rekstrar risabanka með kostnaðar- grunn á heimsmælikvarða verður trauðla borinn af veikburða innlendu atvinnulífi. GJÖRGÆSLAN ÓÞÖRF Fyrirtækjum í gjörgæslu bankanna hefur vissulega fækkað og þau færð nauðug á legu- deildir bankanna. Ekki verður séð hvenær þau verða útskrifuð enda virðist sem áhersl- ur hafi verið lagðar á að fjölga rúmum frek- ar en að hjálpa sjúklingum að ná bata. Staðreyndin er sú að fjöldi fjárfesta, fyrir- tækja og einstaklinga komst í gegnum hrun- ið og fjármunir þessara aðila liggja á hliðarlínunni og gætu verið að fjárfesta í atvinnulíf- inu ef þeir fengju tækifæri til þess. Þessir aðilar sem standa sterkir eftir eru best til þess fallnir að byggja upp aftur. Það er mikill misskilningur að fyrirtækjum sé best borgið í umsjón bankanna. Forráða- menn þeirra tala jafnan um að ekki sé rétti tíminn til að selja þau þar sem verðmæti þeirra muni aukast þegar fram líða stundir. Vandamál- ið er að bankar eru afleitir eigendur fyrir- tækja. Svo slæmir að þess er vandlega gætt að eignarhaldi banka á atvinnufyrirtækj- um séu veruleg takmörk sett með lögum. Þrátt fyrir það tregðast þessar stofnanir við að láta þessi félög af hendi til fjárfesta og rekstraraðila sem hafa bolmagn og áhuga á að koma að endurreisn þeirra. STÖÐUGLEIKI MIKILVÆGUR Úrlausn þessara mála er brýnni en flest annað, sérstaklega þegar það er haft í huga að verðmætasköpun í atvinnulífinu er alger forsenda þess að við munum ná að vinna okkur út úr þeim erfiðleikum sem að okkur steðja. Mörg þeirra fyrirtækja sem hafa náð að komast út úr þeim hamförum sem dundu yfir starfa nú af meiri þrótti en nokkru sinni og hagræðing frjálsra fyrirtækja í atvinnu- lífinu hefur almennt gengið ágætlega. Þess vegna er atvinnuleysi minna en spáð var. Mikill vöxtur hefur verið í einstökum greinum og má þar nefna ferðaþjónustu og aðrar greinar þar sem lágt gengi krónunnar hefur bætt sam- keppnishæfni. Ánægjulegt er að sjá hvað íslensk hönn- un hefur blómstrað og óhefð- bundnar greinar eru sífellt að skila drýgri tekjum í þjóðar- búið. Ágæt skilyrði eru í sjáv- arútvegi þrátt fyrir mikla skuldsetningu og staða inn- lends iðnaðar er með betra móti. Þá hefur Seðlabankanum tekist að skapa stöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem er jafnframt for- senda fyrir markvissri uppbygginu. Þessu má ekki spilla með auknum álögum. Aðlögunarhæfni okkar er mikil og því brýnt að losa um allar hindranir eins fljótt og auðið er til þess að blómlegt atvinnulíf rísi hér á nýjan leik. Áframhaldandi ákvörð- unarfælni mun draga úr framleiðni og arð- semi sem mun leiða til frekari samdrátt- ar þegar til lengri tíma er litið. Nýsköpun er nauðsynleg og nýta má reynslumikið og hæfileikaríkt fólk úr þeim greinum sem óhjákvæmilega dragast saman, einkageira sem þeim opinbera, til að koma að því verk- efni. Sköpun starfa er ekki síður félagslega mikilvæg og stórfellt atvinnuleysi myndi skapa ný og jafnvel enn torleystari vanda- mál en þau sem við erum nú að glíma við. ENGIN SANNGJÖRN LEIÐ Í BOÐI Næsta ár verður erfitt og kannski erfiðara fyrir þær sakir að lítið hefur þokast á því ári sem senn er á enda, en efniviðurinn er til staðar og nú þarf að hefjast handa. Að- gerðir verða væntanlega sársaukafullar og eflaust mun mörgum finnast sem jafnræð- is sé ekki gætt og óhugsandi er að stjórn- völd muni geta tekið allar ákvarðanir án þess að á einhverja verði hallað. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að leita þurfi til þeirra sem eru aflögufærir í því skyni að afla tekna fyrir samneysluna og að afskrifa þurfi kröfur á þau fyrirtæki á samkeppn- ismarkaði sem fóru ógætilega. Það er tæp- ast „sanngjarnt“ né „réttlátt“ að láta þá sem bjuggu sig undir kreppuna með ráðdeild, að- haldi og sparnaði borga reikning hinna sem nutu veislunnar. Það eru bara ekki önnur úrræði í boði. Af starfsemi MP Banka stendur það helst upp úr að bankinn hefur vaxið og dafnað á árinu með opnun útibús og almennrar við- skiptabankaþjónustu fyrir fólk og fyrir- tæki. Viðskiptavinum bankans fjölgar dag frá degi og fyrirtæki leita í stöðugt auknum mæli eftir okkar þjónustu. Í byrjun næsta árs munum við flytja í stærra húsnæði í nýjum höfuðstöðvum í Ármúla 13a og þar verður einnig opnað útibú. Þó að umhverf- ið sé að mörgu leyti snúið í bankarekstri í dag erum við hjá MP Banka full bjartsýni fyrir komandi ár. Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP Banka: Mikilvægt að halda áfram Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital: Vinnusöm og heiðarleg þjóð Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans: Sameiginlegt verkefni að vinna bug á kreppunni Á rið 2009 hefur ein- kennst af viðbrögð- um við þeim for- dæmislausu ham- förum sem gengið hafa yfir og við erum vonandi að sjá fyrir endann á. RÓTAÐ UPP ÚR RÚSTUNUM Meginþorra ársins höfum við hjá Saga Capital verið upp- tekin af því að taka á afleið- ingunum og róta okkur upp úr rústunum. Þar ber hæst víðtæka endurskipulagningu bankans sem lauk á dögunum og mun gera honum kleift að taka fullan þátt í endurreisninni á styrk- um stoðum. Í kjölfarið höfum við minnkað efnahagsreikning bankans verulega en eig- infjárhlutfallið stendur hátt, í ríflega fjöru- tíu prósentum. Mér er einnig ofarlega í huga þakklæti til starfsfólks bankans sem hefur haldið ótrautt áfram við að sinna sínum störfum og farist það vel úr hendi við afar krefjandi aðstæður. Það hefur engan bilbug látið á sér finna enda trúum við því öll að framtíðin verði betri þótt yfir gangi tíma- bundin harðindi. VÍÐTÆKAR AFSKRIFTIR SKULDA Þessi aðlögun og breytt landslag á Íslandi gerir afar ríkar kröfur til bankastofnana um að gæta hagsmuna þeirra sjálfra við að finna sem besta útfærslu á skuldavanda atvinnu- lífsins og heimilanna, því hagsmunir banka- stofnana og viðskiptamanna þeirra fara saman. Það þarf að fara í víðtækar skulda- afskriftir á fyrirtækin og heimilin í land- inu. Til þess er svigrúm hjá stærri bönkun- um. Það var ekki óráðsía heimila og atvinnu- lífs sem setti þau í núverandi vanda, heldur algert kerfishrun með verðbólgu og geng- isfalli. Í raun má tala um víðtækan kerf- isbrest. Því þurfa bankastjórnendur að fá næði frá dómstóli götunnar til að halda sínu striki og vinna að því sem þeir eru ráðnir til. Við það hámarkast hagur allra. BLÖNDUÐ LEIÐ ÓUMFLÝJANLEG Fyrir framan okkur er skuldafjall sem myndaðist við verðbólguskot og gengisfall en það er ekki í neinu samræmi við raunveru- lega endurgreiðslugetu lands- manna, ekki síst við minnkandi ráðstöfunartekjur og almenna kjaraskerðingu í gegnum skattahækkanir. Í raun óttast ég það mest að þungi skatta- hækkananna muni kerfisbinda hér verðbólgu og festa í sessi um ókomin ár. Ég efast um að þetta sé ákjósanlegasta leiðin, þótt auðvitað verði að draga tekjur í ríkiskassann, en niðurskurður og sparnaður í ríkisrekstrinum hefði kannski mátt vega þyngra í þeirri blönduðu leið sem því miður er óumflýjanleg. LAUSNIN Í ÚTFLUTNINGI Það mun að mestu hvíla á herðum útflutn- ingsgreinanna að vinna þjóðina út úr núver- andi vanda. Því tel ég mikilvægt að tryggja starfsumhverfi þeirra sem best og þar er brýnast að leggja á hilluna allar hugmynd- ir um fyrningu aflaheimilda og íþyngjandi skattaramma vegna skuldaaðlögunar sem þarf að fara fram. Það er torskilið hvern- ig frekari álögur á yfirskuldsett atvinnulíf og forsendubrestur með fyrningarleið getur hjálpað til við það endurreisnarstarf. Aðeins með bættum rekstri og með meiri afrakstri getum við náð hagvexti. Við hvorki skatt- leggjum okkur til sóknar né umturnum til- verugrundvelli atvinnulífsins með róttækri þjóðvæðingu. EKKI DRAGA ÚR VINNUSEMI Þjóðin er blessunarlega vel gerð. Við erum vinnusöm og heiðarleg og þá kosti skyldum við nýta hvað best, en ekki grípa til aðgerða er letja þessa tvo þjóðarkosti og hvetja til minni vinnu og skattundanskota. Við erum jafnframt jafnaðarlega þenkjandi og telj- um eðlilegra að breiðari bökin beri þyngri byrðar, en breiðustu bökin taka þó ekki við endalausum klyfjum. Á endanum bogna þau og minnka við sig vinnu, sem þá aftur mun minnka hagvöxt og draga kreppuna á lang- inn. Erfitt ár uppbyggingar fram undan Markaðurinn fékk nokkra forkólfa í viðskiptalífinu til að líta yfir nýliðið ár og rýna í ókomna mánuði. Þeir eru næsta ein- róma um að þótt árið verði krefjandi megi greina jákvæð merki. Hér fara greinar nokkurra þeirra sem til var leitað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.