Samtíðin - 01.10.1939, Qupperneq 10

Samtíðin - 01.10.1939, Qupperneq 10
6 SAMTÍÐIN Jií mugxmaJi, Þegar menn verða ríkir og voldugir, fá þeir andstjrgð á fátækling- unum, sem áður voru vinir þeirra. S. Morris. Aðalgallinn við tvíkvæni er sá, að menn eignast tvær tengdamæður. Russell lávarður. Höfuðókosturinn við það, að vera leikari, finst mér vera sá, að geta ekki setið meðal áhorfendanna og séð sjálfan sig leika. John Barrymore. Menn ættu að vera eilítið betri við vini sína, í stað þess að skríða) fyrir óvinum sínum. Ed. Howe. Yið lærum það af sögunni, að af henni verður ekkert lært. Georg W. F. Hegel. Lok mannkynsins verða þau, að það deyr af menningu. R. W. Emerson. Listin að tala við aðra er miklu frekar í því fólgin, að fá þá til að ,opna hjarta sitt“, heldur en að gera það sjálfur. Sá, sem er ánægður með sjálfan sig og gleðst yfir gáfum sínum, er hann hefir átt tal við þig, mun bera þér vel söguna. La Bruyére. Margir menn senda eftir lækni, þegar þá langar til, að einhver taki þátt í mæðu þeirra. C. Price. Yið gröfum okkur óhamingjugröfina með mörgum, smáum skóflu- stungum. Sami. Við ættum að reyna að hafa ekki áhyggjur af nema einu í einu. Sumir hafa áhyggjur af þrennu samtímis: fortíðinni, nútíðinni og fram- tíðinni. Edward Everett Hale. Hafðu augun opin, áður en þú giftist, en lokuð eftir það. Sorgbitinn eiginmaður. Sá, sem álítur veðrið fyrirlitlegt umræðuefni, er að mínu áliti fá- fróður um það, hvers vegna menn hafa gaman af því, að tala saman- Mjög fáir menn taka tal saman í því skyni, að læra eitthvað hver af öðr- um. Samtal á að auka gagnkvæma samúð manna. Þess vegna er veðrið tilvalið umræðuefni. Það samstillir hugi þeirra, því að um það geta menn vfirleitt verið sammála. Fyrsta skilyrðið fyrir skemtilegum viðræðum er gagnkvæm samúð. Robert Lynd.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.