Fréttablaðið - 28.01.2010, Page 6

Fréttablaðið - 28.01.2010, Page 6
6 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL „Það mátti ekki tæpara standa með hrossin,“ segir Guðmundur Eggertsson, eigandi hesthúss í Víðidal. Eldur kom upp í hesthúsinu í fyrrinótt. Vegfarandi sem átti leið fram hjá sá reykinn og hringdi samstundis í Neyðarlínuna. Slökkviliðið var kallað út um hálffimm og fóru fjórir dælubílar á staðinn. Slökkviliðsmenn sýndu mikið snarræði við að ná út sextán hrossum sem voru í húsinu, þar af sjö frá Guðmundi. Húsið er mikið skemmt af eldi og reyk. Eldurinn kom upp í bíl sem stendur við annan enda hesthússins. Sonur Guðmundar átti þann bíl. Verið var að skipta um vél í bílnum og því stóð hann þarna. Sjálfur átti Guðmund- ur annan bíl sem stóð fyrir aftan þann sem eld- urinn kom upp í. Báðir bílarnir eru gjörónýtir. „Það var um sexleytið sem hringt var í mig,“ segir Guðmundur. „Lögreglan var þá í sím- anum að láta mig vita af brunanum. Mér brá auðvitað, því mér skildist fyrst að þetta væri allt brunnið, bæði hús og hross. En hrossunum hafði þá verið komið út úr húsinu. Þeir björg- uðu þessu. Algjörir snillingar. Ég kalla þá góða því sum hrossanna eru ótamin.“ Guðmundur segir að hrossin sem bjargað var úr brennandi hesthúsinu séu í sinni eigu og barnanna sinna. Hrossin þau arna eru ekkert gripin héðan og þaðan, því hópurinn er undan Orra frá Þúfu, Orrasyni, svo og einn undan syni Kjarvals frá Sauðárkróki. Móðir þeirra flestra er frá Kirkjubæ. Guðmundur segist ætla að endurbyggja húsið. Hann sé þegar búinn að koma hross- unum fyrir annars staðar með góðra manna hjálp. „Það eru allir vinir hérna í dalnum,“ bætir hann við með áherslu. „Allir eru boðnir og búnir til að hjálpa mér. Hér hafa menn hringt hver á fætur öðrum til þess að bjóða mér hjálp við að byggja húsið upp og annað sem þarf að gera. Svona hlýhugur er ómetanlegur við þess- ar dapurlegu aðstæður.“ Lögregla rannsakar eldsupptök. jss@frettabladid.is Mátti ekki tæpara standa Hesthús í Víðidal stórskemmdist og tveir bílar eyðilögðust í bruna í Víðidal í fyrrinótt. Snarráðir slökkvi- liðsmenn björguðu sjö hrossum sem voru í húsinu. Það var vegfarandi sem lét vita af eldsvoðanum. BRUNASTAÐURINN Hesthúsið er illa farið eins og sjá má á myndinni. Bíllinn sem eldurinn kom upp í er ónýtur. En hrossin undu hag sínum vel eftir björgunina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það gekk illa að opna stíurnar sem hrossin voru í, því reykjarkófið var orðið svo þétt,“ segir Jörgen Valdimars- son, varðstjóri hjá slökkviliðinu, sem var á vettvangi í Víðidalnum. Jörgen kveðst hafa reynt að opna fyrir hrossunum, en orðið frá að hverfa vegna kófsins. Tveir reykkafarar fóru þá inn, tókst að losa tvær keðjur sem lokuðu stíunum og reka flest hrossin út. Tvö þeirra vildu þó ekki yfirgefa stíurnar, en hross geta sem kunnugt er ruglast við aðstæður sem þessar og neitað að fara út. Einn slökkviliðs- manna, sem þekkir til hrossa, teymdi þau þá út og hestur sem var í innstu stíunni stökk þá á eftir um leið og búið var að losa efri keðjuna. „Við vorum á síðustu hálfu mín- útunni að bjarga hrossunum,“ segir Jörgen. Að því loknu settum við vatn í hjólbörur handa þeim og gáfum þeim heytuggu í gerðið. Þá róuðust þau strax.“ Jörgen Valdimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu: Tvö hross vildu fyrst ekki fara út JÖRGEN VALDIMARSSON SAMFÉLAGSMÁL Iðnskólinn í Hafnar- firði hefur boðist til þess að endur- reisa Krýsuvíkurkirkju, sem brann til grunna í byrjun janúar. Vinafé- lag Krýsuvíkurkirkju mun standa straum af kostnaði við bygging- una, segir Jónatan Garðarsson, formaður bráðabirgðastjórnar hins nýstofnaða félags. „Auðvitað getum við ekki byggt fornminjar, en við getum byggt kirkju sem byggir á gömlu kirkj- unni eins og hún var, og heimildum um þær kirkjur sem stóðu þarna á undan henni,“ segir Jónatan. Kostnaður við að endurreisa kirkjuna er áætlaður um níu millj- ónir króna. Þar af er kostnaður við vinnu við smíði kirkjunnar áætl- aður um 4 til 4,5 milljónir, en þar sem Iðnskólinn hefur boðist til að smíða kirkjuna fellur sá kostnað- ur niður. Til stendur að afla þeirra 4,5 til 5 milljóna sem upp á vantar með frjálsum framlögum, segir Jónat- an. Margir hafa þegar lýst áhuga á að leggja fé í verkið, til dæmis hafi hollensk hjón þegar lofað 150 þúsund krónum. Áætlað er að tvö ár taki að reisa kirkjuna, og því standa vonir til þess að hægt verði að flytja bygg- inguna á sinn stað sumarið 2012. Vinafélag Krýsuvíkurkirkju var stofnað 14. janúar, en þeir sem skrá sig í félagið til 27. febrúar verða skráðir stofnmeðlimir. - bj Vinafélag ætlar að safna framlögum til að endurbyggja Krýsuvíkurkirkju: Iðnskólinn smíðar kirkjuna BRANN Krýsuvíkurkirkja brann til kaldra kola í byrjun janúar. Safna þarf á fimmtu milljón króna fyrir endurbyggingu. EFNAHAGSMÁL Draga ætti launa- kostnað ríkisins og útgjöld til menntamála saman um fimmt- ung og afnema styrki í landbúnað- arkerfinu til að bregðast við erf- iðu efnahagsástandi, segir Frosti Ólafsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs Íslands. Þetta kom fram í erindi Frosta á fundi á vegum Samtaka atvinnu- lífsins, Félags forstöðumanna ríkis- stofnana og Stofnunar stjórnsýslu- fræða og stjórnmála við Háskóla Íslands um fjármál ríkisins á Grand hhóteli í gær. Lækka má útgjöld ríkisins til menntamála um tuttugu prósent án þess að veikja grundvöll kerfis- ins, sagði Frosti. Þá megi ná launa- kostnaði ríkisins niður um sama hlutfall með afnámi lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna umfram aðra og til lengri tíma með fækkun opinberra starfsmanna. Almennt þarf að skera niður fitulög í rík- isrekstrinum sem orðið hafa til á undanförnum árum og mögulega draga úr framboði á þjónustu, sagði Frosti. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri opinbera hlutafélagsins Matís, var því ósammála að fitulag væri til staðar hjá ríkinu. Hins vegar vanti stefnu og forgangsröðun. „Það er ekkert bruðl í kerfinu,“ sagði Sjöfn í erindi sínu á fundin- um í gær. Laun opinberra starfs- manna séu ekki há og ekki hægt að ná fram verulegum sparnaði með því að lækka þau. Ætli ríkið sér að spara verði það að skera niður verk- efni og störf. - bj Aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs: Vill afnema styrki til landbúnaðarins NIÐURSKURÐUR Frosti sagði meðal ann- ars að draga ætti launakostnað ríkisins saman um fimmtung. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MALASÍA, AP Gestir tveggja moskna í Kúala Lúmpúr í Malasíu gengu fram á afskorin svínshöfuð þegar þeir gengu til bæna í gær. Atburðurinn kemur í kjölfar árása á kirkjur og deilur um notkun kristinna á orðinu „Allah“ fyrir guð, hefur fréttastofa AP eftir staðaryfirvöldum. Vanvirðingin við helga staði múslima er sögð sú alvarlegasta sem átt hefur sér stað eftir marg- vísleg skemmdarverk og árásir á ellefu kirkjur, eitt musteri síka, eina mosku og tvo bænastaði mús- lima í landinu. Meirihluti íbúa Malasíu er múslimar, en þeir álíta svín vera „óhreinar“ skepnur. - óká Vanvirða við helga staði: Svínshöfuð sett í tvær moskur HAUSINN Í POKA Rannsóknarlögreglu- maður lætur í poka svínshöfð sem fannst í mosku í Kúala Lúmpúr í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Icesave-málinu hefst á morgun og geta þeir sem ekki sjá sér fært að kjósa á kjör- dag kosið frá og með deginum í dag og fram til 6. mars þegar þjóðaratkvæðagreiðsla hefst. Það sama gildir um þá sem kjósa erlendis. Kosið er utan kjörstaðar hjá sýslumönnum, á aðalskrifstof- um eða í útibúum þeirra, að því er fram kemur á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins, www. kosning.is. Á vefnum má jafn- framt finna upplýsingar um Icesa- ve-málið og kosninguna. - jab Atkvæðagreiðsla um Icesave: Kosið utan kjör- staðar í dag IÐNAÐUR Toyota í Bandaríkjun- um hefur innkallað 6,5 milljónir bíla, bæði nýja og notaða, vegna hugsanlegs galla sem veldur því að bensíngjöf þeirra stend- ur á sér og gæti átt til að festast. Frá þessu er greint á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Vísað er til innköllunar í nóv- ember og annarrar í síðustu viku til að rannsaka og lagfæra umræddan galla. „Og til frekara öryggis hefur Toyota í Banda- ríkjunum nú stöðvað bæði sölu og framleiðslu bíla af átta gerð- um meðan gengið er úr skugga um hvort gallinn sé til staðar og hvort lagfæringar sé þörf,“ segir á vef FÍB. - óká Stöðva framleiðslu nýrra bíla: Kalla inn 6,5 milljónir bíla JEPPLINGUR Toyota í Bandaríkjunum hefur innkallað átta tegundir sem þar eru í sölu af nýjustu árgerðum, RAV 4, amer- íska Corollu, Highlander jeppa, Matrix, Avalon, Camry, Tundra og Sequoia. Viltu sjá bankahrunsskýrsluna áður en þú kýst um Icesave? Já 79,3 Nei 20,7 SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti að reyna að forðast að drepa ísbirni? Segðu skoðun þína á Vísi.is Sviptur og fékk háa sekt Ungur maður hefur verið dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir að aka bifhjóli á 186 kílómetra hraða í september á síðasta ári. Að auki var hann sviptur ökuréttindum í átta mánuði. DÓMSMÁL KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.