Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 20
20 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 15 Velta: 57,2 milljónir OMX ÍSLAND 6 815 -0,11% MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -3,70% MAREL -0,64% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 160,00 +0,00% ... Bakkavör 1,30 -3,70% ... Føroya Banki 132,00 +0,00% ... Icelandair Group 3,65 +0,00% ... Marel 62,00 -0,64% ... Össur 158,50 +0,00% DAGSKRÁ Atorka Group hf Fimmtudaginn 4. febrúar 2010 kl. 15:00 Hótel Hilton Reykjavik Nordica Stjórn Atorku Group hf. Í framhaldi af hluthafafundi sem haldinn var þann 22. janúar 2 þar sem a l nadr ttnar rt u hlutaf t r u er h r me a til hluthafafundar n rra hluthafa f la inu. 1. Breyting á samþykktum félagsins illa a er er um a samþ tum f la sins ver i re tt þ veru a varamenn ver i e i j rnir stj rn v i . r. samþ ta f la sins re tt til samr mis vi þa . 2. Kosning nýrrar stjórnar a s r fundarins till ur samr mi vi framan reint munu li ja frammi til s nis f rir hluthafa s rifst fu f la sins fr me 2 . janúar 2 . l sin ar um fram til stj rnar f la sins munu li ja frammi s rifst fu f la sins ei i s ar en 2. fe rúar 2 . RÁN L IGHT Léttur, vindheldur og vatnsfráhrindandi fatnaður sem hentar fjölbreyttu veðurfari. regnfatnaður Verð jakki: 7.800 kr. Verð buxur: 5.000 kr. Stærðir: 92-152 Verð: 4.900 kr. ANDVAR I Handprjónuð derhúfa úr 100% Merino ull. barna derhúfa ANDVAR I Vindheldur ullarjakki með mjúku fl ísfóðri og sérmótuðu sniði á olnbogum. vindheldur ullarjakki Verð jakki: 18.500 kr. Mikilvægt er að draga úr þeirri áhættu sem einkennt hefur banka- og fjármála- fyrirtæki síðustu ár, að mati helstu fjármálasérfræðinga heimsins. Áhrif kreppunnar eru mönnum ofarlega í huga í Davos. Umræður um hert eftirlit með bönkum og fjármálafyrirtækj- um voru ofarlega á baugi á fyrsta degi ársþings Alþjóðaefnahags- ráðsins (World Economic Forum) sem hófst í Alpabænum Davos í Sviss í gær. Fjárfestirinn heimskunni George Soros lagði ríka áherslu á nauðsyn þess að brjóta upp stór fjármálafyrirtæki auk þess að mæla með ströngum reglum til að hamla vexti þeirra. Ummæli Soros, sem koma í beinu framhaldi af keimlíkum hugmynd- um Baracks Obama Bandaríkja- forseta, féllu í matarboði þátttak- enda á þinginu með blaðamönnum. Hann gerði grín að gagnrýnend- um, sagði þá heyrnardaufa. Fleiri gripu boltann á lofti, svo sem hagfræðingurinn Nouriel Roubini. Hann vill ganga lengra og mælti með því að dusta rykið af „Glass-Steagall“-lögunum, sem sett voru í Bandaríkjunum í kjöl- far kreppunnar miklu árið 1932, en þau meina viðskiptabönkum að stunda fjárfestingarbankastarf- semi. Rætt hefur verið um lögin um nokkurra mánaða skeið vest- anhafs. Ljóst er að þau leiða af sér róttækar breytingar í bankastarf- semi víða um heim. Á Davos-þinginu fyrir þremur árum lögðu fáir eyrun við þegar Roubini sagði skuldakreppu í vændum sem gæti leitt af sér djúpa fjármálakreppu. Spáin gekk eftir og var húsfyllir þegar hann mætti til pallborðsumræða á þinginu árið eftir. Þinginu lýkur á sunnudag. Vilja dusta rykið af átta- tíu ára kreppulögum MARKAÐSPUNKTAR ■ Fjárfestar sem eiga skuldabréf á gamla Landsbankann vænta þess að fá sjö prósent upp í kröfur. Virði bréfanna hefur hækkað um tæp fimmtíu prósent frá því forseti Íslands synjaði Icesave-lögum stað- festingar. ■ Samkeppniseftirlitið gerir engar athugasemdir við samruna Íslands- banka og Geysis Green Energy (GGE). Á meðal eigna félagsins er hlutur í HS Orku og Jarðboranir, að því er segir í tilkynningu. ■ Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur sam- þykkt að lækka breytilega vexti á leiguíbúðalánum úr 5,4 prósentum í 4,90. Fastir vextir haldast óbreyttir í 4,55 prósentum með uppgreiðslu- álagi, að því er fram kemur í tilkynningu. Mikill fjöldi áhrifamanna af ýmsum sviðum víða að úr heiminum hefur bókað sig á ársþingið í Davos. Þar á meðal eru að minnsta kosti fimm Íslendingar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þáði boð um að mæta á þingið. Hann mun taka þátt í umræðum í nokkrum af þeim 227 málstofum sem í boði eru. Málstofurnar eru einkennandi fyrir þingið að þessu sinni, en þær fjalla um viðbrögð við kreppunni, samstarf ríkja til að komast upp úr henni auk þess sem horft verður til framtíðar. Aðrir Íslendingar sem skráðir eru á þingið í ár eru Jón Sigurðsson, for- stjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, Jón S. von Tetzchner, stofnandi og fyrrverandi forstjóri norska vafrafyrir- tækisins Opera Software, Guðni Dagbjartsson, aðstoðarforstjóri fyrir- tækjasamsteypunnar ABB í Sviss, og Björgólfur Thor Björgólfsson. FIMM ÍSLENDINGAR Á DAVOS FJÁRMÁLASPEKÚLANT George Soros segir þá heyrnardaufa sem ekki hlusti á rök sem mæli með aðskilnaði viðskipta- og fjárfestingarstarfsemi banka. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Evrópski seðlabankinn ætlar ekki að láta efnahagsvanda einstakra evruríkja hafa áhrif á vaxtastefnu bankans. Þetta segir Axel Weber, seðlabankastjóri Þýskalands, sem jafnframt á sæti í bankaráði evr- ópska seðlabankans. „Stjórn peningamála lýtur að öllu myntbandalaginu. Við getum ekki látið einstaka hluta þess hafa áhrif á vaxtaákvörðun okkar,“ sagði hann í samtali við CNBC-sjónvarpsstöð- ina í Davos í Sviss í gær. Hann vís- aði til bágrar stöðu Grikklands og sagði stjórnvöld þar verða að halda sínu striki og draga úr gríðarlegum fjárlagahalla til að koma rekstri hins opinbera á réttan kjöl. - jab Horfa á heildina AXEL WEBER Vandi fárra á ekki að hafa áhrif á heildina, segir seðlabankastjóri Þýskalands. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Eignir ýmissa lánafyr- irtækja lækkuðu um 8,1 milljarð króna á milli mánaða og námu 1.294,8 milljörðum króna í lok síðasta árs, að því er fram kemur í bráðabirgðatölum Seðlabankans, sem birtar voru í gær. Þetta jafngildir 0,6 prósenta lækkun á milli mánaða en 0,9 prósenta aukningu á milli ára. Innstæður lánafyr- irtækjanna hjá Seðlabankanum hafa aukist gríðarlega á milli ára en þær fóru úr tæpum 4,4 milljörðum króna í 35 milljarða í desem- ber, sem jafngildir rétt tæplega sjö hundr- uð prósenta aukningu á milli ára. Á móti hefur verulega dregið úr handbæru fé, eða sjóðum, lánafyrir- tækjanna. Féð nam 62 milljónum króna fyrir ári en aðeins fjórum milljónum í lok síðasta árs. Þá nam verðmæti eignaleigusamninga 134 milljörðum króna í lok árs, sem jafngildir 28 prósenta samdrætti á milli ára. Eigið fé lánafyrir- tækjanna lækkaði um 10,5 milljarða króna, eða tæp fjórtán prósent á milli mánaða í desember og stóð í 65,4 milljörðum króna í lok síðasta árs. Eignaleigusamningum fækkar BÍLAFLOTI Verðmæti eignaleigusamninga lækk- aði um 28 prósent á milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.