Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 28. janúar 2010 13 SAMGÖNGUR Alls flugu 101.504 flugvélar um íslenska flugstjórn- arsvæðið á síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu Flug- málastjórnar. Mun það vera í þriðja sinn á jafnmörgum árum sem fjöldi véla fer yfir 100 þús- unda markið. „Ef miðað er við árið 2008 þá dróst flugumferð saman um 8 pró- sent en þá fóru 110.366 flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið og höfðu aldrei orðið fleiri,“ segir í tilkynningunni. Í fyrra var rétt tæpur fjórðung- ur flugumferðarinnar, eða 24,4 prósent, vélar í flugi til og frá Íslandi. Árið 2008 var hlutfallið 27,8 prósent. „Að meðaltali komu 278 flugvélar á dag inn á svæð- ið.“ Á síðasta ári er flugumferðin sögð hafa verið mest í ágúst eða tæplega 12 þúsund flugvélar. „Eins og búast mátti við voru flugvélar Icelandair tíðustu gest- irnir inni á svæðinu, sem er 5,4 milljónir ferkílómetra að stærð. Því næst komu í réttri röð þýska félagið Lufthansa, British Air- ways, United Airlines og Delta Airlines.“ Flugmálastjórn segir oftast hafa verið flogið inn á flugstjórn- arsvæðið vegna flugleiðarinnar á milli Lundúna og Los Angeles. Í öðru sæti var svo flugleiðin milli Lundúna og San Francisco og svo í þriðja sæti milli Kaupmanna- hafnar og Keflavíkur. - óká TÖLVUGERÐ 787-ÞOTA Boeing-þotur voru algengastar á íslenska flugstjórnarsvæðinu í fyrra, Boeing 777-200 algengastar, 767-300 í öðru sæti og í þriðja sæti var Boing 757-200. Flugmálastjórn birtir tölur um flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu: Átta prósenta samdráttur milli ára FÉLAGSMÁL Vegna leiks Íslands og Noregs á Evrópumeistaramótinu í handknattleik hefur verið ákveð- ið að fresta fyrirlestri Sigursteins Mássonar, formanns Geðhjálpar, um andlega sjálfsvörn sem halda átti í BSRB-húsinu klukkan fjög- ur í dag, fimmtudag. Fram kemur á vef Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) að fyrirlesturinn verði í staðinn haldinn á sama tíma fimmtudaginn 4. febrúar og sé í boði BSRB. Fyrirlesturinn er sagður taka um 35 mínútur og hugsað- ur sem andsvar við tvíhyggju, eða aðgreiningu líkama og sálar. Meðal annars er fjallað um varn- ir gegn neikvæðum hugsunum og áreiti í samskiptum fólks, um óttann og hluti sem raunverulega skipta máli í lífinu. - óká Leikur Íslands og Noregs: Andlegri sjálfs- vörn frestað FUGLAR Fuglavernd hvetur lands- menn til að skoða og skrá fjölda og tegundir fugla í görðum um næstu helgi, frá föstudegi til sunnudags, einn klukkutíma í senn. Þá er átt við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Áhugasömum er bent á að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að gefa þeim daglega til að lokka að fugla. Markmiðið er að afla upplýs- inga um og vekja áhuga á fuglum og töfrum þeirra. Upplýsingar um fóðrun garð- fugla er hægt að finna á vef Fuglaverndar www.fuglavernd.is og á Garðfuglavefnum www.fsu.is/ ~ornosk/gardfuglar/. Á Garðfugla- vefnum geta þátttakendur einnig skráð niðurstöður sínar og sent þær inn rafrænt. - sbt Samtökin Fuglavernd: Hvetja til fugla- skoðunar AUÐNUTITTLINGUR Meðal fugla sem finna má í íslenskum görðum er auðnu- tittlingur. MYND/ÖRN ÓSKARSSON Varð vélarvana við Grindavík Draga þurfti vélarvana trillu til hafnar í Grindavík um miðjan dag í gær. Á vef bæjarfélagsins kemur fram að björg- unarskipið Oddur V. Gíslason hafi verið kallað út rétt upp úr klukkan eitt eftir hádegi. Tæpri klukkustund síðar hafði taug verið komið í bátinn. SJÁVARHÁSKI staðgreiðslu Breytingar á Þrepaskiptur tekjuskattur Staðgreiðsla skatta verður nú reiknuð í þremur þrepum. Útreikningur fyrir mánaðartekjur verður sem hér segir: Af fyrstu 200.000 kr. ........................................... 37,22% Af næstu 450.000 kr. ......................................... 40,12% Af fjárhæð umfram 650.000 kr. ..................... 46,12% Þegar laun eru greidd vikulega skal reikna staðgreiðslu skatta af launum sem hér segir. Af fyrstu 46.027 kr. ............................................. 37,22% Af 46.028-149.589 kr. ........................................ 40,12% Af launum umfram 149.589 kr. ..................... 46,12% Ef laun eru breytileg er heimilt að jafna þeim milli vikna, innan mánaðarins, þannig að staðgreiðsla mánaðarins verði rétt. Persónuafsláttur Persónuafsláttur ársins 2010 er 530.466 kr. eða 44.205 kr. á mánuði. Við ákvörðun staðgreiðslu op inberra gjalda frá og með 1. janúar 2010 skal því draga per sónu afslátt frá reiknuðum skatti sem hér segir: • Ef launatímabil er einn mánuður ........ 44.205 kr. • Ef launatímabil er hálfur mánuður ..... 22.102 kr. • Ef launatímabil er fjórtán dagar ......... 20.346 kr. • Ef launatímabil er ein vika ..................... 10.173 kr. • Ef launatímabil er annað en að framan greinir skal ákvarða persónuafslátt launatímabils þannig: Kr. 530.466 X dagafjöldi launatímabilsins 365 Sjómannaafsláttur Sjómannaafsláttur verður 987 kr. á dag. Frítekjumark barna Börn sem fædd eru 1995 og síðar og ná því ekki 16 ára aldri á árinu 2010 greiða 6% skatt án persónuafsláttar af tekjum sín- um umfram 100.745 kr. Frádráttur vegna iðgjalda í lífeyrissjóð Greidd lífeyrissjóðsiðgjöld, 4% af launum til við ur kenn dra lífeyris sjóða, eru frádráttarbær og ber að taka mið af því við afdrátt staðgreiðslu. Heimilt er að veita til viðbótar frádrátt allt að 6% af iðgjaldsstofni vegna viðbótargreiðslu í séreignarsjóð, til aukn ingar líf eyr is réttinda eða lífeyris sparnaðar. Laun frá fleiri en einum launagreiðanda Þeir sem hafa laun frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að passa að rétt hlutfall sé notað við útreikning á staðgreiðslu. Fari laun yfir 200.000 kr. hjá einum launagreiðanda þarf að reikna 40,12% staðgreiðslu af launum hjá öðrum launagreið- endum, eða eftir atvikum 46,12%. Tryggingagjald Tryggingagjald verður 8,65%, frá 1. janúar 2010. Endurreikningur við álagningu Ef annað hjóna/samskattaðra er með tekjur í efsta þrepi en hitt ekki, er gerð leiðrétting til lækkunar við álagningu, í fyrsta skipti 2011. Ekki þarf að sækja um leiðréttingu, hún er gerð þegar skattframtal er afgreitt. Sjá nánar á www.rsk.is um færslu milli þrepa, umsókn um endurgreiðslu og fleira. Nánari upplýsingar um skattalagabreytingarnar er að finna á www.rsk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.