Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR 28. janúar 2010 — 23. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ULLIN hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi undanfarið. Nú virðast fleiri þjóðir vera að vakna til lífsins um gæði þessarar náttúruafurðar. Karl Bretaprins hefur til að mynda vakið athygli á ullinni. Þá hefur verið ákveðið að alþjóðleg ullarvika verði haldin vikuna á undan tískuvikunni í London í september. Fatasmekkurinn mótað-ist af dansáhuganumSandra Erlingsdóttir kennir bæði hiphop dfatnaði í and hi Sandra kennir hip hop- og afródans í Kramhúsinu milli þess sem hún hannar og smíðar skartgripi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON eirberg.is • 569 3100 • S Fæst í apótekum Rodalon– alhliða hreingeog sótthreinsun • Fyrir baðherbergi • Eyðir lykt úr íþrótt• Vinnur gegn mygl• Fjarlægir óæskile• Eyðir fúkka úr tjöl Augnháralitur og augnbrúnaliturTana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!!Plokkari með ljósi VEÐRIÐ Í DAG verkfÆri Sérblað • Fimmtudagur 28. janúar 2010 SANDRA ERLINGSDÓTTIR Hip hop-dansinn litar fatasmekkinn • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS ...er að eiga alltaf lýsi VERTU MEÐ Á BYLGJUNNI OG FACEBOOK EM 2010 Íslenska landsliðið í handknattleik mætir Noregi á EM í dag en leikurinn hefst klukkan 15.00. Strákunum dugar jafntefli í leiknum til þess að kom- ast í undanúrslit keppninnar og leika þar með til verðlauna á öðru stórmótinu í röð. Íslenska þjóðin mun hvetja strákana til dáða bæði hér heima sem og í Austurríki þar sem unn- ustur og eiginkonur margra leikmanna eru mætt- ar. Sjómenn frá Grundarfirði munu þó líkast til hafa hæst allra í Wiener Stadthalle í dag en þeir hafa farið mikinn á pöllunum í síðustu leikjum. Þeir kváðu meðal annars hina háværu króatísku áhorfendur í kútinn með frumsömdum lögum og textum. Hér heima má nefna að foreldrum nem- enda í Grandaskóla er boðið að koma að horfa á leik íslenska liðsins í dag. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari býst við erfiðum leik enda verður Noregur að vinna leikinn með fjórum mörkum til þess að eygja von um að komast í undanúrslit. Ólafur Stefánsson fyrirliði býst einnig við hörku- leik og varar við því að menn séu of hrokafullir. - hbg/sjá síðu 44 og 50 Strákarnir okkar eru aðeins einu skrefi frá því að spila til verðlauna á EM: Þjóðin verður límd við skjáinn MÁR GUÐMUNDSSON Hafði tröllatrú á skegg-kokkunum Hárskeri seðlabankastjóra sá um raksturinn FÓLK 40 Feminískt sjónarhorn Brynhildur og Þórey Mjallhvít Heiðar- og Ómarsdætur endur- segja ævintýri og þjóðsögur um stelpur. TÍMAMÓT 30 Deilt um ís- lenska tungu Páll Magnússon segir það koma til greina að breyta reglum í Söngvakeppni Sjónvarpsins. FÓLK 50 HANDVERKFÆRI Nýjungar, fróðleikur og gagnlegar ábendingar Sérblað um handverkfæri FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. ÉL Á STÖKU STAÐ Í dag verður hæg vestlæg átt, víða 3-8 m/s. Él eða slydduél á stöku stað en yfirleitt þurrt og bjartara NA-lands. Hiti víða um eða undir frostmarki. VEÐUR 4 1 0 -2 2 4 Úr rokkinu í fótboltann Ásgeir Börkur Ásgeirsson hættir í Shogun til að einbeita sér að Fylki. FÓLK 50 HEILBRIGÐISMÁL Ný úttekt landlækn- isembættisins á stöðu öryggismála vegna mönnunar á Landspítalanum, sem unnin var að beiðni heilbrigðis- ráðherra, var að stórum hluta byggð á upplýsingum úr sjúklingaflokkun- arkerfi sem hefur ekki verið upp- fært í langan tíma og var aflagt í nóvember. Félag íslenskra hjúkrun- arfræðinga (FÍH) gagnrýnir úttekt- ina harðlega. „Við greiningu embættisins er notað tæki sem hefur ekki verið upp- fært síðan 2004 og innleiða á nýtt matskerfi sem mælir raunverulega hvað er gert,“ segir Elsa B. Frið- finnsdóttir, formaður FÍH. „Þetta er því mjög ófullkomið mælitæki sem þarna er byggt á. Á sama tíma hvet- ur heilbrigðisráðherra landlæknis- embættið til að auka eftirlit vegna niðurskurðar, þegar í raun eru engin áreiðanleg mælitæki til svo að emb- ættið geti sinnt lögbundnu eftirlits- hlutverki sínu.“ Vegna niðurskurðar á Landspít- ala var upptöku nýs sjúklingaflokk- unarkerfis frestað. Eins og stað- an er í dag fer því engin skráning fram á Landspítala til þess að meta hjúkrunarþyngd eða þá hjúkrun sem veitt er. Sjúklingaflokkunarkerfið sem liggur til grundvallar niðurstöðu landlæknisembættisins er frá árinu 1994. Samningi á milli Land- spítala og fyrirtækisins sem sá um uppfærslu kerfisins var sagt upp árið 2004 og hefur það ekki verið uppfært síðan. Vegna fyrirhug- aðs flutnings á sjúklingabókhaldi á Landspítala í nýtt kerfi var sjúk- lingaflokkun og þar með mælingu á hjúkrunarþyngd hætt í nóvember 2009. Elsa segir að fleira veiki niður- stöðu landlæknisembættisins. „Það vita það allir að atvikaskráningin sem embættið vitnar til í úttektinni er mjög ófullkomin, en hún hefur reyndar verið það lengi. Það er því verið að bera ófullkomna mælingu við aðra ófullkomna.“ Atvikaskrán- ing LSH tekur til frávika sem hjúkr- unarstarfsfólk telur að geti ógnað öryggi sjúklinganna, segir Elsa. Laura Sch. Thorsteinsson, verk- efnisstjóri gæða- og lýðheilsusviðs landlæknisembættisins, vildi ekki tjá sig um gagnrýni FÍH þegar eftir því var leitað. Ástæðan er að emb- ættið vinnur nú að frekari skoðun á öryggi á LSH. - shá Úttekt landlæknis á öryggi sögð gölluð Félag hjúkrunarfræðinga gagnrýnir úttekt landlæknisembættisins á stöðu ör- yggismála á Landspítalanum harðlega. Gagnagrunnurinn sem úttektin byggist á var síðast uppfærður 2004. Embættið tjáir sig ekki en vinnur í málinu. BRUGÐIÐ Á LEIK Herbergisfélagarnir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson, sem ganga undir nafninu Snobbi í landsliðinu, brugðu á leik í herbergi sínu í gær. Róbert les hér fyrir Snorra Stein. FRÉTTABLAÐIÐ/E. STEFÁN TÆKNI Steve Jobs, forstjóri tækni- fyrirtækisins Apple, svipti hul- unni af nýrri tölvu á tækni- ráðstefnu í San Fransisco í Bandaríkjunum í gær ásamt því að kynna netbókaverslunina iBooks. Tölvan nefnist iPad og kemur á markað eftir um tvo mánuði. Hún er 24 sentimetrar á hæð, nítján sentimetrar á breiddina, aðeins 1,3 sentimetra þykk og vegur rétt tæp sjö hundruð grömm. iPad-tölvan er með snertiskjá en við hana má tengja lyklaborð. Tengja má tölvuna við staðar- net (Wi-Fi), vafra um á netinu og gera flest það sem mögulegt er með hefðbundnum tölvum. - jab Nýjungar úr ranni Apple: Nýr iPad lítur dagsins ljós STEVE JOBS Forstjóri Apple svipti hul- unni af nýrri tölvu og netbókaverslun í San Fransisco í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Markið dugði ekki Carlos Tevez skoraði aftur gegn Man. Utd en United vann leikinn og komst í úrslit deildarbikarsins. ÍÞRÓTTIR 46 EFNAHAGSMÁL Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að örlög Íslands í efnahagskrepp- unni ættu að vera öðrum þjóðum víti til varnaðar. Þetta sagði for- setinn, sem nú er á fundi í Davos í Sviss, í viðtali við Wall Street Journal. Ólafur segist telja að íslenskt efnahagslíf fari að sækja í sig veðrið á seinni hluta þessa árs og á því næsta. Lykillinn að bættu efnahagslífi sé lausn á Icesave- deilunni. Hann segist ekki hafa rætt við fulltrúa Breta og Hol- lendinga í Davos. „Torgið í þess- um bæ er stórt og það á eftir að koma í ljós hvort við hittumst.“ - th Forsetinn um örlög Íslands: Öðrum víti til varnaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.