Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 14
14 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR FJÖLMIÐLAR Hópur Austfirð- inga hefur boðað til mótmæla við starfsstöð Ríkisútvarpsins á Austurlandi (RÚVAust) á laug- ardag. Hópurinn vill mótmæla niðurskurði hjá stofnuninni en þremur starfsmönnum RÚVAust var sagt upp í liðinni viku og útlit er fyrir að útsendingar svæðis- stöðvarinnar leggist af. Austurglugginn sagði frá. Í ályktun sem hópurinn sendi frá sér í gær segir að eftir aðgerðirn- ar standi RÚV ekki lengur undir nafni sem útvarp allra lands- manna þar sem það geti ekki lengur sinnt skyldum sínum. - shá Mótmæla niðurskurði RÚV: Stendur ekki undir nafni SAMKEPPNISMÁL Bitur reynsla sýnir að bankar taka eingöngu ákvarð- anir sem stuðla að hámarks- hagnaði hverju sinni, án tillits til afleiðinga. Bönkunum er því ekki treystandi til að gæta að sam- keppnismarkmiðum. Þetta segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinn- ar. Hann sendi Samkeppniseftir- litinu harðort bréf nýverið vegna umræðu um yfirtöku banka á fyr- irtækjum á samkeppnismarkaði. Eins og sagt hefur verið frá í Fréttablaðinu komst áfrýjunar- nefnd samkeppnismála að þeirri niðurstöðu að heimildir Samkeppn- iseftirlitsins til að setja skilyrði við yfirtöku banka á fyrirtækjum séu ríkari en eftirlitið taldi. Í bréfinu bendir Baldur á að Samkeppniseftirlitið hafi enga burði til að fylgjast með því að bankarnir vinni ekki gegn sam- keppnislögum í þeim fyrirtækj- um sem þeir taki yfir. Það nálgist kjánaskap hjá eftirlitinu að setja fram slík óskhyggjumarkmið. „Af þessu leiðir að líta verður á eignarhald bankanna á fyrirtækj- um á samkeppnismarkaði sem ógn við markmið samkeppnislaga, en ekki styrk fyrir samkeppnina eins og Samkeppniseftirlitið ályktar,“ segir í bréfi Baldurs. „Sá fjárhagslegi styrkur sem bankarnir veita með aðkomu sinni gerir yfirteknu fyrirtækjunum kleift að vaða á skítugum skónum yfir keppinauta sína með undir- boðum og misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu, halda þeim niðri og koma þannig í veg fyrir eðlilega samkeppni,“ segir í bréfinu. Ótækt er að bankar taki yfir rekstur fyrirtækja á samkeppnis- markaði, segir Baldur. Eðlilegra væri að setja fyrir- tæki, sem hafi verið illa rekin og séu of skuldsett, í þrot. Þá geti aðrir keypt úr þrotabúinu, eða komið nýjum fyrirtækjum inn á erfiðan markað. Baldur tekur Húsasmiðjuna sem dæmi, einn samkeppnisaðila Múr- búðarinnar á byggingavörumark- aði. Landsbankinn tók fyrirtækið yfir á síðasta ári og kom í veg fyrir að fyrirtækið færi í þrot. Baldur fullyrðir í samtali við Fréttablaðið að Landsbankinn hafi hafnað því að selja fyrirtækið og kjósi frekar að reka það áfram enn um sinn. Baldur bendir í bréfi sínu á risa- vaxið húsnæði Bauhaus sem enn standi autt. „Allt eins mætti álykta að með því að halda Húsasmiðj- unni á floti, þá sé verið að koma í veg fyrir að Bauhaus taki til starfa og þar með verði minni samkeppni en ella.“ brjann@frettabladid.is Eignarhald banka ógn við samkeppni Bönkunum er ekki treystandi til að gæta að samkeppnismarkmiðum hjá yfir- teknum fyrirtækjum segir framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. Með fjárhagsleg- um styrk bankanna geta fyrirtæki vaðið yfir keppinautana á skítugum skónum. SAMKEPPNI Mögulega væri búið að opna Bauhaus-verslun hér á landi ef Húsasmiðjan hefði ekki fengið líflínu frá Landsbankan- um segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Auglýsingasími – Mest lesið FÓLK Það hefur verið líf í tuskunum í Háteigskirkju þessa vikuna, þar hafa fjörutíu unglingar frá jafn- mörgum löndum fræðst um föðurlönd hinna, menn- ingu í breiðum skilningi og trúarbrögð. Ungling- arnir, sem flestir eru um fimmtán ára gamlir, eru frá litlum bæ í Norður-Tyrklandi, smábæ á Sikiley, frá Vilníus í Litháen og svo frá Íslandi. Björgvin Þórðarson, framkvæmdastjóri Háteigs- kirkju, hefur haft umsjón með verkefninu sem er styrkt af Evrópu unga fólksins. Hugmyndin að verkefninu kviknaði í fyrra, segir Björgvin, sem þótti það áhugaverð hugmynd að leiða saman ungl- inga af ólíku þjóðerni. „Þetta hefur tekist afar vel, þau skemmta sér vel saman og eru metnaðarfull í sinni menningarkynningu,“ segir Björgvin sem er afar ánægður með verkefnið til þessa, krakkarnir læri heilmikið um menningu annarra og fá að sjá hvernig jafnaldrar þeirra búa. Í apríl hittist hóp- urinn svo aftur á Ítalíu og svo er Tyrklandsferð á dagskránni með haustinu. - sbt Fjörutíu unglingar læra um Evrópumenningu: Fjölþjóðlegt fjör í Háteigskirkju MIKIÐ FJÖR Unglingar frá Íslandi, Ítalíu, Tyrklandi og Litháen á tröppum Háteigskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VERÐ KR. 9.900 VERÐ KR. 13.900 Handklæða-ofnar Hitastýrð sturtusett með öllu MILLJÓNIR BEINT Í VASANN Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni. ÖRN Á FLUGI Ljósmyndari náði að fanga þennan örn á filmu þar sem hann sveimaði yfir hreiðri sínu í Mex- íkó. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMKEPPNI Landsbankanum er full- kunnugt um þá viðkvæmu stöðu sem nú er uppi og hefur fullan skilning á nauðsyn samkeppninn- ar, segir í svari bankans við fyrir- spurn Fréttablaðsins. Þar segir að samkeppnisstaðan sé best tryggð með því að tryggja lífvænlegum fyrirtækjum rekstrargrundvöll. Landsbankinn mun stunda áfram venjulega bankastarfsemi löngu eftir að yfirstandandi erfiðleik- um lýkur. Því er það hagur bank- ans að mörg sterk fyrirtæki séu á markaði. Hagur bankans, fyrir- tækjanna, og samfélagsins alls fer saman, segir í svari bankans. „Það blasir við og óskiljanlegt að nokkur haldi því fram að hagsmun- um bankans sé betur þjónað með því að rústa framtíð hugsanlegra, eða jafnvel núverandi, viðskipta- vina,“ segir þar ennfremur. Bankinn telur alls ekki heppi- legast í öllum tilvikum að taka yfir fyrirtæki og halda rekstri þeirra áfram. Mörgum fyrirtækjum hafi þegar verið stefnt í gjaldþrot. Almannahagsmunir krefjist þess þó að lífi sé haldið í fyrirtækjum í góðum rekstri, þó þau séu of skuld- sett. Slíkar skuldsetningar tengist oft gengishruni krónunnar. Landsbankinn telur að sam- keppni muni ekki bíða varanlegan skaða af skammvinnu eignarhaldi banka á nokkrum fyrirtækjum. Oftar en ekki mæli samkeppnis- sjónarmið með því að fyrirtæki séu ekki sett í þrot. - bj Segja samkeppni best tryggða með því að bjarga lífvænlegum fyrirtækjum: Hafa skilning á nauðsyn samkeppni AÐALÚTIBÚ LANDSBANKANS Bankinn telur alls ekki heppilegast í öllum tilvik- um að taka yfir fyrirtæki og halda rekstri þeirra áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.