Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 62
50 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Ásbjörn Óttarsson. 2 6,6 prósent. 3 Wine For My Weakness sem kom út 2007. „Það er klárlega rétturinn 3sp á Núðluhúsinu. Þeir sem neita því hafa annaðhvort ekki smakkað réttinn eða eiga heima á geð- deild Landspítalans.“ Emmsjé Gauti rappari. „Þetta var bara sameiginleg ákvörðun. Þar sem hann er bæði góður söngvari og góður í fótbolta og búinn að vinna svo lengi að því að ná þessum árangri í fótbolta þá er erfitt að koma í veg fyrir það,“ segir Jóakim Sigurðarson, bassa- leikari þungarokksveitarinnar Shogun. Söngvarinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson, hefur sagt skilið við félaga sína og ætlar í staðinn að einbeita sér að fótboltaferlinum með Fylki. Lokatónleikar Shog- un, sem vann Músíktilraunir árið 2007, verða á Grand Rokk á laug- ardagskvöld. Eftir þá skilja leið- ir og ætla Jóakim og félagar að stofna nýja hljómsveit með nýjum söngvara. Ásgeiri Berki þykir leiðinlegt að kveðja félaga sína en fótbolt- inn varð á endanum ofan á. „Við vorum komnir á fullt fyrr í vetur og vorum að spila mikið,“ segir hann um Shog- un. „Svo var bara svo mikið að gera í fótboltanum líka og ég tók þá ákvörðun að mig langaði að einbeita mér að honum og gera einhverja hluti þar,“ segir hann og viðurkennir að atvinnu- mennska sé langtíma- markmiðið. „Stefn- an er eins og alltaf síðan ég var lít- ill að reyna að verða atvinnu- maður. Vonandi gerist það einhvern tímann.“ Á fótboltavellinum er hinn 22 ára Ásgeir hörkunagli sem kall- ar ekki allt ömmu sína. Hann vill þó ekki meina að rokkið hafi kallað fram þennan leikstíl. „Svona spil- aði ég alltaf áður en ég byrjaði að hlusta á þungarokk,“ árétt- ar hann. Spurður hvort tár muni falla uppi á sviðinu á Grand Rokk hlær Ásgeir. „Ég veit það nú ekki en það verður skrítið að vera ekki í hljómsveit. Ég finn það þegar við erum að æfa fyrir þessa tónleika að það eru ennþá neistar í gangi.“ -fb Kveður rokkið og snýr sér að boltanum SHOGUN Lokatónleikar hljómsveitar- innar Shogun verða á Grand Rokk á laugardagskvöld. MEÐ FYLKI Langtímamark- mið Ásgeirs er að komast í atvinnu- mennskuna. Í síðustu viku var tilkynnt að útvarpsþátturinn Party Zone væri hættur á Rás 2, dansþyrstum Íslendingum til mikilla ama. Þeir gátu þó tekið gleði sína á ný í gær því þá barst tilkynning frá Ólafi Páli Gunnarssyni að Party Zone kæmi aftur á dagskrá og yrði hér eftir á fimmtudagskvöldum. Á vefsíðu þáttarins, pz.is, kom fram að þessi nýja tímasetning gæfi ráðrúm til að prófa nýja hluti. Og þetta er allt saman gott og blessað ef ekki væri fyrir skondna frétt á áðurnefndum vef þegar tilkynnt var um brotthvarf þáttarins. Niðurlag hennar hljómar svona: „Okkur stóð til boða að vera á dagskránni á virkum kvöldum en ákváðum við að afþakka það boð þar sem það er ekki í anda PZ [Party Zone] að vera á virkum kvöldum. PZ hefur alltaf verið, er og verður alltaf laugardags- prógram.“ Skjótt skip- ast veður í lofti, líka í danstón- listinni. Meistari Bjartmar Guðlaugs- son hamrar nú inn nýrri plötu í hljóðverinu Geimsteini í Keflavík. Tónlistin er tekin inn að mestu „læf” enda Bjartmar með þétt band með sér. Þar fer fremstur ungur gít- arleikari, Birkir Rafn Gíslason, áður kenndur við hljómsveitina Single Drop. Aðrir eru Júlíus, sonur Rúnars heitins Júl, og Egill Rafnsson, sonur Rafns heitins Jónssonar. Kreppu- óðurinn Feik-meik þýtur nú upp vinsældalistana en næsta lag sem Bjartmar setur í spilun heitir „Í gallann, Alan”. Ekki fylgir sögunni hver þessi Alan er. Platan er svo væntanleg með hækkandi sól. - fgg, drg FRÉTTIR AF FÓLKI Þó svo að stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins í handbolta sé ekki fjölmennur lætur hann vel í sér heyra á áhorfendapöllunum á leikj- um liðsins á Evrópumeistaramót- inu í Austurríki. Fréttablaðið hitti á galvaskan hóp sjómanna skömmu fyrir leik Íslands og Rússlands á þriðjudaginn hér í Stadthalle í Vín- arborg. „Við heitum Gullhópurinn,“ segir Hlynur Sigurðsson stoltur. „Við erum allir sjómenn úr Grund- arfirði,“ bætir hann við. Strákarnir eru níu talsins og létu vel í sér heyra gegn Rússunum á þriðjudaginn sem höfðu skiljan- lega afar hægt um sig á pöllunum. Enda var liðið kaffært af íslensku strákunum strax á upphafsmínútum leiksins. Gullhópurinn er með sína eigin söngva eins og alvöru stuðn- ingsmönnum sæmir og tilkynna viðstöddum reglulega á meðan leik stendur að þarna séu sannir vík- ingar á ferð. Gullhópurinn kom til Vínar á sunnudaginn og menn voru því fegnir að íslenska liðið hafði komið sér í góða stöðu í mótinu með sigri á Dönum í lokaumferð riðlakeppninn- ar í Linz. Þeir voru þó löngu búnir að ákveða að láta verða af ferðinni. „Við ákváðum að fara í þessa ferð í september síðastliðnum og fengum þessa góðu búninga í Henson,“ sagði Hlynur en Íslendingarnir voru auð- vitað klæddir í fánalitina frá toppi til táar. En þótt það hafi verið lítið mál að styðja liðið gegn Rússlandi var leikurinn gegn Króötum spenn- andi frá fyrstu mínútu til þeirr- ar síðustu. „Króatarnir voru mjög fjölmennir og létu vel í sér heyra,“ sagði Hlynur. „Um leið og þeir mættu einhverri mótspyrnu héldu þeir bara kjafti. Þeir byrjuðu ekki að hvetja aftur fyrr en þeir skor- uðu og komust aftur inn í leikinn. Við munum hins vegar styðja strák- ana alltaf jafn mikið, sama hvern- ig gengur,“ segir Hlynur en það má búast við mikilli víkingarimmu á pöllunum í dag þegar þeir íslensku mæta þeim norsku en í húfi er sæti í undanúrslitum mótsins. Hópurinn hefur augljóslega tröllatrú á „strákunum okkar“ því þeir hafa þegar ákveðið að vera í Vín fram yfir úrslitaleik keppninn- ar. Handvissir um að Ísland verði annað liðið í þeim leik. „Það er ekki spurning – enda erum við Gullhóp- urinn!“ eirikur@frettabladid.is HLYNUR SIGURÐSSON: GULLHÓPURINN LÆTUR TIL SÍN TAKA Þögguðu niður í króatísku stuðningsmönnunum GULLHÓPURINN Strákarnir níu eru allir frá Grundarfirði, en þar láta sjómenn hættur hafsins bíða um sinn, enda ætla þeir að styðja íslenska landsliðið í handbolta alla leið í úrslitaleikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/EÁS „Það hefur engin ákvörðun verið tekin en ég reikna með að það verði gert eftir helgi,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur til að endurskoða reglur um Söngvakeppni Sjónvarpsins en eins og þær eru í dag er höf- undum frjálst að flytja lagið á hvaða tungumáli sem er. Eins og Fréttablaðið greindi frá í þessari viku þá er aðeins eitt lag eftir í núverandi keppni sem sungið er á íslensku en það er lag Hvanndalsbræðra, Gleði og glens. Páll vildi ekk- ert gefa upp hvernig vind- ar blæsu í þessu máli en sagði vissulega skrýt- ið að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að frumsamin íslensk lög fyrir íslenska keppni skyldu nán- ast öll vera sungin á ensku. Félag tónskálda og textahöfunda hefur lengi verið þeirrar skoðunar að mönnum ætti að vera frjálst að syngja á hvaða tungumáli sem er. Jakob Frímann Magnússon, for- maður félagsins, segir að sér þætti það undarlegt ef þess- ar breytingar yrðu að veruleika. „Annaðhvort er þetta íslensk dag- skrárgerð fyrir íslenska áhorfend- ur sem á að fara fram á íslensku eins og forsvarsmenn Sjónvarps- ins hafa stundum haldið fram eða þetta er keppni um hvaða lag þykir sigurstranglegast í alþjóðlegri keppni eins og við í FTT höfum skilið þetta. Það er nú stóra spurn- ingin,“ segir Jakob en tekur skýrt fram að hann sé mikill talsmaður þess að sungið sé á íslensku. Slíkt eigi bara ekki við um svona keppni. - fgg Deilt um íslenska tungu ÁKVÖRÐUN TEKIN EFTIR HELGI Páll Magnússon segir það vel koma til greina að breyta reglum um á hvaða tungu lögin í Söngva- keppni Sjónvarpsins séu sungin. Jakobi Frímann líst ekkert á slíkar breytingar. LÁRÉTT 2. loga, 6. í röð, 8. sæ, 9. að, 11. belti, 12. einkennis, 14. létt hlaup, 16. drykkur, 17. fúadý, 18. kerald, 20. óreiða, 21. horfðu. LÓÐRÉTT 1. kvk. spendýr, 3. hæð, 4. lukt, 5. sunna, 7. kurteisi, 10. draup, 13. mærð, 15. faðmlag, 16. blekking, 19. bardagi. LAUSN LÁRÉTT: 2. báls, 6. rs, 8. sjó, 9. til, 11. ól, 12. aðals, 14. skokk, 16. te, 17. fen, 18. áma, 20. rú, 21. litu. LÓÐRÉTT: 1. urta, 3. ás, 4. ljósker, 5. sól, 7. siðsemi, 10. lak, 13. lof, 15. knús, 16. tál, 19. at.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.