Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 48
36 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þó að stærstu stjörnurnar í tónlistarheiminum sendi yfirleitt ekki frá sér nýtt efni í byrjun árs þá hefur það færst í aukana að listamenn í óháða geiranum gefi út á fyrstu vikum nýs árs. Þannig var það til dæmis með Animal Collective-plötuna Merriweather Post Pavilion í fyrra og árið 2010 byrjar af miklum krafti. Önnur plata Íslandsvinanna í Vampire Weekend, Contra, er nýkomin út og hefur fengið góðar viðtökur enda fín plata. Hún fór beint á topp Billboard-listans sem verður að teljast afrek þar sem það sæti hefur að mestu verið frátekið fyrir öskubuskur úr raunveruleikaþáttum og annað sjónvarpstengt léttmeti síðustu misseri. Og fleiri ferskar sveitir eru að gefa út þessa dagana. Þriðja plata Baltimore-dúósins Beach House, Teen Dream, var að koma út, ný plata Texas-sveitarinnar Midlake, The Courage of Others, kemur út í næstu viku, önnur plata Brooklyn-sveitarinnar Yeasayer, Odd Blood, er vænt- anleg 8. febrúar og nýja Liars-platan, Sisterworld, kemur í byrjun mars. Bretarnir eru líka komnir í gang á nýju ári. Nýja Four Tet-plat- an There Is Love in You var að koma út og þykir afbragð og í næstu viku kemur fjórða plata eðal danspoppsveitarinnar Hot Chip, One Life Stand. Í sömu viku kemur ný Massive Attack-plata, Heligoland, en við verðum að bíða fram í mars eftir Gorillaz-plötunni, Plastic Beach. Svo eru það nýju nöfnin. Þau eru kafli út af fyrir sig, en ég nefni Manchester-tríóið Delphic sem spilar þróað rafpopp undir áhrifum frá New Order og sem er spáð mikilli velgengni. Fyrsta plata tríósins, Acolyte, stendur undir væntingum. Árið byrjar af krafti FOUR TET Nýja platan, There Is Love in You, er ein af mörgum flottum plötum sem eru að koma út þessa dagana. Ýmsir risar í rokkheimum snúa aftur í ár með nýjar plötur. Dr. Gunni kannaði málið. Bono og félagar í U2 gáfu út No Line on the Horizon á síðasta ári, en á sama tíma og sú plata var tekin upp tóku þeir upp níu önnur lög sem pössuðu ekki og voru sett á ís. Þessi lög og önnur sem hafa verið tekin upp síðan eru nú hugs- uð til útgáfu í sumar á næstu U2- plötu sem ber titilinn Songs of Ascent. Bono hefur sagt um þessa músík að hún fjalli á „íhugulan hátt um pílagrímsferðir“. Alltaf djúpir, U2. R.E.M. var síðast á ferðinni 2008 með plötuna Accelerate. Bandið hefur verið að taka upp nýtt efni og má allt eins búast við plötu á árinu. Stelpurnar Hljómsveitin No Doubt hefur legið í salti síðan 2001 því Gwen Stefani hefur staðið í velheppnuðu sóló- stússi. Hljómsveitin fór í fyrsta tónleikaferðalagið sitt í mörg ár í fyrra og hamast nú í hljóðveri við að klára nýju plötuna. Britney Spears stefnir á plötu í sumar og hefur pródúserana Darkchild og David Guetta sér til aðstoðar. Önnur söngkona sem hefur átt í veseni með líf sitt er Amy Winehouse. Hún hefur ekki gert plötu síðan Back to Black kom árið 2006. Amy dvaldi á eyj- unni St. Lucia í Karíbahafinu í fyrra og vann þar með pródúsern- um Salaam Remi, sem gerði síð- ustu plötu með henni. Ef allt geng- ur upp ættu aðdáendur Amy að fá nýjan skammt í ár. Aðrar vinsælar poppsöngkonur sem eru með plötur á teikniborð- inu í ár eru Katy Perry, Janet Jack- son, Christina Aguilera, Beyoncé og Madonna gæti jafnvel birst með nýja plötu, ef hún verður ekki of upptekinn við að líta unglega út. Imelda á plötu David Byrne, söngvari Talking Heads, og Fatboy Slim er undar- legur kokteill, en þeir leiða saman hesta sína á konsept-plötunni Here Lies Love, sem kemur út í febrúar. Platan fjallar um samband Imeldu Marcos, alræmda forsetafrú Fil- ippseyja, við einn þjóna hennar frá bernskuskeiði. Þetta er mik- ill pakki, tvöfaldur diskur og 100 blaðsíðna bæklingur. Alls koma 22 gestasöngvarar fyrir á plötunni, meðal annars Tori Amos og Cyndi Lauper. Hinn enski Mike Skinner, öðru nafni The Streets, kemur með fimmtu plötuna sína, Computer and Blues, í febrúar. Þetta verð- ur síðasta platan með The Streets- nafninu, því Mike segist vera „drulluþreyttur“ á nafninu og öllu því sem fólk býst við af því. Plat- an verður „dimm og framtíðar- leg“ en þó glittir alltaf í grínið því eitt lagið heitir til að mynda „He’s Behind You, He’s Got Swine Flu“. Í indí-rokkinu má segja að The Arcade Fire og LCD Soundsyst- em séu skærustu stjörnurnar um þessar mundir. Báðar sveitirnar verða með plötur á árinu. Búist er við þriðju Arcade Fire-plötunni í maí, en engin nánari dagsetning á þriðju plötu LCD Soundsystem er fáanleg að sinni. Í pungsveitta rokkinu má búast við plötum frá Velvet Revolver og Linkin Park á árinu og Limp Bizk- it snýr meira að segja aftur með fullmannað lið. Nýja platan með þeim heitir Gold Cobra og er vænt- anleg. Hvað er að frétta af risunum? Framsækna þungarokkshljómsveit- in System of a down var síðast með plötu 2005, Hypnotize. Ekkert kombakk er í spilunum enda er söngvarinn og gítarleikar- inn Serj Tankian með mörg járn í eldinum. Hann gerði sólóplötuna Elect the Dead árið 2007 og væntan- leg í mars er sinfónísk útgáfa af þeirri plötu á CD og DVD, gerð með sinfón- íuhljómsveitinni í Auckland á Nýja- Sjálandi. Þá stefnir Serj á nýja sólóplötu í sumar og geng- ur platan undir vinnuheit- inu Music Without Bor- ders. „Þetta er á margan hátt alveg ný tónlist,“ sagði Serj nýlega í tíma- ritinu Billboard. „Þetta er elektró sinfónískt djass-rokk. Þarna er sinfóníu- hljómsveit, þungir elektrónískir taktar, hefðbundin rokkhljóðfæri og „sömpl“. Nefndu það, það er þarna. Þetta er risastór veggur af hljóðum.“ Serj segist hafa öðlast mikið sjálfstraust með því að vinna með sinfóníuhljómsveit. „Mér finnst ég færari í að ná því fram sem ég heyri fyrir mér. Þegar þú hefur starfað fyrir sin- fóníuhljómsveit eru þér eiginlega allir vegir færir í tónlist- inni.“ NÝ PLATA Í SUMAR Serj Tankian. SOAD enn í pásu AÐRAR „STÓRAR“ PLÖTUR Á ÁRINU Aphex Twin - Ónefnd enn Bad Religion - Ónefnd enn Beastie Boys - Hot Sauce Comm- ittee Part 1 Blink 182 - Ónefnd enn Deftones - Ónefnd Fear Factory - Mechanize Fleet Foxes - Ónefnd enn Goldfrapp - Head First Interpol - Ónefnd enn Justice - Ónefnd enn Kraftwerk - Ónefnd enn MGMT - Congratualation M.I.A. - Ónefnd enn Peter Gabriel - Scratch My Back Dúndurfréttir, öflugasta „kóver- band“ Íslands, fagnar fimmtán ára afmæli í ár. Bandið var stofnað á Gauki á Stöng af hópi vina úr tón- listarbransanum og var tilgangur- inn einfaldur: að spila uppáhaldslög- in með gömlu rokkmeisturunum. Á þessum fimmtán árum hefur sveit- in glatt landann með mörgum metn- aðarfullum uppákomum og haldið heiðri klassísks rokks hátt á lofti. Má nefna stóra viðburði eins og The Wall með Sinfóníuhljómsveit- um Íslands og Færeyja, Dark Side Of The Moon í Borgarleikhúsinu og tónleika með Ken Hensley, for- sprakka Uriah Heep, í Austurbæ. Á afmælisárinu er margt á döf- inni. Sveitin ætlar að halda Led Zeppelin-tónleika í tilefni þess að 40 ár verða liðin frá tónleikum Zeppelin í Laugardalshöll. Stað- setning tónleikanna er óákveðin en dagsetningin verður sú sama og fyrir 40 árum, 6. júní. Í júlí verð- ur sveitin í Vestmannaeyjum í til- efni af goslokahátíð og í október verða sjálfir fimmtán ára afmæl- istónleikar sveitarinnar haldnir í Reykjavík. Dúndurfréttir hefja afmælisár- ið með trukki annað kvöld, föstu- dagskvöldið 29. janúar, og halda stórtónleika með gamla góða rokkinu í Hvíta húsinu á Selfossi. Á vormánuðum er svo fyrirhugað að heimsækja alla landsfjórðunga og rokka. - drg Dúndur afmælisfréttir ÖFLUGIR Dúndurfréttir gefa í á afmælis- árinu. ÖLL Í START- HOLUNUM Amy, Britney, The Streets og U2 verða öll með plötur í ár ef heilsan og lukkan leyfir. > Tilvitnunin „Hann horfði upp á Ron Wood fara í hundana og honum líkaði það ekki mjög illa,“ segir ónefndur vinur Keiths Richards. Keith er nú búinn að vera edrú í fjóra mánuði, sem er lengsta þurrkatímabil síðan 1961! > Í SPILARANUM Úlpa - Jahiliya David Bowie – A Reality Tour Lady Gaga - The Fame Monster Vampire Weekend - Contra Insol - Ísland skal aría griðland INSOLÚLPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.