Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 24
24 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um efnahagsmál Á sama tíma og stjórnarandstað-an (eða utanstjórnarflokkarnir) halda sig til hlés í von um að rík- isstjórninni sé alvara með að vilja betri samninga við Breta og Hol- lendinga halda sumir ráðherrar áfram að berjast fyrir samþykki núverandi samn- ingsdraga. Því er ekki að neita að sú tilfinn- ing læðist að manni að fund- irnir tíðindalitlu í Stjórnarráðinu séu bara sýndar- mennska þegar á sama tíma er flutt af kappi endurtekin dagskrá áróðurs fyrir samþykki Icesave-samninga ríkis- stjórnarinnar. Enn á ný skjóta upp kollinum gamlar bábiljur sem fyrir löngu er búið að leiðrétta. Í þeim efnum er nú efst á baugi ein allra ósvífnasta og vitlausasti fullyrðing- in. Þ.e. sú að Icesave sé „ekki nema 10-15% af vandanum“. Á næstu árum muni þurfa að endurgreiða svo mikið af lánum að Icesave sé bara lítill hluti af greiðslunum og því ekki ástæða til að hafa svo mikl- ar áhyggjur af samningunum. Ekki bókhaldsbrella Látum vera að velta fyrir okkur gildi þeirrar röksemdafærslu að vandi þjóðarinnar sé hvort eð er svo mikill að ekki komi verulega að sök að bæta á hann. Bent hefur verið á að 10-15% fullyrðingin bygg- ist á fráleitri bókhaldsbrellu. Hvað sem sagt verður um bókhaldsað- ferðir fjárfestingabanka á undan- förnum árum hefðu þeir, hvorki á Wall Street, City né Reykjavík, kom- ist upp með aðra eins vitleysu. Að kalla þetta bókhaldsbrellu er raun- ar ofrausn því þarna er um hrein og klár ósannindi að ræða. Þótt slæmt sé að sumir stjórnar- liðar og nokkrir talsmenn þeirra beiti sér með slíkum hætti verður maður þó líklega að vona að þeir geri sér grein fyrir því að þeir fara með fleipur. Hinn kosturinn er nefnilega sá að ráðamenn skilji ekki grundvallaratriði þess skuldavanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. Aðferðin Nokkrar ólíkar aðferðir hafa verið notaðar. Yfirleitt eru þó meginat- riðin þau sömu. Fyrst eru áætlað- ar Icesave-greiðslur lágmarkaðar með því að miða við bjartsýnustu forsendur (margar óraunhæfar t.d. varðandi gengisþróun og tímasetn- ingu greiðslna) og núvirða upphæð- ina niður í botn og sleppa jafnvel vaxtakostnaði (lang-stærsta kostn- aðarliðnum). Það er svo borið saman við öll ógreidd lán auk allra hugs- anlegra lánamöguleika (hvort sem gert er ráð fyrir að taka lánin eða ekki) á nafnverði og bætt ofan á þau vöxtum. Brennt eða ávaxtað fé Litið er fram hjá því að Icesave er lán (í erlendri mynt) sem aldrei er afhent. Efnahagslega áhrifin eru þau sömu og að taka yfir 5 milljarða dollara að láni og kveikja í pening- unum. Það þarf því að skera niður og skattleggja til að skrapa saman fyrir greiðslum af láninu. Reynd- ar þarf líklega að skera niður um tvöfalda upphæðina vegna þess að afborganirnar fara út úr hagkerfinu í erlendri mynt þ.a. það fer á mis við margföldunaráhrifin sem ella ættu sér stað (einn fær laun og notar þau til að kaupa vöru sem annar fram- leiddi o.s.frv.). Annað á að sjálfsögðu við um hin lánin, þau eru afhent, þ.e. peningarnir eru greiddir Íslending- um. Þeir eru svo ávaxtaðir þangað til kemur að því að endurgreiða lánið með sömu peningum að lang mestu leyti. Í sumum tilvikum, eins í tilviki Norðurlandalánanna, stend- ur til að liggja á peningunum sem gjaldeyrisvarasjóði og skila þeim svo aftur. Tekjunum sleppt Ekki er allt upp talið því að í enda- lausri hugkvæmni við að fela stærð Icesave-kröfunnar hafa menn jafn- vel leyft sér að bæta afborgunum orkufyrirtækja af lánum sínum inn í myndina. Þar er um að ræða afborganir af lánum sem fyrirtækin tóku til að ráðast í framkvæmdir sem skapa núna stóran hluta af gjaldeyristekj- um þjóðarinnar og fjármagna end- urgreiðslu lánanna. Þessu til viðbótar er fjárlagahall- anum stundum bætt við og því hald- ið fram að hann sé svo mikill að ekki eigi að hafa áhyggjur af Icesave í samanburði. Einfalda útgáfan Þessari „10-15% röksemdafærslu“ þeirra sem leita nú allra leiða til að fá almenning til að taka á sig skuld- ir einkabanka má líkja við að fjöl- skyldu væri send 100 milljón króna krafa vegna skulda annarra. Í stað þess að standa á rétti sínum og láta leiðrétta kröfuna ákveður fjöl- skyldufaðirinn að taka lán til að borga handrukkara kröfuna. Hann heldur því svo fram að ekki megi gera of mikið úr 100 milljón króna láninu sem hann tók til að forðast vesen, enda nemi samanlögð fast- eignalán heimila í götunni nærri milljarði króna. Þ.a.l. séu 100 millj- ónirnar bara 10% af „vanda götunn- ar“. Auk þess eyði heimilið hvort eð er svo mikið um efni fram að aukin greiðslubyrði vegna lánsins sé ekki stórmál. Höfundur er alþingismaður. Vandi götunnar SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON UMRÆÐAN Huginn Freyr Þor- steinsson svarar Eiríki Bergmann Eiríkur Bergmann stjórn-málafræðingur hrapar að þeirri ályktun í pistli í Fréttablaðinu í gær að með aðkomu Frakka, sem þá fóru með formennsku í Evrópusam- bandinu, að gerð svonefndra „Brus- sel-viðmiða“ í nóvember 2008 hafi Icesave-deila Íslendinga við Breta og Hollendinga breyst úr því að vera í grunninn tvíhliða mál viðkomandi ríkja, í eitthvað annað. Talar hann um sáttaferil í þessu sambandi. Áður hafa komið fram kenningar um „núllstillingu“ deilunnar með fyrr- nefndum viðmiðum, sem því miður eru sama marki brenndar. Aðkomu Evrópusambandsins með fundi fjármálaráðherra Evrópska efnahagssvæðisins (ECOFIN), til- raun til að setja málið í gerðardóm eftir hann og loks gerð Brussel-við- miðanna fyrir atbeina frönsku for- mennskunnar geta menn eflaust upplifað eða túlkað með mismun- andi hætti. Sumir kjósa að túlka hana sem velviljaðar sáttatilraun- ir en aðrir sem að þar hafi myndast blokk sem sameinaðist í þrýstingi á Ísland um að lofa fyrirvaralaust að ábyrgjast lámarkstrygginguna. Þegar Brussel-viðmiðin eru lesin fer varla milli mála að inntak þeirra er að Ísland hafi ábyrgst greiðslu á lág- markstryggingu innstæðna og að um fjármögnun til þess skuli samið við viðkomandi ríki, sbr. það sem staðfest var í samstarfsyfirlýsing- unni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember 2008. Er ekki mergurinn málsins að þar með hafði ESB náð því fram sem það vildi og hafi eftir það ekki haft áhuga á að skipta sér frekar af deilum Íslendinga, Breta og Hollendinga? Reynt var að fá Evr- ópusambandið til þátt- töku í viðræðum sem fóru fram í Hollandi í desember 2008, eftir að Alþingi hafði veitt þáverandi ríkisstjórn umboð til að klára samn- inga um málið „á þeim grundvelli sem fyrir ligg- ur“, eins og þar sagði. Lítill áhugi reyndist vera til stað- ar en lágt settur embættis- maður mun þó eitthvað hafa látið sjá sig og þar með var það upptal- ið. Er skemmst frá því að segja að eftir það reyndist Evrópusamband- ið með öllu áhugalaust um að koma að málinu. Það er því misskilning- ur að tekin hafi verið um það sjálf- stæð ákvörðun að hafa ESB ekki með heldur þvert á móti. Þegar for- mennska í ráðherraráðinu færðist frá Frökkum til Tékka um áramót- in 2008-9 komst enn meiri fjarlægð á málið af hálfu ESB. Áfram var þó reynt að halda ábyrgð ESB á ferlinu vakandi og forustunni upplýstri um gang mála. Að lokum verður það að telj- ast fremur ósmekklegt af Eiríki að dylgja með það í tæplega hálf- kveðinni vísu að afstaða „sumra íslenskra stjórnmálamanna“ bland- ist með óheppilegum hætti inn í afstöðu þeirra til Icesave-málsins. Er til of mikils mælst að talað sé skýrar? Hvaða stjórnmálamenn á Eiríkur Bergman við, hvernig og með hvaða afleiðingum telur hann að ESB afstaða þeirra og afstaða til Icesave blandist óheppilega saman? Er verið að reyna að læða því að, án þess að til staðar sé kjarkur eða hreinskiptni til að segja það, að hagsmuna Íslands hafi ekki verið gætt sem skyldi í Icesave-málinu vegna pólitískra eða persónulegra viðhorfa til annars máls? Höfundur er aðstoðarmaður for- manns samninganefndar um Icesave. Innstæðulausar ályktanir HUGINN FREYR ÞORSTEINSSON af öllum veiðivör um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.