Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 18
18 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin > Meðalverð á 0,5 lítrum af Coca Cola í dós í nóvember ár hvert. Heimild: Hagstofa Íslands Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orku- veitu Reykjavíkur og fyrrverandi frétta- maður, segir tvennt einkum koma til greina þegar hann er inntur eftir því hver eru hans bestu kaup á lífsleiðinni, sem hann man eftir. Bæði tengjast ferðalögum, þótt þau séu af ólíkum toga. „Þar berjast um fyrsta sætið Írans- ferð, sem við hjónin fórum í vorið 2007, og var upplifun fyrir lífstíð, og svo kaup okkar systkinanna á sumar- húsi í Brekkuskógi um aldamótin,“ segir Eiríkur. „Þau voru einkar hagstæð og við njótum þeirra ómælt enn,“ bætir hann við. Eiríkur er hins vegar ekki í sérstaklega miklum vafa þegar kemur að því að benda á þau kaup sem hann á auðveldast með að sjá eftir. „Það var Mustang sem ég keypti mér á námsárunum í Bandaríkjun- um,“ segir Eiríkur. Hann segist hafa skoðað bílinn og keypt hann að kvöldlagi, sem hafi eftir á að hyggja verið mistök. „Þótt hann hafi verið ódýr voru það ákveðin vonbrigði, þegar ég sá hann í dagsbirtu, að lakkið skyldi vera alveg matt, dekkin eins og skallinn á Bubba Morthens og búið að púkka undir bílstjórasætið með trékubbi. Hann entist nú samt í tvö ár,“ bætir Eirík- ur við og telur það þrátt fyrir allt vera nokkra sárabót. NEYTANDINN: EIRÍKUR HJÁLMARSSON, UPPLÝSINGAFULLTRÚI ORKUVEITUNNAR Mattur Mustang mestu vonbrigðin Uppskriftir og ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna á nýjum umbúðum um íslenska tómata sem nú er að finna í matvöruverslun- um. Einnig fylgja bændur vörum sínum úr hlaði með myndum af sér á umbúðunum, þau Guðjón Birgis- son og Helga Karlsdóttir á Melum á Flúðum og Helena Hermundar- dóttir og Knútur Rafn Ármann á Friðheimum. Umbúðirnar eru hluti af átaki íslenskra grænmetisbænda sem miðar að því að sýna neytend- um glögglega hvaða grænmeti er íslenskt. Í fréttatilkynningu kemur fram að undanfarin ár hafi orðið mikil breyting orðið á pökkun og merkingum á íslensku grænmeti, umbúðirnar hafi einnig aukið geymsluþol græn- metis. Gróðrarstöð grænmetis gefin upp á umbúðum: Íslenskt grænmeti í nýjum umbúðum Nær 100 prósenta verðmunur er á súrmat í fötu, samkvæmt nýrri könn- un Neytendasamtakanna. Kílóverðið er lægst í Bónus eða 1.361 króna en hæst í Fjarðarkaupum, eða 2.690 krónur. Hringt var í nokkrar verslanir og því ekki lagt mat á gæði súrmat- arins. Svipuð könnun var gerð í fyrra og var almenn hækkun um nokkur prósentustig hjá verslunum nema hjá Bónus. Þar var kílóverðið tæpum 500 krónum lægra í ár en í fyrra. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu samtakanna www.ns.is. ■ Verðkönnun 100% verðmunur á súrmat í fötu Algengasta kílóverð á roðlausum og beinlausum ýsuflökum er á bilinu 1.390 til 1.490 krónur. Meðalverð hjá þeim fjórtán fiskbúðum sem gáfu upp verð í verð- könnun Fréttablaðsins er 1.330 krónur. Fimmtán prósenta verðmunur er á hæsta og lægsta verði í verðkönnun Fréttablaðsins á roðlausri og bein- lausri ýsu. Hæsta kílóverðið er 1.495 krónur en það lægsta er 1.290 krón- ur hjá Litlu fiskbúðinni í Hafnar- firði. Jón Garðar Sigurvinsson, eig- andi búðarinnar, segir ýsuna alltaf vinsæla, en sömuleiðis tilbúna rétti. „Það er eiginlega þannig að fyrir klukkan þrjú er mest keypt af ýsu en eftir vinnutíma kemur fólk við og kaupir tilbúna rétti.“ Almennt er ýsan vinsælasta fisktegundin segja fisksalar og ekkert hefur skákað henni þrátt fyrir ýmsar nýjungar í matarmenningu landans. Meðal- verð á ýsuflökum var 1.330 krón- ur kílóið. Samkvæmt upplýsingum Hagstof- unnar var meðalkílóverð á ferskum ýsuflökum 1.135 krónur í febrúar í fyrra sem þýðir að þau hafa hækk- að um sautján prósent á árinu. Ef farið er aftur til ársins 2008 nemur hækkunin 23 prósentum. Rétt er að taka fram að í grunni Hagstofunnar eru líka matvörubúðir en í könnun Fréttablaðsins var einungis hringt í fiskbúðir. Könnunin var þannig fram- kvæmd að hringt var í fiskbúðirnar og spurt um kílóverð á roðlausum og beinlausum ýsuflökum. Hringt var í fimmtán fiskbúðir en ein þeirra, Fiskikóngurinn, vildi ekki taka þátt í könnuninni. sigridur@frettabladid.is Meðalkílóverð á ferskum ýsuflök- um 1.330 krónur Soðin ýsa með kartöflum er herramannsmatur sem er á allra færi að elda. Það er þó ekki til ein algild aðferð við eldamennskuna á ýsunni. Annars vegar tíðkast að setja hana út í kalt vatn og hita það að suðu, taka svo pottinn af hellunni þegar fiskurinn sýður. Hins vegar að setja fiskinn út í sjóðandi vatnið. Áður fyrr var ýsan soðin vel og lengi en í dag er mælt með nokkrum mínútum. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans, mælir með því að setja ýsuna út í sjóðandi salt vatn og láta sjóða í örfáar mínútur. „Mikilvægt er að sjóða hana ekki of lengi, ofsoðin ýsa verður þurr og stykkin detta í sundur,“ segir Margrét og bætir við að gott sé að geyma fiskafganga og nýta í plokkfisk. OFSOÐIN ÝSA VERÐUR ÞURR MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR ÝSA: ROÐLAUS OG BEINLAUS Hringt var í fiskbúðirnar og spurt um kílóverð á roðlausri og bein- lausri ýsu. Fiskbúð Kílóverð Fiskbúð Einars 1.390 kr. Fiskbúðin Freyjugötu 1.490 kr. Fiskbúðin Hófgerði, Kópav. 1.490 kr. Fiskbúðin Hvaleyrarbraut,Hfj. 1.490 kr. Fiskbúðin Mos, Mosf. 1.390 kr. Fiskbúð Suðurlands, Self. 1.495 kr. Fiskbúðin Sundlaugarvegi 1.490 kr. Fiskbúðin Trönuhrauni,Hfj. 1.355 kr. Fiskbúðin Vegamót 1.490 kr. Fylgifiskar 1.430 kr. Gallerý fiskur 1.390 kr. Heimur hafsins, Ak. 1.425 kr. Litla fiskbúðin,Hfj. 1.290 kr 2005 2006 2007 2008 2009 90 kr 117 kr 99 kr 150 kr 135 kr ÚTSA LA ÚTSA LA Ú ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA Ú A ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA A ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA lÍs en kus Úlpur, allt að 50% afsláttur Casall og Anatomie leikfimisfatnaður 50% afsláttur Krakkaúlpur 50% afsláttur og fleira og fleira... Ekki missa af þessu Takmarkað magn! ■ Sólveig Guðmunds- dóttir, framkvæmda- stjóri Culiacan „Ég hreinsa silfur, hnífapör, hringa og skartgripi með því að sjóða vatn í potti. Út í það blanda ég matarsóda og broti af álpappír. Silfrið er síðan sett út í og látið sjóða í smá- stund, í svona fimm til tíu mínútur í mesta lagi. Þetta svínvirkar. Matar- sóda má sömuleiðis nota til að þrífa kaffikönnur en þá blandar maður saman heitu vatni og matarsóda og lætur kaffikönnuna liggja í þessu í nokkra stund. Þessu tengt má hella upp á sterkt kaffi og nudda á leður- skó, sem orðnir eru skítugir af salti á götunum. Ég hef þó ekki prufað þetta síðasttalda.“ GÓÐ HÚSRÁÐ MARGNOTA MATARSÓDI LITLA FISKBÚÐIN Samkvæmt könnun Fréttablaðsins var Litla fiskbúðin með lægsta verðið á roðlausri og beinlausri ýsu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.