Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 4
4 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit á fjórum heimilum og á einni starfs- stöð í gær vegna gruns um stór- felld gjaldeyrissvik með þrettán milljarða króna. Fjórir Íslendingar eru grunaðir og nokkur hundruð milljónir hafa verið kyrrsettar. Rannsóknin var gerð í samvinnu við Fjármálaeftirlitið og Seðla- bankann og var kynnt á blaða- mannafundi í gær. Rannsóknin snýr að félaginu Aserta AB, sem skráð er í Sví- þjóð. Talið er ljóst að Íslendingarn- ir fjórir standi að baki fyrirtæk- inu: Markús Máni Michaelsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, Gísli Reynisson, Ólaf- ur Sigmundsson og Karl Löve Jóhannsson. Þeir eru 28 til 46 ára. Þrír fyrstnefndu mennirn- ir störfuðu áður hjá Straumi og hafa nýverið flutt lögheimili sitt til Bretlands til að stunda þar við- skipti. Karl er skráður forstjóri Aserta. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins voru þeir Karl, Gísli og Markús Máni handteknir í gær- morgun. Ólafur hafði verið úti á landi en var væntanlegur til Reykjavíkur í gærkvöld. Fyrir- hugað var að færa hann til yfir- heyrslu. Lögregla hafði fylgst með ferð- um fjórmenninganna um skeið, en Karl, Gísli og Ólafur hafa dvalið hér á landi undanfarnar vikur. Í fyrra- dag kom Markús Máni til landsins og þá lét lögreglan til skarar skríða. Í dag verður ljóst hvort farið verð- ur fram á varðhald eða farbann eða mönnunum sleppt. Fjórmenningar grunaðir um milljarðabrask með gjaldeyri Fjórir braskarar og um hundrað viðskiptavinir þeirra eru taldir hafa hagnast um milljarða á ólöglegum gjaldeyrisviðskiptum. Þrír voru handteknir í gærmorgun og til stóð að handsama þann fjórða í gærkvöldi. Málið er aðeins eitt átta mála sem Fjármálaeftirlitið hefur þegar vísað til lög- reglu. Sum hinna málanna sjö eru einnig umfangs- mikil og kynnu að leiða til aðgerða líkt og þeirra sem ráðist var í í gærmorgun. Til viðbótar því hefur Fjár- málaeftirlitið sautján meint brot á lögum um gjaldeyris- viðskipti til rannsóknar um þessar mundir, og verður hugsanlega einhverjum þeirra vísað til lögreglu. Þá hefur Seðlabankinn einnig fengið tilkynningar um fleiri mál af þessu tagi, sem hugsanlega verður vísað til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu. FJÖLDI MÁLA Í RANNSÓKN MIKIL AÐGERÐ Ingibjörg Guðbjartsdóttir, Helgi Magnús Gunnarsson og Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, greindu frá rannsókninni í gær. Um þrjátíu manns tóku þátt í aðgerðunum sem hófust í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Meint ólögmæt viðskipti fóru þannig fram að Aserta keypti krónur á aflandsmarkaði fyrir viðskiptavini hér á Íslandi og kom þeim til Íslands. Heildar- inn streymi innlendra króna frá Aserta fram hjá gjaldeyrishöft- unum nam þrettán milljörðum, eða sjö prósentum af allri veltu á gjaldeyrismarkaði hérlendis. Munurinn á aflandsgenginu og gengi Seðlabanka Íslands getur verið 15 til 40 prósent, sem þýðir að hagnaðurinn af viðskiptun- um nam líklega tveimur til fimm milljörðum. Hann skiptist á milli eigenda Aserta og viðskiptavin- anna í hlutfalli sem ekki liggur fyrir. Rannsóknin beinist einnig að viðskiptavinunum, sem eru um hundrað talsins, allir hérlend- is, bæði einstaklingar og fyrir- tæki. Ekki mun vera um stór og þekkt fyrirtæki að ræða. Stærstu einstöku viðskiptin námu tæpum milljarði. Helgi Magnús Gunnars- son, saksóknari efnahagsbrota, segir þó ekki víst að sótt verði fast að smærri viðskiptavinunum. Ingibjörg Guðbjartsdóttir frá Seðlabankanum segir að svo umfangsmikil brot á lögum um gjaldeyrishöft séu líkleg til að hafa mikil áhrif á viðleitni yfirvalda til að halda gengi krónunnar stöðugu. Nú væri þó svo gott sem búið að hindra brot af þessu tagi. Helgi Magnús segir að allt verði gert til að meintur hagnað- ur af brotunum verði tiltækur til upptöku ef til sakfellingar kemur. Þegar hefur verið lagt hald á eignir að andvirði margra hundr- aða milljóna, á reikningum og í fasteignum. Allt að tveggja ára fangavist getur legið við brotum á lögum um gjaldeyrisviðskipti, en auk þess er hugsanlegt að brotin megi flokka sem peningaþvætti og skattsvik. stigur@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 7° 0° -4° 2° -1° -2° -3° -3° 20° 2° 14° -2° 25° -13° 2° 13° -4° Á MORGUN Hæg vestlæg eða breytileg átt. MÁNUDAGUR Frekar hægur vindur. 3 -1 -2 1 0 1 -1 -2 -3 -3 1 -1 -3 -4 -3 -2 -4 -1 -3 -10 2 6 5 7 7 6 4 3 2 1 1 -2 BJART VÍÐA Það verður bjart eða nokkuð bjart víða á landinu í dag en þó síst á Norðaust- ur- og Austurlandi. Það má búast við frosti nánast um allt landi en þar sem vindur verður víðast hvar hægur verður lítil vindkæling. Allra austast má þó gera ráð fyrir að blási nokkuð. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Alls urðu 906 fyr- irtæki gjaldþrota á síðasta ári, rúmlega 21 prósenti fleiri en árið 2008, þegar þau voru 748 talsins. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Gjaldþrotin á síðasta ári eru langtum fleiri en í góðærinu. Gjaldþrot voru alls 529 árið 2005 og 561 árið 2006. Gjaldþrot í fyrra voru því um 71 prósenti fleiri en árið 2005. Eins og árið 2008 voru flest gjaldþrot í fyrra hjá fyrirtækj- um í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, alls 256 talsins, og í heild- og smásölu alls 167. - bj Gjaldþrot fyrirtækja í fyrra: Fjölgaði um fimmtung GENGIÐ 29.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,2631 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,37 127,97 205,49 206,49 177,74 178,74 23,873 24,013 21,602 21,73 17,340 17,442 1,4110 1,4192 197,81 198,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is EFNAHAGSMÁL „Ég fékk engin hald- bær svör þegar ég bað um rök- stuðning fyrir þessari ákvörðun bankans,“ segir Tryggvi Þór Her- bertsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins kölluðu til fundar í efnahags- og skattanefnd í gær til að fá skýringar á þeirri aðgerð bankans að hækka vaxtaálag á grunnvöxtum erlendra lána til fyr- irtækja úr innan við tveimur í fjög- ur prósent. Tryggvi segir að ákvörðunin sé réttlætt með því að kostnaður sé að hækka hjá bankanum. Það standist hins vegar ekki skoðun. „Ég benti þeim á að þetta muni auka vanskil fyrirtækja og leiða einhver þeirra í gjaldþrot. Það myndi síðan auka afskriftir hjá bankanum þegar fram liði.“ Landsbankinn er langsamlega stærsti viðskiptabanki íslenskra fyrirtækja. Vel yfir helmingur allra sjávarútvegsfyrirtækja lands- ins eru til dæmis þar í viðskiptum en heildarskuldir greinarinnar eru 550 milljarðar. Tryggvi tekur dæmi af fyrirtæki sem skuldar tíu millj- arða í erlendri mynt. Hækkun vaxta- álagsins þýðir um 300 milljóna álög- ur fyrir viðkomandi fyrirtæki sem geti skilið á milli þess að fyrirtæki haldi áfram rekstri eður ei. Tryggvi segir aðgerð bankans taktlausa í samhengi við þau skila- boð sem koma frá stjórnvöldum og hagsmunaaðilum um stöðu fyrir- tækjanna. - shá Gagnrýnir Landsbanka fyrir hækkun vaxtaálags á erlendar skuldir fyrirtækja: Lamandi fyrir mörg fyrirtæki TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Segir ákvörðun Landsbankans illa rökstudda og byggða á skammsýni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BÍLAR Gallar í eldsneytisgjöf sem komið hafa í ljós í Toyota-bílum valda því að Toyota í Evrópu hefur ákveðið að kalla þessa bíla inn. Talið er að kalla þurfi inn fimm þúsund bíla hér á landi en allt að 1,8 milljónir bíla í Evrópu. Gallinn hefur lýst sér meðal annars í því að eldsneytisgjöf lyftist hægar í upphafsstöðu eða festist í inngjafarstöðu. Tilkynnt hefur verið um 26 tilvik í Evrópu en engin slys hafa orðið vegna þessa að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Í henni segir einnig að Toyota muni hafa samband við eigendur bílanna fljótlega en eigendur bíla sem hafa áhyggjur af virkni elds- neytisgjafar í bílum sínum eru hvattir til að hafa samband. Um er að ræða átta gerðir af Toyta-bif- reiðum, framleiddum á tímabilinu febrúar 2005 til janúar 2010. - sbt Gallar í eldsneytisgjöf: 5.000 Toyota- bílar innkallað- ir hér á landi TOYOTA YARIS Meðal bíla sem eru innkallaðir eru Yaris-bílar framleiddir á tímabilinu nóvember 2005 til nóvember 2009. Hvetur ríki til að hjálpa Ngozi Okonjo-Iweala, framkvæmda- stjóri Alþjóðabankans, kvaddi sér hljóðs á viðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss og hvatti risafyrirtæki til að fjárfesta í lágtekjulöndum svo hjálpa megi tugum milljóna manna að komast upp úr fátæktargildru heimskreppunnar. SVISS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.