Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 6

Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 6
6 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR ALÞINGI. Unnið er að breytingum á lögum um greiðsluaðlögun og nauðungarsölu fasteigna. Frumvörp koma fram fljótlega, kannski í næstu viku, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráð- herra, á Alþingi í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu álits á upp- lýsingum um að 83 prósent þeirra, sem leitað hafa fyrirgreiðslu í bönkum við endurskipulagningu skulda, telji sig ekki hafa fengið fullnægjandi úrlausn sinna mála. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur sagt þær tölur áfellisdóm yfir stjórn- völdum. Jóhanna sagði að verið væri að vinna að ýmsum úrræðum fyrir fólk í skuldavanda í dómsmála- ráðuneyti og félags- og tryggingaráðuneyti. Brýnt sé til dæmis að taka á málum þeirra sem eiga eignir á nauðungarsölum. Eins hafi verið gerðar athugasemdir við framkvæmd greiðsluaðlögunar. Verið sé að vinna að endurbótum sem taka mið af þeim athugasemdum. „Ég vona að við sjáum end- urbætt frumvörp fljótlega, sagði Jóhanna. - pg Forsætisráðherra segir ný frumvörp væntanleg: Unnið að breytingum á reglum um greiðsluaðlögun og nauðungarsölur FORSÆTISRÁÐHERRA Jóhanna Sigurðardóttir, segir að nýjar reglur um nauðungaruppboð fasteigna og greiðsluaðlögun skulda séu í smíðum í ráðuneytum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjögurra vikna árangursmælt nám- skeið Kvíðameðferðarstöðvarinnar til að takast á við vanlíðan, álag og spennu. Kenndar leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til að skoða og breyta hugsunum og viðbrögðum sem viðhalda kvíða og depurð. Öflugar slökunar- og hugleiðsluaðferðir jafnframt kenndar. Mánudagar og fimmtudagar frá 20:00 til 21:45 auk eftirfylgdartíma, alls 16 klst. Kennarar: Oddi Erlingsson og Sóley D. Davíðsdóttir, sálfræðingar í klínískri sálfræði. Verð aðeins kr. 45.000. Niðurgreiðsla möguleg hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Næsta námskeið hefst mánudaginn 1. febrúar nk. Skráning og fyrirspurnir í símum 822 0043 og 562 4444, oddier@simnet.is og kms@kms.is N á n a r i u p p l ý s i n g a r : w w w . k m s . i s Kennsludagar: Vellíðan án lyfja með verkfærum sálfræðinnar Hjartamiðstöðin Tilkynning – Lungnalæ knar Hef opnað læknastofu í Hjartamiðstöðinni, Holtasmára 1, 6. hæð í Kópavogi. Tímapantanir eru í síma 550 3030 eða á www.hjartamidstodin.is Holtasmára 1 • 6. hæð • 201 Kópavogi • Sími 550 3030 • www.hjartamidstodin.is Hans Jakob Beck lungnalæknir AÐALFUNDUR FEB Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) árið 2010 verður haldinn laugardaginn 20. febrúar nk. í félagsheimilinu að Stangarhyl 4 kl. 13:00. Dagskrá fundarins verður skv. grein 4.5 í lögum félagsins. M.a. verður kosið um 5 aðalmenn og 2 varamenn í stjórn félagsins til tveggja ára. Hægt er að nálgast lög félagsins á skrifstofu þess að Stangarhyl 4 og á vefsíðunni www.feb.is. Framboð til stjórnar eða tillögur félagsmanna um einstaka menn til stjórnarkjörs skulu berast skrifstofu félagsins minnst tveimur viku fyrir fundinn eða í síðasta lagi mánudaginn 8. febrúar. Allir greiðandi félagsmenn eru kjörgen- gir til stjórnar. Tillögur uppstillingarnefndar um menn til stjórnarkjörs liggja frammi á skrifstofu félagsins til skoðunar. Sími 588 21 11 BRETLAND, AP „Ég trúi því í einlægni að heimurinn sé öruggari nú,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, þegar hann bar vitni í gær fyrir breskri rannsókn- arnefnd, sem er að fara ofan í saum- ana á aðdraganda Írakstríðsins. Hann segist hafa litið svo á að Saddam Hussein hafi verið „ógn- valdur“ og „skrímsli“, en eftir árás- irnar á Bandaríkin 11. september 2001 hafi honum orðið ljóst að ekki væri lengur hægt að bíða bara og vona hið besta. Hann tók fram að hann sjálf- ur beri meginábyrgðina á þessari ákvörðun, og sagðist sannfærð- ur um að þótt ástandið væri erfitt í Írak í dag þá myndu Írakar ekki vilja skipta á því og Saddam Huss- ein. Hann viðurkenndi þó að hafa ekki átt von á því að eftirleikurinn yrði jafn erfiður og raun varð á. Harð- skeyttur stuðningur Írans við sjía- múslima og Al Kaída við súnní-mús- lima hafi komið á óvart og dregið átökin á langinn, með þeim afleið- ingum að uppbygging þjóðfélagsins varð miklu erfiðari en innrásarríkin höfðu reiknað með. Hann viðurkenndi líka að vís- bendingar um að stjórn Saddams Hussein hafi haft yfir gereyðingar- vopnum að ráða hafi verið óljósar og götóttar, en sagðist þó enn telja að þegar upplýsingar frá leyniþjón- ustunni voru skoðaðar á sínum tíma hafi verið erfitt að komast að ann- arri niðurstöðu en að slík vopn hafi verið í fórum Saddams. Í salnum voru meðal annars aðstandendur breskra hermanna, sem látið hafa lífið í átökum í Írak síðustu árin. Andrúmsloftið var spennuþrungið og Blair virtist mjög óöruggur framan af en óx ásmegin eftir því sem á leið, brosti óspart og leiðrétti ýmislegt sem honum þótti rangt með farið í spurningunum. „Mér varð satt að segja flök- urt,“ sagði Rose Gentle, ein kona í áheyrendahópnum sem missti 19 ára gamlan son sinn í Írak árið 2004 og átti erfitt með að þola nær- veru Blairs. „Honum virtist einnig brugðið, og ég er ánægð með það – augu allra fjölskyldnanna hvíldu á honum.“ Þegar Blair yfirgaf salinn gerðu áheyrendur hróp að honum. Einn hrópaði: „Þú ert lygari!“ og annar bætti við: „Og morðingi!“ Fyrir utan húsið stóð hópur mótmælenda vakt- ina allan tímann meðan yfirheyrsl- urnar stóðu yfir. gudsteinn@frettabladid.is Varði ákvörðun sína um að ráðast á Írak Tony Blair sér ekki eftir því að hafa tekið ákvörðun um að ráðast á Írak vor- ið 2003. Hann var yfirheyrður í sex klukkustundir samfleytt í gær hjá breskri rannsóknarnefnd sem er að fara ofan í saumana á aðdraganda Írakstríðsins. ANDSTÆÐINGAR ÍRAKSTRÍÐSINS MÓTMÆLA Hópur mótmælenda mótmælti fyrir utan húsakynni rannsóknarnefndarinnar í London meðan Blair bar þar vitni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hafa sérstök úrræði dugað þér til að standa í skilum með lán? Já 21,7% Nei 78,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Viltu að rannsóknarnefnd verði látin kanna ákvörðun íslenskra stjórnvalda um stuðning við Íraksstríðið? Segðu skoðun þína á vísir.is VINNUMARKAÐUR Óeining innan stjórnar VR dregur úr styrk hreyf- ingarinnar og framgangi mikil- vægra hagsmunamála að mati formannsins Kristins Arnar Jóhann- essonar. Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnar- maður og einn þremenninga sem sendi stjórninni áskorun þar sem meðal annars er falast eftir stuðn- ingi VR við Hagsmunasamtök heim- ilanna, afnámi verðtryggingar og „raunverulegum úrræðum vegna myntkörfulána og stökkbreyttum höfuðstól húsnæðislána“, segir þess- ar fullyrðingar alrangar. „Við erum í minnihluta stjórnar og ef þetta væri satt þá værum við valdamesti minnihluti sem sögur fara af,“ segir Ragnar sem segir gagnrýni þeirra aðallega ganga út á úrræðaleysi stjórnarinnar til að taka á hags- munamálum launþega, formaðurinn og stjórnin „hangi í pilsfaldi ASÍ“ og geti ekki tekið ákvarðanir um mik- ilvæg mál. Meirihluti stjórnarinnar sam- þykkti ályktun á stjórnarfundi í gær þar sem meðal annars er full- yrt að minnihlutinn virðist hafa það markmið að „sundra samstöðu laun- þegahreyfingarinnar og samstarfi hennar við stjórnvöld, sveitarfélög og atvinnurekendur um aðgerðir í efnahagsmálum, atvinnumálum og málefnum heimilanna.“ Illdeilur innan stjórnar VR draga úr styrk hreyfingarinnar segir formaðurinn: Fylkingar í stjórn VR deila hart Meirihluti stjórnar VR gagnrýnir tengsl þremenninganna Bjarka Steingríms- sonar, Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur og Ragnars Þórs Ingólfssonar við samtökin Nýtt ísland í ályktun sem samþykkt var í gær: „Meirihluti stjórn- ar VR harmar að nokkrir stjórnarmenn í félaginu tengist samtökum sem virðast m.a. hafa það á stefnuskrá sinni að leggja niður Alþingi Íslend- inga. Samtök þessi, Nýtt Ísland, voru stofnuð í tengslum við kosningar í VR á síðasta ári en beina nú kröftum sínum að því að brjóta félagið niður,“ segir meðal annars í ályktuninni. Ragnar sagðist í samtali við Frétta- blaðið ekki tengjast Nýju Íslandi formlega, hann væri sammála mörg- um málefnum samtakanna en ekki öllum. Þess má geta að samþykkt var vantrauststillaga á Bjarka í desember en hann var varaformaður félagsins. GAGNRÝNA TENGSL VIÐ NÝTT ÍSLAND Kristinn segir aðferðir minnihlut- ans vafasamar, hann hafi reynt að gera starf stjórnarinnar tortryggi- legt á allan máta, meðal annars í fjölmiðlum, sem betur fer sé starfs- fólk VR mjög hæft og þjónustan við félagsmenn eftir sem áður til fyrir- myndar. - sbt KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.