Fréttablaðið - 30.01.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 30.01.2010, Síða 6
6 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR ALÞINGI. Unnið er að breytingum á lögum um greiðsluaðlögun og nauðungarsölu fasteigna. Frumvörp koma fram fljótlega, kannski í næstu viku, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráð- herra, á Alþingi í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu álits á upp- lýsingum um að 83 prósent þeirra, sem leitað hafa fyrirgreiðslu í bönkum við endurskipulagningu skulda, telji sig ekki hafa fengið fullnægjandi úrlausn sinna mála. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur sagt þær tölur áfellisdóm yfir stjórn- völdum. Jóhanna sagði að verið væri að vinna að ýmsum úrræðum fyrir fólk í skuldavanda í dómsmála- ráðuneyti og félags- og tryggingaráðuneyti. Brýnt sé til dæmis að taka á málum þeirra sem eiga eignir á nauðungarsölum. Eins hafi verið gerðar athugasemdir við framkvæmd greiðsluaðlögunar. Verið sé að vinna að endurbótum sem taka mið af þeim athugasemdum. „Ég vona að við sjáum end- urbætt frumvörp fljótlega, sagði Jóhanna. - pg Forsætisráðherra segir ný frumvörp væntanleg: Unnið að breytingum á reglum um greiðsluaðlögun og nauðungarsölur FORSÆTISRÁÐHERRA Jóhanna Sigurðardóttir, segir að nýjar reglur um nauðungaruppboð fasteigna og greiðsluaðlögun skulda séu í smíðum í ráðuneytum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjögurra vikna árangursmælt nám- skeið Kvíðameðferðarstöðvarinnar til að takast á við vanlíðan, álag og spennu. Kenndar leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til að skoða og breyta hugsunum og viðbrögðum sem viðhalda kvíða og depurð. Öflugar slökunar- og hugleiðsluaðferðir jafnframt kenndar. Mánudagar og fimmtudagar frá 20:00 til 21:45 auk eftirfylgdartíma, alls 16 klst. Kennarar: Oddi Erlingsson og Sóley D. Davíðsdóttir, sálfræðingar í klínískri sálfræði. Verð aðeins kr. 45.000. Niðurgreiðsla möguleg hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Næsta námskeið hefst mánudaginn 1. febrúar nk. Skráning og fyrirspurnir í símum 822 0043 og 562 4444, oddier@simnet.is og kms@kms.is N á n a r i u p p l ý s i n g a r : w w w . k m s . i s Kennsludagar: Vellíðan án lyfja með verkfærum sálfræðinnar Hjartamiðstöðin Tilkynning – Lungnalæ knar Hef opnað læknastofu í Hjartamiðstöðinni, Holtasmára 1, 6. hæð í Kópavogi. Tímapantanir eru í síma 550 3030 eða á www.hjartamidstodin.is Holtasmára 1 • 6. hæð • 201 Kópavogi • Sími 550 3030 • www.hjartamidstodin.is Hans Jakob Beck lungnalæknir AÐALFUNDUR FEB Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) árið 2010 verður haldinn laugardaginn 20. febrúar nk. í félagsheimilinu að Stangarhyl 4 kl. 13:00. Dagskrá fundarins verður skv. grein 4.5 í lögum félagsins. M.a. verður kosið um 5 aðalmenn og 2 varamenn í stjórn félagsins til tveggja ára. Hægt er að nálgast lög félagsins á skrifstofu þess að Stangarhyl 4 og á vefsíðunni www.feb.is. Framboð til stjórnar eða tillögur félagsmanna um einstaka menn til stjórnarkjörs skulu berast skrifstofu félagsins minnst tveimur viku fyrir fundinn eða í síðasta lagi mánudaginn 8. febrúar. Allir greiðandi félagsmenn eru kjörgen- gir til stjórnar. Tillögur uppstillingarnefndar um menn til stjórnarkjörs liggja frammi á skrifstofu félagsins til skoðunar. Sími 588 21 11 BRETLAND, AP „Ég trúi því í einlægni að heimurinn sé öruggari nú,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, þegar hann bar vitni í gær fyrir breskri rannsókn- arnefnd, sem er að fara ofan í saum- ana á aðdraganda Írakstríðsins. Hann segist hafa litið svo á að Saddam Hussein hafi verið „ógn- valdur“ og „skrímsli“, en eftir árás- irnar á Bandaríkin 11. september 2001 hafi honum orðið ljóst að ekki væri lengur hægt að bíða bara og vona hið besta. Hann tók fram að hann sjálf- ur beri meginábyrgðina á þessari ákvörðun, og sagðist sannfærð- ur um að þótt ástandið væri erfitt í Írak í dag þá myndu Írakar ekki vilja skipta á því og Saddam Huss- ein. Hann viðurkenndi þó að hafa ekki átt von á því að eftirleikurinn yrði jafn erfiður og raun varð á. Harð- skeyttur stuðningur Írans við sjía- múslima og Al Kaída við súnní-mús- lima hafi komið á óvart og dregið átökin á langinn, með þeim afleið- ingum að uppbygging þjóðfélagsins varð miklu erfiðari en innrásarríkin höfðu reiknað með. Hann viðurkenndi líka að vís- bendingar um að stjórn Saddams Hussein hafi haft yfir gereyðingar- vopnum að ráða hafi verið óljósar og götóttar, en sagðist þó enn telja að þegar upplýsingar frá leyniþjón- ustunni voru skoðaðar á sínum tíma hafi verið erfitt að komast að ann- arri niðurstöðu en að slík vopn hafi verið í fórum Saddams. Í salnum voru meðal annars aðstandendur breskra hermanna, sem látið hafa lífið í átökum í Írak síðustu árin. Andrúmsloftið var spennuþrungið og Blair virtist mjög óöruggur framan af en óx ásmegin eftir því sem á leið, brosti óspart og leiðrétti ýmislegt sem honum þótti rangt með farið í spurningunum. „Mér varð satt að segja flök- urt,“ sagði Rose Gentle, ein kona í áheyrendahópnum sem missti 19 ára gamlan son sinn í Írak árið 2004 og átti erfitt með að þola nær- veru Blairs. „Honum virtist einnig brugðið, og ég er ánægð með það – augu allra fjölskyldnanna hvíldu á honum.“ Þegar Blair yfirgaf salinn gerðu áheyrendur hróp að honum. Einn hrópaði: „Þú ert lygari!“ og annar bætti við: „Og morðingi!“ Fyrir utan húsið stóð hópur mótmælenda vakt- ina allan tímann meðan yfirheyrsl- urnar stóðu yfir. gudsteinn@frettabladid.is Varði ákvörðun sína um að ráðast á Írak Tony Blair sér ekki eftir því að hafa tekið ákvörðun um að ráðast á Írak vor- ið 2003. Hann var yfirheyrður í sex klukkustundir samfleytt í gær hjá breskri rannsóknarnefnd sem er að fara ofan í saumana á aðdraganda Írakstríðsins. ANDSTÆÐINGAR ÍRAKSTRÍÐSINS MÓTMÆLA Hópur mótmælenda mótmælti fyrir utan húsakynni rannsóknarnefndarinnar í London meðan Blair bar þar vitni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hafa sérstök úrræði dugað þér til að standa í skilum með lán? Já 21,7% Nei 78,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Viltu að rannsóknarnefnd verði látin kanna ákvörðun íslenskra stjórnvalda um stuðning við Íraksstríðið? Segðu skoðun þína á vísir.is VINNUMARKAÐUR Óeining innan stjórnar VR dregur úr styrk hreyf- ingarinnar og framgangi mikil- vægra hagsmunamála að mati formannsins Kristins Arnar Jóhann- essonar. Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnar- maður og einn þremenninga sem sendi stjórninni áskorun þar sem meðal annars er falast eftir stuðn- ingi VR við Hagsmunasamtök heim- ilanna, afnámi verðtryggingar og „raunverulegum úrræðum vegna myntkörfulána og stökkbreyttum höfuðstól húsnæðislána“, segir þess- ar fullyrðingar alrangar. „Við erum í minnihluta stjórnar og ef þetta væri satt þá værum við valdamesti minnihluti sem sögur fara af,“ segir Ragnar sem segir gagnrýni þeirra aðallega ganga út á úrræðaleysi stjórnarinnar til að taka á hags- munamálum launþega, formaðurinn og stjórnin „hangi í pilsfaldi ASÍ“ og geti ekki tekið ákvarðanir um mik- ilvæg mál. Meirihluti stjórnarinnar sam- þykkti ályktun á stjórnarfundi í gær þar sem meðal annars er full- yrt að minnihlutinn virðist hafa það markmið að „sundra samstöðu laun- þegahreyfingarinnar og samstarfi hennar við stjórnvöld, sveitarfélög og atvinnurekendur um aðgerðir í efnahagsmálum, atvinnumálum og málefnum heimilanna.“ Illdeilur innan stjórnar VR draga úr styrk hreyfingarinnar segir formaðurinn: Fylkingar í stjórn VR deila hart Meirihluti stjórnar VR gagnrýnir tengsl þremenninganna Bjarka Steingríms- sonar, Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur og Ragnars Þórs Ingólfssonar við samtökin Nýtt ísland í ályktun sem samþykkt var í gær: „Meirihluti stjórn- ar VR harmar að nokkrir stjórnarmenn í félaginu tengist samtökum sem virðast m.a. hafa það á stefnuskrá sinni að leggja niður Alþingi Íslend- inga. Samtök þessi, Nýtt Ísland, voru stofnuð í tengslum við kosningar í VR á síðasta ári en beina nú kröftum sínum að því að brjóta félagið niður,“ segir meðal annars í ályktuninni. Ragnar sagðist í samtali við Frétta- blaðið ekki tengjast Nýju Íslandi formlega, hann væri sammála mörg- um málefnum samtakanna en ekki öllum. Þess má geta að samþykkt var vantrauststillaga á Bjarka í desember en hann var varaformaður félagsins. GAGNRÝNA TENGSL VIÐ NÝTT ÍSLAND Kristinn segir aðferðir minnihlut- ans vafasamar, hann hafi reynt að gera starf stjórnarinnar tortryggi- legt á allan máta, meðal annars í fjölmiðlum, sem betur fer sé starfs- fólk VR mjög hæft og þjónustan við félagsmenn eftir sem áður til fyrir- myndar. - sbt KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.